Eigum við að fyrirgefa viðmælendum Sölva Tryggva? Þórarinn Hjartarson skrifar 26. júlí 2021 14:01 Í mótmælum gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum síðasta sumar mátti heyra slagorðið ´silence is violence´, eða að það að þaga jafngilti ofbeldi. Orðatiltækið sýndi, réttilega, fram á að því fólki, sem ekki tæki afstöðu í þeim efnum, ætti að taka með fyrirvara. Þetta fólk væri hluti af ósanngjörnu kerfi og kæmust þar að leiðandi ekki upp með hlutleysi. Á svipuðum tíma stýrði Sölvi Tryggvason einu vinsælasta hlaðvarpi á Íslandi. Hvert hlaðvarp fékk þúsundir hlustanna. Sölvi skákaði fram frægasta fólki á Íslandi í löngum samræðum um allt á milli himins og jarðar. Allir þekktu hlaðvarpið og flestir höfðu hlustað á allavegana einn þátt. Eftir að hafa haldið sig frá sviðsljósinu í nokkur ár varð Sölvi einn ástsælasti hlaðvarpsstjórnandi sem Ísland hefur átt. En fallið var jafn hátt og flugið. Í apríl á þessu ári fóru að heyrast sögusagnir að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað í samskiptum við konu, sem síðar leiddi til ákæru. Þetta leiddi til upphafs nýjustu bylgju #MeToo hreyfingarinnar. Flestir hafa heyrt eitt eða tvö afbrigði þessarar sögu. Þessi pistill snýr hins vegar ekki að þessu einstaka máli. Pistillinn byggir á því að varpa ljósi á þá viðmælendur sem að mættu í hlaðvarp Sölva og hafa fengið að sigla lignan sjó í þessum umræðum. Óneitanlega nutu viðmælendurnir vinsælda eftir að hafa komið í þátt Sölva. Sumum þeirra hefur líklega jafnvel áskotnast aukin velgengi í sínum frama í kjölfarið. Er það réttlátt? Er réttlátt að hafa notið góðs af velgengni slíks manns? Geta þau fríað sig ábyrgð gagnvart samborgurum í þessum umræðum? Eiga þau tilkall til þess valds sem að þau nutu á meðan hlaðvarpsþátturinn sem þau birtust í stóð sem hæst? Að sjálfsögðu ekki. Okkur ber samfélagsleg skylda að krefja þetta fólk svara. Svara um það hvers vegna þeim þótti í lagi að mæta í slíkan hlaðvarpsþátt án þess að biðjast afsökunar. Þögn þessa fólks nístir í gegnum merg og bein. Sum þeirra birtast enn í sjónvarps- og útvarpsviðtölum líkt og ekkert hafi í skorist. Hlutleysi þessa fólks lýsir afstöðu þeirra. Sinnuleysi og tómlæti er óafsakanlegt. Viðmælendur Sölva Tryggva verða að koma fram og útskýra mál sitt. Krefjum þau um svör. Krefjum þau um afstöðu. Þögn er ofbeldi. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í mótmælum gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum síðasta sumar mátti heyra slagorðið ´silence is violence´, eða að það að þaga jafngilti ofbeldi. Orðatiltækið sýndi, réttilega, fram á að því fólki, sem ekki tæki afstöðu í þeim efnum, ætti að taka með fyrirvara. Þetta fólk væri hluti af ósanngjörnu kerfi og kæmust þar að leiðandi ekki upp með hlutleysi. Á svipuðum tíma stýrði Sölvi Tryggvason einu vinsælasta hlaðvarpi á Íslandi. Hvert hlaðvarp fékk þúsundir hlustanna. Sölvi skákaði fram frægasta fólki á Íslandi í löngum samræðum um allt á milli himins og jarðar. Allir þekktu hlaðvarpið og flestir höfðu hlustað á allavegana einn þátt. Eftir að hafa haldið sig frá sviðsljósinu í nokkur ár varð Sölvi einn ástsælasti hlaðvarpsstjórnandi sem Ísland hefur átt. En fallið var jafn hátt og flugið. Í apríl á þessu ári fóru að heyrast sögusagnir að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað í samskiptum við konu, sem síðar leiddi til ákæru. Þetta leiddi til upphafs nýjustu bylgju #MeToo hreyfingarinnar. Flestir hafa heyrt eitt eða tvö afbrigði þessarar sögu. Þessi pistill snýr hins vegar ekki að þessu einstaka máli. Pistillinn byggir á því að varpa ljósi á þá viðmælendur sem að mættu í hlaðvarp Sölva og hafa fengið að sigla lignan sjó í þessum umræðum. Óneitanlega nutu viðmælendurnir vinsælda eftir að hafa komið í þátt Sölva. Sumum þeirra hefur líklega jafnvel áskotnast aukin velgengi í sínum frama í kjölfarið. Er það réttlátt? Er réttlátt að hafa notið góðs af velgengni slíks manns? Geta þau fríað sig ábyrgð gagnvart samborgurum í þessum umræðum? Eiga þau tilkall til þess valds sem að þau nutu á meðan hlaðvarpsþátturinn sem þau birtust í stóð sem hæst? Að sjálfsögðu ekki. Okkur ber samfélagsleg skylda að krefja þetta fólk svara. Svara um það hvers vegna þeim þótti í lagi að mæta í slíkan hlaðvarpsþátt án þess að biðjast afsökunar. Þögn þessa fólks nístir í gegnum merg og bein. Sum þeirra birtast enn í sjónvarps- og útvarpsviðtölum líkt og ekkert hafi í skorist. Hlutleysi þessa fólks lýsir afstöðu þeirra. Sinnuleysi og tómlæti er óafsakanlegt. Viðmælendur Sölva Tryggva verða að koma fram og útskýra mál sitt. Krefjum þau um svör. Krefjum þau um afstöðu. Þögn er ofbeldi. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun