Iðnmenntun á Íslandi – Raunverulegur vilji eða tálsýn í aðdraganda kosninga? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 26. júlí 2021 13:15 Það er ljóst að fjármagn til að mæta þeim áhuga sem er til staðar varðandi iðnám er langt frá því að vera nógu mikið. Starfsfólk í menntageiranum, félög iðngreina og áhugafólk um bætt iðnám, svo einhverjir hópar séu nefndir, hafa reynt að efla áhuga fólks á iðnámi í áratugi. Ég vona svo sannarlega að sú barátta sé nú loksins að bera árangur. Baráttan sem hefur verið hörð hefur gengið út á það að auka veg og virðingu iðnáms í samfélagi okkar. Það er barátta sem ég hef sjálfur tekið þátt í yfir 20 ár. Viljayfirlýsing undirrituð. Er það nóg? Á sama tíma og ég gleðst mjög yfir að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um að framtíðarhúsnæði Tækniskólans, með öllum þeim búnaði sem þarf til að kenna iðngreinar í nútímanum, muni rísa á Suðurhöfninni í Hafnarfirði þá hef ég áhyggjur af úthlutun fjármagns ríkisins til reksturs skólastarfsins. Svo raunverulega sé hægt að mæta þeim áhuga sem er fyrir iðnámi hjá fólki á öllum aldri. Og þar liggur mikill vandi. Fólk á öllum aldri á að geta stundað iðnám Fólk á öllum aldri sem áhuga hefur á að sækja iðnám í dag, á í erfiðleikum með að fá inni í náminu vegna þess að fjármagn til kennslunnar nægir rétt með naumindum til að taka inn nemendur sem eru að koma beint úr grunnskóla. Það er afleit staða og engum til sóma. Við þurfum að gefa fólki á öllum aldri tækifæri til að stunda iðnám og við getum ekki látið þann áhuga sem nú er á iðnmenntun ganga okkur úr greipum af því að fjármagn er af skornum skammti til kennslunnar. Kosningalykt af málinu Það er kosningalykt af umgjörð þessarar undirritunar en ég vona svo sannarlega að þarna búi meira að baki í þetta sinn. Að það sé raunverulegur vilji til að framkvæma svo efla megi iðnmenntun. Að nægilegu fjármagni verði úthlutað til að mæta þeim áhuga sem er á iðnámi um þessar mundir. Við í Samfylkingunni munum allavega halda áfram að beita okkur fyrir því að raunverulegar umbætur eigi sér stað í iðnámi á Íslandi og fólk á öllum aldri geti sótt iðnám, hafi það áhuga á því. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að fjármagn til að mæta þeim áhuga sem er til staðar varðandi iðnám er langt frá því að vera nógu mikið. Starfsfólk í menntageiranum, félög iðngreina og áhugafólk um bætt iðnám, svo einhverjir hópar séu nefndir, hafa reynt að efla áhuga fólks á iðnámi í áratugi. Ég vona svo sannarlega að sú barátta sé nú loksins að bera árangur. Baráttan sem hefur verið hörð hefur gengið út á það að auka veg og virðingu iðnáms í samfélagi okkar. Það er barátta sem ég hef sjálfur tekið þátt í yfir 20 ár. Viljayfirlýsing undirrituð. Er það nóg? Á sama tíma og ég gleðst mjög yfir að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um að framtíðarhúsnæði Tækniskólans, með öllum þeim búnaði sem þarf til að kenna iðngreinar í nútímanum, muni rísa á Suðurhöfninni í Hafnarfirði þá hef ég áhyggjur af úthlutun fjármagns ríkisins til reksturs skólastarfsins. Svo raunverulega sé hægt að mæta þeim áhuga sem er fyrir iðnámi hjá fólki á öllum aldri. Og þar liggur mikill vandi. Fólk á öllum aldri á að geta stundað iðnám Fólk á öllum aldri sem áhuga hefur á að sækja iðnám í dag, á í erfiðleikum með að fá inni í náminu vegna þess að fjármagn til kennslunnar nægir rétt með naumindum til að taka inn nemendur sem eru að koma beint úr grunnskóla. Það er afleit staða og engum til sóma. Við þurfum að gefa fólki á öllum aldri tækifæri til að stunda iðnám og við getum ekki látið þann áhuga sem nú er á iðnmenntun ganga okkur úr greipum af því að fjármagn er af skornum skammti til kennslunnar. Kosningalykt af málinu Það er kosningalykt af umgjörð þessarar undirritunar en ég vona svo sannarlega að þarna búi meira að baki í þetta sinn. Að það sé raunverulegur vilji til að framkvæma svo efla megi iðnmenntun. Að nægilegu fjármagni verði úthlutað til að mæta þeim áhuga sem er á iðnámi um þessar mundir. Við í Samfylkingunni munum allavega halda áfram að beita okkur fyrir því að raunverulegar umbætur eigi sér stað í iðnámi á Íslandi og fólk á öllum aldri geti sótt iðnám, hafi það áhuga á því. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar