Guðni Valur kvartar ekki yfir pappakassarúmunum í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2021 09:30 Guðni Valur Guðnason kælir sig niður í hitanum í Tókýó. FRÍ Frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur Guðnason er eini íslenski keppandinn sem á eftir að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó en hann keppir í undankeppni kringlukastsins aðfaranótt föstudags. Guðni Valur ræddi aðeins undirbúninginn og stöðuna á sér í viðtali á síðu Frjálsíþróttasamband Íslands en hann er eini keppandi Íslands í frjálsum íþróttum á þessum leikum. Guðni var ekki viðstaddur setningarhátíðina því hann var við æfingar í Tama og kom ekki í Ólympíuþorpið fyrr en á sunnudaginn var. „Æfingar hafa gengið mjög vel og var frábært að æfa í Tama. Gestrisnin svakaleg og teymið í kringum okkur rosalegt líka. Margir að vinna við einföldustu hluti og vilji gera allt fyrir mann svo manni líði sem best,“ sagði Guðni Valur. Það var engin loftkæling í hinum gamaldags lyftingaklefa sem var boðið upp á en Japanarnir reyndu allt til að aðstoða okkar mann og mættu með viftur til að gera hitann þolanlegri. „Við mættum í þorpið á sunnudaginn og var þetta um einn og hálfur klukkutími í rútu frá Tama í Ólympíuþorpið sem er einnig í Tókýó. Þorpið er flott og rúmin fín þótt þau séu búin til úr pappakössum, þau eru mjög stíf sem sleppur alveg,“ sagði Guðni Valur sem kvartar ekki yfir rúmunum eins og sumir íþróttamenn. „Matartjaldið eða húsið eins og það er núna er mjög flott og er það á tveimur hæðum með glás af úrvali af hinum og þessum mat sem er í boði allan sólarhringinn,“ sagði Guðni Valur sem þekkir til frá því að hann keppti á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan. Hann er sáttur með undirbúning sinn og er nú kominn í hvíld til að safna kröftum fyrir keppnina. „Æfingar í þorpinu hafa gengið gífurlega vel og tók ég seinustu kastæfinguna mína í dag og bíður mín nú bara hvíld fram að keppnisdegi og er maður bara eins tilbúinn og maður getur verið á þessu tímabili og verður hrikalega gaman að sjá hvað gerist,“ sagði Guðni Valur sem keppir í seinni undanriðlinum í kringlukasti en hann á að byrja klukkan 02.20 í nótt. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Íslendingar erlendis Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Guðni Valur ræddi aðeins undirbúninginn og stöðuna á sér í viðtali á síðu Frjálsíþróttasamband Íslands en hann er eini keppandi Íslands í frjálsum íþróttum á þessum leikum. Guðni var ekki viðstaddur setningarhátíðina því hann var við æfingar í Tama og kom ekki í Ólympíuþorpið fyrr en á sunnudaginn var. „Æfingar hafa gengið mjög vel og var frábært að æfa í Tama. Gestrisnin svakaleg og teymið í kringum okkur rosalegt líka. Margir að vinna við einföldustu hluti og vilji gera allt fyrir mann svo manni líði sem best,“ sagði Guðni Valur. Það var engin loftkæling í hinum gamaldags lyftingaklefa sem var boðið upp á en Japanarnir reyndu allt til að aðstoða okkar mann og mættu með viftur til að gera hitann þolanlegri. „Við mættum í þorpið á sunnudaginn og var þetta um einn og hálfur klukkutími í rútu frá Tama í Ólympíuþorpið sem er einnig í Tókýó. Þorpið er flott og rúmin fín þótt þau séu búin til úr pappakössum, þau eru mjög stíf sem sleppur alveg,“ sagði Guðni Valur sem kvartar ekki yfir rúmunum eins og sumir íþróttamenn. „Matartjaldið eða húsið eins og það er núna er mjög flott og er það á tveimur hæðum með glás af úrvali af hinum og þessum mat sem er í boði allan sólarhringinn,“ sagði Guðni Valur sem þekkir til frá því að hann keppti á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan. Hann er sáttur með undirbúning sinn og er nú kominn í hvíld til að safna kröftum fyrir keppnina. „Æfingar í þorpinu hafa gengið gífurlega vel og tók ég seinustu kastæfinguna mína í dag og bíður mín nú bara hvíld fram að keppnisdegi og er maður bara eins tilbúinn og maður getur verið á þessu tímabili og verður hrikalega gaman að sjá hvað gerist,“ sagði Guðni Valur sem keppir í seinni undanriðlinum í kringlukasti en hann á að byrja klukkan 02.20 í nótt.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Íslendingar erlendis Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira