Sunisa Lee hélt sigurgöngu Bandaríkjanna í fjölþrautinni áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2021 13:21 Sunisa Lee fagnar eftir að úrslitin í fjölþrautinni lágu fyrir. getty/Jamie Squire Hin átján ára Sunisa Lee frá Bandaríkjunum vann sigur í fjölþraut kvenna í fimleikakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þetta er í fimmta sinn í röð sem Bandaríkin vinna gull í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum. Simone Biles varð Ólympíumeistari í Ríó 2016 en dró sig sem kunnugt er úr keppni í fjölþrautinni að þessu sinni. Carly Patterson vann 2004, Nastia Liukin 2008 og Gabby Douglas 2012. An amazing performance from Sunisa Lee to keep the #USA streak going!After a thrilling women s all-around #artisticgymnastics final, @sunisalee_ takes #gold#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @TeamUSA pic.twitter.com/aDEFml8a0o— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee, sem er á sínum fyrstu Ólympíuleikunum, glansaði í úrslitunum í fjölþrautinni í dag. Hún barðist um gullið við Rebecu Andrade frá Brasilíu og hinum rússnesku Angelinu Melnikovu og Vladislövu Urazovu. Eftir að Lee fékk 13.700 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar var Andrade sú eina sem gat komist upp fyrir hana. Það tókst ekki en sú brasilíska steig tvisvar út af í sínum gólfæfingum. Andrade fékk samt silfur en hún er fyrsta suður-ameríska konan sem vinnur til Ólympíuverðlauna í áhaldafimleikum. Andrade hefur glímt við erfið meiðsli á ferlinum og slitið krossband í hné í þrígang, síðast 2019. The first Brazilian woman to win an Olympic artistic gymnastics medal!Rebeca Andrade takes #silver for #BRA in the women s all-around #artisticgymnastics final.#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @timebrasil pic.twitter.com/MGO9shtKKj— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee fékk 57.433 í einkunn en Andrade 57.298. Melnikova fékk bronsið með 57.199 í einkunn. Urazova varð svo fjórða með 56.966 í einkunn. Þær voru báðar í sigurliði Rússa í liðakeppninni fyrr í vikunni. Þrjár efstu í fjölþrautinni: Rebeca Andrade (silfur), Sunisa Lee (gull) og Angelina Melnikova (brons).getty/Jamie Squire Lee varð efst á jafnvægisslá og tvíslá, Andrade í stökki og heimakonan Mai Murakami í gólfæfingunum. Bresku tvíburarnir Jessica og Jennifer Gadirova, sem eru bara sextán ára, lentu í 10. og 13. sæti í fjölþrautinni. Í fyrradag unnu þær brons í liðakeppninni. Engin bresk kona hefur endað ofar í fjölþraut í sögu Ólympíuleikanna en Jessica. @JessicaGadirova Jessica records the best result ever by a British woman in an Olympic all-around final after finishing 10th.#TeamGB pic.twitter.com/gvFqEEy9tG— Team GB (@TeamGB) July 29, 2021 Keppni á einstökum áhöldum fer fram á föstudaginn. Enn liggur ekki fyrir hvort Biles verði meðal þátttakenda þar. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Sjá meira
Þetta er í fimmta sinn í röð sem Bandaríkin vinna gull í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum. Simone Biles varð Ólympíumeistari í Ríó 2016 en dró sig sem kunnugt er úr keppni í fjölþrautinni að þessu sinni. Carly Patterson vann 2004, Nastia Liukin 2008 og Gabby Douglas 2012. An amazing performance from Sunisa Lee to keep the #USA streak going!After a thrilling women s all-around #artisticgymnastics final, @sunisalee_ takes #gold#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @TeamUSA pic.twitter.com/aDEFml8a0o— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee, sem er á sínum fyrstu Ólympíuleikunum, glansaði í úrslitunum í fjölþrautinni í dag. Hún barðist um gullið við Rebecu Andrade frá Brasilíu og hinum rússnesku Angelinu Melnikovu og Vladislövu Urazovu. Eftir að Lee fékk 13.700 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar var Andrade sú eina sem gat komist upp fyrir hana. Það tókst ekki en sú brasilíska steig tvisvar út af í sínum gólfæfingum. Andrade fékk samt silfur en hún er fyrsta suður-ameríska konan sem vinnur til Ólympíuverðlauna í áhaldafimleikum. Andrade hefur glímt við erfið meiðsli á ferlinum og slitið krossband í hné í þrígang, síðast 2019. The first Brazilian woman to win an Olympic artistic gymnastics medal!Rebeca Andrade takes #silver for #BRA in the women s all-around #artisticgymnastics final.#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @timebrasil pic.twitter.com/MGO9shtKKj— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee fékk 57.433 í einkunn en Andrade 57.298. Melnikova fékk bronsið með 57.199 í einkunn. Urazova varð svo fjórða með 56.966 í einkunn. Þær voru báðar í sigurliði Rússa í liðakeppninni fyrr í vikunni. Þrjár efstu í fjölþrautinni: Rebeca Andrade (silfur), Sunisa Lee (gull) og Angelina Melnikova (brons).getty/Jamie Squire Lee varð efst á jafnvægisslá og tvíslá, Andrade í stökki og heimakonan Mai Murakami í gólfæfingunum. Bresku tvíburarnir Jessica og Jennifer Gadirova, sem eru bara sextán ára, lentu í 10. og 13. sæti í fjölþrautinni. Í fyrradag unnu þær brons í liðakeppninni. Engin bresk kona hefur endað ofar í fjölþraut í sögu Ólympíuleikanna en Jessica. @JessicaGadirova Jessica records the best result ever by a British woman in an Olympic all-around final after finishing 10th.#TeamGB pic.twitter.com/gvFqEEy9tG— Team GB (@TeamGB) July 29, 2021 Keppni á einstökum áhöldum fer fram á föstudaginn. Enn liggur ekki fyrir hvort Biles verði meðal þátttakenda þar.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Sjá meira