Gullinn mánudagur fyrir Breta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 16:00 Adam Peaty fagnar gullverðlaunum sínum í 100 metra bringusundi sem hann var að vinna á öðrum leikunum í röð. AP/Martin Meissner Mánudagurinn 26. júlí 2021 fer í hóp með bestu dögum Bretlands á Ólympíuleikunum því Bretar unnu þrenn gullverðlaun í dag. Bretarnir sjálfir eru farnir að tala um „Magic Monday“ eða „Magnaðan mánudag“ eftir uppskeru sína í keppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Þetta eru fyrstu þrjú gullverðlaun Breta á leikunun í ár. Þetta eru enn fremur fimmtu Ólympíuleikarnir í röð þar sem Bretar ná þremur gullverðlaunum eða fleiri á sama deginum en fyrir ÓL í Aþenu 2004 hafði það aðeins gerst tvisvar sinnum hjá þeim. Adam Peaty Tom Daley and Matty Lee Tom Pidcock Alex Yee It's been an incredible day for Team GB so far at the Tokyo Olympics! #bbcolympics #tokyo2020 #teamgb— BBC Sport (@BBCSport) July 26, 2021 Besti dagur Breta á Ólympíuleikum er laugardagurinn 4. ágúst 2012 þegar Bretar unnu sex gullverðlaun á sama deginum. Dagurinn byrjaði á því að Adam Peaty vann gull í 100 metra bringusundi þegar hann kom í mark á 57,37 sekúndum og varð um leið fyrsti breski sundmaðurinn sem nær að verja Ólympíugull á milli leikja. Það er ekki hægt að segja að sigur Peaty hafi komið á óvart því hann á sextán hröðustu tíma sögunnar í 100 metra bringusundi og hefur ekki tapað í greininni í sjö ár á sama tíma og hann hefur slegið heimsmetið fimm sinnum. Sigur Tom Daley og Matty Lee í samhæfðum dýfingum af tíu metra palli kom aftur á móti mun meira á óvart. Þeir Daley og Lee höfðu þar betur í baráttu við kínverska parið Cao Yuan og Chen Aisen. Hinn 27 ára gamli Daley er að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum en var að vinna sín fyrstu gullverðlaun. Daley og Lee fengu 471.81 stig á móti 470.58 stigum hjá þeim kínversku. Kínverjar vinna þar með ekki alla átta greinarnar í dýfingum á þessum Ólympíuleikum. Þriðja Ólympíugull dagsins var síðan hjá Thomas Pidcock í fjallahjólreiðum. Hann kom í mark á 1:25:14 klst. og var 20 sekúndum á undan Mathias Flückiger frá Sviss. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Sund Dýfingar Hjólreiðar Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Bretarnir sjálfir eru farnir að tala um „Magic Monday“ eða „Magnaðan mánudag“ eftir uppskeru sína í keppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Þetta eru fyrstu þrjú gullverðlaun Breta á leikunun í ár. Þetta eru enn fremur fimmtu Ólympíuleikarnir í röð þar sem Bretar ná þremur gullverðlaunum eða fleiri á sama deginum en fyrir ÓL í Aþenu 2004 hafði það aðeins gerst tvisvar sinnum hjá þeim. Adam Peaty Tom Daley and Matty Lee Tom Pidcock Alex Yee It's been an incredible day for Team GB so far at the Tokyo Olympics! #bbcolympics #tokyo2020 #teamgb— BBC Sport (@BBCSport) July 26, 2021 Besti dagur Breta á Ólympíuleikum er laugardagurinn 4. ágúst 2012 þegar Bretar unnu sex gullverðlaun á sama deginum. Dagurinn byrjaði á því að Adam Peaty vann gull í 100 metra bringusundi þegar hann kom í mark á 57,37 sekúndum og varð um leið fyrsti breski sundmaðurinn sem nær að verja Ólympíugull á milli leikja. Það er ekki hægt að segja að sigur Peaty hafi komið á óvart því hann á sextán hröðustu tíma sögunnar í 100 metra bringusundi og hefur ekki tapað í greininni í sjö ár á sama tíma og hann hefur slegið heimsmetið fimm sinnum. Sigur Tom Daley og Matty Lee í samhæfðum dýfingum af tíu metra palli kom aftur á móti mun meira á óvart. Þeir Daley og Lee höfðu þar betur í baráttu við kínverska parið Cao Yuan og Chen Aisen. Hinn 27 ára gamli Daley er að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum en var að vinna sín fyrstu gullverðlaun. Daley og Lee fengu 471.81 stig á móti 470.58 stigum hjá þeim kínversku. Kínverjar vinna þar með ekki alla átta greinarnar í dýfingum á þessum Ólympíuleikum. Þriðja Ólympíugull dagsins var síðan hjá Thomas Pidcock í fjallahjólreiðum. Hann kom í mark á 1:25:14 klst. og var 20 sekúndum á undan Mathias Flückiger frá Sviss.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Sund Dýfingar Hjólreiðar Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira