Sautján ára stelpa sú fyrsta frá Alaska til að vinna Ólympíugull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 09:30 Lydia Jacoby trúði varla eigin augum þegar hún sá að hún hafði unnið gullið. AP/Matthias Schrader Það voru söguleg úrslit í sundkeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í nótt. Bandaríkjamenn töpuðu þá baksundi í fyrsta sinn síðan á leikunum 1992 en eignuðust um leið sinn fyrsta Ólympíumeistara frá Alaska. Lydia Jacoby varð sú fyrsta frá Alaska til að vinna Ólympíugull þegar hún vann mjög óvæntan sigur í 100 metra bringusundi. Jacoby kom í mark á 1:04.95 mín. og var á undan Tatjana Schoenmaker frá Suður Afríku og ríkjandi Ólympíumeistara, Lilly King frá Bandaríkjunum. Lilly King hafði ekki tapað í þessari grein síðan í desember 2016. What an upset!17-year-old #USA swimmer Lydia Jacoby springs a surprise in the women's 100m breaststroke with gold at her debut Olympic Games.#Swimming @fina1908 @TeamUSA pic.twitter.com/Qdww7I9Eum— Olympics (@Olympics) July 27, 2021 „Ég ætlaði mér á verðlaunapall og ég vissi að ég gæti það. Ég bjóst hins vegar ekki við gullverðlaununum og það var því algjör klikkun að horfa upp á úrslitatöfluna,“ sagði hin sautján ára gamla Lydia Jacoby. Jacoby er ein sú yngsta hjá Bandaríkjunum til að vinna Ólympíugull í sundi en á síðustu tuttugu árum hafa aðeins þær Katie Ledecky og Missy Franklin verið yngri. Jacoby er frá Seward í Alaska en flutti til Anchorage fyrr á þessu ári til að æfa. Hún er einnig fyrsta sundkonan frá Alaska til að keppa á Ólympíuleikunum og aðeins tíundi íþróttamaðurinn í sögu leikanna sem kemur frá þessu nyrsta fylki Bandaríkjanna. American Lydia Jacoby, 17, wins a surprise gold medal in the women s 100-meter breaststroke at the Tokyo Games. https://t.co/93CccpvJOZ— The Washington Post (@washingtonpost) July 27, 2021 „Ég er spennt fyrir hönd Lydiu. Það er gaman að sjá framtíð bandaríska bringusundsins koma fram og fá tækifæri til að keppa við hana. Ég vissi að hún væri ógn og ég sé mikið af sjálfri mér í henni,“ sagði bronskonan og fyrrum Ólympíumeistari í þessari grein, Lilly King. Rússar unnu tvöfalt í 100 metra baksundi, Evgeny Rylov varð Ólympíumeistari á 51,98 sekúndum og Kliment Kolesnikov varð annar á 52,00 sekúndum. Bandaríkjamenn höfðu ekki tapað í þessari grein á leikunum síðan 1992 en ríkjandi Ólympíumeistari, Ryan Murphy, varð að sætta sig við bronsið á 52.19 sekúndum. 17-year-old Lydia Jacoby won gold in the Women's 100m Breaststroke. The only younger USA swimmers to win an individual gold in the past 20 years are Katie Ledecky (15) and Missy Franklin (17). pic.twitter.com/6Ni8krJ5w9— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 27, 2021 Kaylee McKeown frá Ástralíu vann 100 metra baksund kvenna á nýju Ólympíumeti, 57.47 sekúndum, þar sem Kylie Masse frá Kanada fékk silfur og hin bandaríska Regan Smith tók bronsið. Thomas Dean frá Bretland vann 200 metra skriðsundið á 1:44.22 mín. þar sem landi hans, Duncan Scott, varð annar á 1:44.26 mín. Bandaríkjamenn komust ekki á pall í 200 metra skriðsundi þar sem Brasilíumaðurinn Fernando Scheffer fékk brons. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
Lydia Jacoby varð sú fyrsta frá Alaska til að vinna Ólympíugull þegar hún vann mjög óvæntan sigur í 100 metra bringusundi. Jacoby kom í mark á 1:04.95 mín. og var á undan Tatjana Schoenmaker frá Suður Afríku og ríkjandi Ólympíumeistara, Lilly King frá Bandaríkjunum. Lilly King hafði ekki tapað í þessari grein síðan í desember 2016. What an upset!17-year-old #USA swimmer Lydia Jacoby springs a surprise in the women's 100m breaststroke with gold at her debut Olympic Games.#Swimming @fina1908 @TeamUSA pic.twitter.com/Qdww7I9Eum— Olympics (@Olympics) July 27, 2021 „Ég ætlaði mér á verðlaunapall og ég vissi að ég gæti það. Ég bjóst hins vegar ekki við gullverðlaununum og það var því algjör klikkun að horfa upp á úrslitatöfluna,“ sagði hin sautján ára gamla Lydia Jacoby. Jacoby er ein sú yngsta hjá Bandaríkjunum til að vinna Ólympíugull í sundi en á síðustu tuttugu árum hafa aðeins þær Katie Ledecky og Missy Franklin verið yngri. Jacoby er frá Seward í Alaska en flutti til Anchorage fyrr á þessu ári til að æfa. Hún er einnig fyrsta sundkonan frá Alaska til að keppa á Ólympíuleikunum og aðeins tíundi íþróttamaðurinn í sögu leikanna sem kemur frá þessu nyrsta fylki Bandaríkjanna. American Lydia Jacoby, 17, wins a surprise gold medal in the women s 100-meter breaststroke at the Tokyo Games. https://t.co/93CccpvJOZ— The Washington Post (@washingtonpost) July 27, 2021 „Ég er spennt fyrir hönd Lydiu. Það er gaman að sjá framtíð bandaríska bringusundsins koma fram og fá tækifæri til að keppa við hana. Ég vissi að hún væri ógn og ég sé mikið af sjálfri mér í henni,“ sagði bronskonan og fyrrum Ólympíumeistari í þessari grein, Lilly King. Rússar unnu tvöfalt í 100 metra baksundi, Evgeny Rylov varð Ólympíumeistari á 51,98 sekúndum og Kliment Kolesnikov varð annar á 52,00 sekúndum. Bandaríkjamenn höfðu ekki tapað í þessari grein á leikunum síðan 1992 en ríkjandi Ólympíumeistari, Ryan Murphy, varð að sætta sig við bronsið á 52.19 sekúndum. 17-year-old Lydia Jacoby won gold in the Women's 100m Breaststroke. The only younger USA swimmers to win an individual gold in the past 20 years are Katie Ledecky (15) and Missy Franklin (17). pic.twitter.com/6Ni8krJ5w9— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 27, 2021 Kaylee McKeown frá Ástralíu vann 100 metra baksund kvenna á nýju Ólympíumeti, 57.47 sekúndum, þar sem Kylie Masse frá Kanada fékk silfur og hin bandaríska Regan Smith tók bronsið. Thomas Dean frá Bretland vann 200 metra skriðsundið á 1:44.22 mín. þar sem landi hans, Duncan Scott, varð annar á 1:44.26 mín. Bandaríkjamenn komust ekki á pall í 200 metra skriðsundi þar sem Brasilíumaðurinn Fernando Scheffer fékk brons.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira