Sex á sjúkrahúsi Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2021 19:58 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Vísir/Sigurjón Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús í dag, til viðbótar við þrjá sem voru þar fyrir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, segir engan vera á gjörgæslu. Þá segir hann í samtali við fréttastofu að tveir af þeim þremur sem höfðu verið lagðir inn áður séu á batavegi. 123 greindust smitaðir af Covid-19 í gær en það er mesti fjöldinn sem greinst hefur á einum degi frá því faraldurinn hófst. Af hinum smituðu voru 84 fullbólusettir, einn hálfbólusettur og 36 óbólusettir. Sjá einnig: Aldrei fleiri greinst á einum degi Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í viðtali við fréttastofu í dag að ef alvarleg veikindi reynist mjög fátíð vegna bólusetninga, sem virðist raunin víða um heim, vildi hann draga úr sóttvarnaraðgerðum á næstu vikum. „Ég ætla ekki að fullyrða neitt um framtíðina en það sem mér finnst langlíklegast er að hlutirnir færist smám saman aftur í eðlilegt horf,“ sagði Bjarni. Sjá einnig: Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sló á svipaða strengi í dag. „Ef þeir sem eru bólusettir lasnast mjög lítið, hljótum við að miða okkar aðgerðir við það. Ef það er munur á þeim eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóm, höldum við áfram að vera varkár í umgengni við þessa hópa, en það er mjög ólíklegt að það sé rökrétt að grípa til sams konar aðgerða eins og við gripum til þegar allir voru veikir fyrir þessari veiru og enginn bólusettur,“ sagði Kári. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Þá segir hann í samtali við fréttastofu að tveir af þeim þremur sem höfðu verið lagðir inn áður séu á batavegi. 123 greindust smitaðir af Covid-19 í gær en það er mesti fjöldinn sem greinst hefur á einum degi frá því faraldurinn hófst. Af hinum smituðu voru 84 fullbólusettir, einn hálfbólusettur og 36 óbólusettir. Sjá einnig: Aldrei fleiri greinst á einum degi Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í viðtali við fréttastofu í dag að ef alvarleg veikindi reynist mjög fátíð vegna bólusetninga, sem virðist raunin víða um heim, vildi hann draga úr sóttvarnaraðgerðum á næstu vikum. „Ég ætla ekki að fullyrða neitt um framtíðina en það sem mér finnst langlíklegast er að hlutirnir færist smám saman aftur í eðlilegt horf,“ sagði Bjarni. Sjá einnig: Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sló á svipaða strengi í dag. „Ef þeir sem eru bólusettir lasnast mjög lítið, hljótum við að miða okkar aðgerðir við það. Ef það er munur á þeim eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóm, höldum við áfram að vera varkár í umgengni við þessa hópa, en það er mjög ólíklegt að það sé rökrétt að grípa til sams konar aðgerða eins og við gripum til þegar allir voru veikir fyrir þessari veiru og enginn bólusettur,“ sagði Kári.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira