Ný bóluefni gegn delta eru okkar helsta von Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. júlí 2021 12:27 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna. Lögreglan Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir óvíst hvort og þá hvenær hægt verði að líta kórónuveiruna sömu augum og venjulega inflúensuveiru, eins og menn höfðu vonast eftir að yrði staðan eftir að bólusetningum hjá meirihluta þjóðarinnar væri lokið. „Það er í rauninni okkar helsta von að það komi sértæk bóluefni sem virka betur gegn delta. Sem virka álíka vel gegn delta eins og bóluefnin sem við eigum nú virkuðu gegn upphaflegu Wuhan-veirunni,“ sagði Kamilla á upplýsingafundi almannavarna í dag. Eins og greint hefur verið frá eru það heilbrigðisyfirvöldum mikil vonbrigði hve mikið verr bóluefnin virka á delta-afbrigði veirunnar en gert hafði verið ráð fyrir. Rannsóknir hafa þó bent til þess að tveir skammtar af bóluefni Pfizer virki best gegn afbrigðinu, 88 prósent vörn, og tveir skammtar af AstraZeneca virki einnig vel gegn því, veiti 67 prósent vörn. Talið er að einn skammtur af Jansen-bóluefninu veiti ekki nógu góða vörn gegn afbrigðinu og er fyrirhugað að gefa öllum þeim sem hafa fengið Jansen-bóluefnið á Íslandi annan skammt af Pfizer-bóluefninu strax í næsta mánuði. Ný afbrigði helsta áhyggjuefnið En þá er að vona að skæðari afbrigði komi ekki fram í bráð: „Það er bara hætt við því eins og staðan er núna, með mjög útbreidd smit víða um heim, að það komi áfram fram ný afbrigði,“ sagði Kamilla á fundinum í dag. Þar viðrar hún sömu áhyggjur og Rochelle Walensky, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, gerði nýlega: „Stóra áhyggjuefnið núna er að næsta afbrigði veirunnar sem kann að spretta upp - og gæti myndast eftir aðeins örfáar stökkbreytingar - geti komið sér undan þeirri vörn sem bóluefni okkar veita í dag,“ var haft eftir henni í frétt The New York Times í vikunni. Kamilla vonar þó að þróun bóluefna fari einnig fram á næstunni og vonin stendur auðvitað til þess að nýtt sértækt bóluefni komi fram sem virkar vel gegn delta-afbrigðinu og vonandi þeim afbrigðum sem eiga eftir að koma fram síðar. „En við getum náttúrulega voðalega lítið sagt til um það hversu mikilli útbreiðslu þau [ný afbrigði] gætu mögulega náð eða hvernig bóluefnin sem við erum ekki einu sinni komin með gætu virkað gegn þeim,“ sagði Kamilla. „Þannig að það er ekki hægt að spá fyrir um þetta.“ Hér er hægt að horfa á upplýsingafundinn í dag í heild sinni: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á delta-afbrigðið Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir svipaðri stöðu og við Íslendingar; smituðum einstaklingum fjölgar ört og bíða menn í ofvæni eftir að sjá hversu alvarlegum veikindum delta-afbrigðið getur valdið hjá þeim sem eru bólusettir. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða viku. Sérstaða Bandaríkjanna sýnir þó ágætlega hversu virk bóluefnin eru gegn afbrigðinu. 28. júlí 2021 14:21 Búast megi við að 0,5 prósent fullbólusettra sem smitist þurfi á innlögn að halda Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að búast megi við því að allt að 0,5 prósent þeirra sem séu fullbólusettir og muni smitast af Covid-19 þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda. Um þrjátíu þúsund einstaklingar eldri en sextán ára hafa ekki verið bólusettur. 23. júlí 2021 23:30 Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Sjá meira
„Það er í rauninni okkar helsta von að það komi sértæk bóluefni sem virka betur gegn delta. Sem virka álíka vel gegn delta eins og bóluefnin sem við eigum nú virkuðu gegn upphaflegu Wuhan-veirunni,“ sagði Kamilla á upplýsingafundi almannavarna í dag. Eins og greint hefur verið frá eru það heilbrigðisyfirvöldum mikil vonbrigði hve mikið verr bóluefnin virka á delta-afbrigði veirunnar en gert hafði verið ráð fyrir. Rannsóknir hafa þó bent til þess að tveir skammtar af bóluefni Pfizer virki best gegn afbrigðinu, 88 prósent vörn, og tveir skammtar af AstraZeneca virki einnig vel gegn því, veiti 67 prósent vörn. Talið er að einn skammtur af Jansen-bóluefninu veiti ekki nógu góða vörn gegn afbrigðinu og er fyrirhugað að gefa öllum þeim sem hafa fengið Jansen-bóluefnið á Íslandi annan skammt af Pfizer-bóluefninu strax í næsta mánuði. Ný afbrigði helsta áhyggjuefnið En þá er að vona að skæðari afbrigði komi ekki fram í bráð: „Það er bara hætt við því eins og staðan er núna, með mjög útbreidd smit víða um heim, að það komi áfram fram ný afbrigði,“ sagði Kamilla á fundinum í dag. Þar viðrar hún sömu áhyggjur og Rochelle Walensky, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, gerði nýlega: „Stóra áhyggjuefnið núna er að næsta afbrigði veirunnar sem kann að spretta upp - og gæti myndast eftir aðeins örfáar stökkbreytingar - geti komið sér undan þeirri vörn sem bóluefni okkar veita í dag,“ var haft eftir henni í frétt The New York Times í vikunni. Kamilla vonar þó að þróun bóluefna fari einnig fram á næstunni og vonin stendur auðvitað til þess að nýtt sértækt bóluefni komi fram sem virkar vel gegn delta-afbrigðinu og vonandi þeim afbrigðum sem eiga eftir að koma fram síðar. „En við getum náttúrulega voðalega lítið sagt til um það hversu mikilli útbreiðslu þau [ný afbrigði] gætu mögulega náð eða hvernig bóluefnin sem við erum ekki einu sinni komin með gætu virkað gegn þeim,“ sagði Kamilla. „Þannig að það er ekki hægt að spá fyrir um þetta.“ Hér er hægt að horfa á upplýsingafundinn í dag í heild sinni:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á delta-afbrigðið Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir svipaðri stöðu og við Íslendingar; smituðum einstaklingum fjölgar ört og bíða menn í ofvæni eftir að sjá hversu alvarlegum veikindum delta-afbrigðið getur valdið hjá þeim sem eru bólusettir. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða viku. Sérstaða Bandaríkjanna sýnir þó ágætlega hversu virk bóluefnin eru gegn afbrigðinu. 28. júlí 2021 14:21 Búast megi við að 0,5 prósent fullbólusettra sem smitist þurfi á innlögn að halda Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að búast megi við því að allt að 0,5 prósent þeirra sem séu fullbólusettir og muni smitast af Covid-19 þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda. Um þrjátíu þúsund einstaklingar eldri en sextán ára hafa ekki verið bólusettur. 23. júlí 2021 23:30 Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Sjá meira
Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á delta-afbrigðið Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir svipaðri stöðu og við Íslendingar; smituðum einstaklingum fjölgar ört og bíða menn í ofvæni eftir að sjá hversu alvarlegum veikindum delta-afbrigðið getur valdið hjá þeim sem eru bólusettir. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða viku. Sérstaða Bandaríkjanna sýnir þó ágætlega hversu virk bóluefnin eru gegn afbrigðinu. 28. júlí 2021 14:21
Búast megi við að 0,5 prósent fullbólusettra sem smitist þurfi á innlögn að halda Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að búast megi við því að allt að 0,5 prósent þeirra sem séu fullbólusettir og muni smitast af Covid-19 þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda. Um þrjátíu þúsund einstaklingar eldri en sextán ára hafa ekki verið bólusettur. 23. júlí 2021 23:30
Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31
Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent