Hreyflar nýrrar einingar fóru óvænt í gang og færðu geimstöðina af réttri sporbraut Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2021 18:40 Hér má sjá skjáskot af beinni útsendingu af því þegar Nauka tengdist geimstöðinni í dag. AP/Roscosmos Eftir að ný rússnesk eining var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina í dag, kviknaði óvænt á hreyflum einingarinnar svo geimstöðin færðist úr stöðu sinni á braut um jörðu. Hreyflarnir voru í gangi í nokkrar mínútur og voru hreyflar annarra eininga geimstöðvarinnar notaðir til að vega upp á móti hinum. Engan sakaði og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna segir að geimstöðin sé komin aftur á réttan stað. Nauka-einingin var tengd við geimstöðina á öðrum tímanum í dag, að íslenskum tíma. Skömmu fyrir klukkan fimm fóru hreyflar einingarinnar í gang, samkvæmt umfjöllun Spaceflightnow. Ekki liggur fyrir hvað olli því að hreyflar Nauka fóru í gang. Welcome to the space station, Nauka! The Multipurpose Laboratory Module (MLM) successfully docked at 9:29 a.m. EDT. https://t.co/YmAVcYNc6G pic.twitter.com/WVzddwFsEw— International Space Station (@Space_Station) July 29, 2021 Til stendur að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til geimstöðvarinnar á morgun. Nú er hins vegar búist við því að geimskotinu verði frestað á meðan vísindamenn reyna að komast til botns í því af hverju kviknaði á hreyflunum. Í frétt Reuters segir að frá því Nauka var skotið á loft í síðustu viku hafi ýmsar veilur litið dagsins ljós sem ollu áhyggjum um að tenging einingarinnar myndi ekki ganga snurðulaust fyrir sig. NASA segir allt vera orðið eðlilegt um borð í geimstöðinni og áhöfnin hafi aldrei verið í neinni hættu. Halda á blaðamannafund um málið á eftir. ICYMI: Earlier today, the Russian Nauka module inadvertently fired its thrusters while docked to the @Space_Station. Mission Control teams corrected the action and all systems are operating normally. The crew was never in any danger. Stay tuned for a media telecon later today: pic.twitter.com/bjuDmdiZu5— NASA (@NASA) July 29, 2021 Fyrr á þessu ári tilkynnti Rússar að þeir ætluðu að segja sig frá geimstöðinni árið 2025. Það kom þó ekki í veg fyrir að Nauka var skotið á loft. Þróun einingarinnar hófst fyrir meira en tuttugu árum og átti einingin að vera varaeining fyrir Zarya, sem er ein eining geimstöðvarinnar. Nauka var svo breytt í gegnum árin og á eiga ýmsar rannsóknir að fara fram um borð í einingunni. Þar má einnig finna vistarverur fyrir geimfara, klósett, nýjan vatns- og lofthreinsibúnað og vélarm frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Geimskoti Nauka hafði þó verið frestað ítrekað vegna vandræða við þróun og byggingu. Geimurinn Rússland Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Engan sakaði og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna segir að geimstöðin sé komin aftur á réttan stað. Nauka-einingin var tengd við geimstöðina á öðrum tímanum í dag, að íslenskum tíma. Skömmu fyrir klukkan fimm fóru hreyflar einingarinnar í gang, samkvæmt umfjöllun Spaceflightnow. Ekki liggur fyrir hvað olli því að hreyflar Nauka fóru í gang. Welcome to the space station, Nauka! The Multipurpose Laboratory Module (MLM) successfully docked at 9:29 a.m. EDT. https://t.co/YmAVcYNc6G pic.twitter.com/WVzddwFsEw— International Space Station (@Space_Station) July 29, 2021 Til stendur að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til geimstöðvarinnar á morgun. Nú er hins vegar búist við því að geimskotinu verði frestað á meðan vísindamenn reyna að komast til botns í því af hverju kviknaði á hreyflunum. Í frétt Reuters segir að frá því Nauka var skotið á loft í síðustu viku hafi ýmsar veilur litið dagsins ljós sem ollu áhyggjum um að tenging einingarinnar myndi ekki ganga snurðulaust fyrir sig. NASA segir allt vera orðið eðlilegt um borð í geimstöðinni og áhöfnin hafi aldrei verið í neinni hættu. Halda á blaðamannafund um málið á eftir. ICYMI: Earlier today, the Russian Nauka module inadvertently fired its thrusters while docked to the @Space_Station. Mission Control teams corrected the action and all systems are operating normally. The crew was never in any danger. Stay tuned for a media telecon later today: pic.twitter.com/bjuDmdiZu5— NASA (@NASA) July 29, 2021 Fyrr á þessu ári tilkynnti Rússar að þeir ætluðu að segja sig frá geimstöðinni árið 2025. Það kom þó ekki í veg fyrir að Nauka var skotið á loft. Þróun einingarinnar hófst fyrir meira en tuttugu árum og átti einingin að vera varaeining fyrir Zarya, sem er ein eining geimstöðvarinnar. Nauka var svo breytt í gegnum árin og á eiga ýmsar rannsóknir að fara fram um borð í einingunni. Þar má einnig finna vistarverur fyrir geimfara, klósett, nýjan vatns- og lofthreinsibúnað og vélarm frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Geimskoti Nauka hafði þó verið frestað ítrekað vegna vandræða við þróun og byggingu.
Geimurinn Rússland Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira