Þrettán ára gömul með Ólympíugull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 09:01 Momiji Nishiya sýnir gullverðlaunin sem hún vann í nótt. AP/Ben Curtis Japanska hjólabrettakonan Nishiya Momiji vann í nótt Ólympíugull í götukeppni á hjólabrettum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Heimakonan hafði betur eftir mikla baráttu við hina brasilísku Rayssu Leal. Momiji endaði með 15,26 stig en Leal varð önnur með 14,64 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á hjólabrettum á Ólympíuleikum en það var ekki það eina sögulega við keppnina. THIRTEEN YEAR OLDS on the podium Momiji Nishiya and Rayssa Leal took home Gold and Silver in the women s street finals! pic.twitter.com/tgrcKxnIY5— SportsCenter (@SportsCenter) July 26, 2021 Það sem vekur nefnilega sérstaka athygli er að gull og silfurverðlaunahafarnir eru báðar bara þrettán ára gamlar. Nishiya Momiji er fædd 30. ágúst 2007 og er því komin með Ólympíugull um hálsinn aðeins þrettán ára og 330 daga gömul. Rayssa Leal er fædd í janúar 2008 og er því enn yngri. Momiji er þriðji yngsti gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum frá upphafi. Metið á ennþá hin bandaríska Marjorie Gestring sem vann gull í dýfingum á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 þá aðeins 13 ára og 267 daga gömul eða 63 dögum yngri en Nishiya. She's 13 years old. She's a skateboarder. And she's an Olympic gold medalist. Momiji Nishiya of Japan takes in the women's street final at #Tokyo2020. https://t.co/AXfeHMXiAz— The New York Times (@nytimes) July 26, 2021 Momiji hafði unnið silfur á heimsmeistaramótinu en heimsmeistarinn, Aori Nishimura, varð bara áttunda í úrslitunum í nótt. Hún er nítján ára gömul. Rayssa Leal fékk brons á HM. Funa Nakayama frá Japan, sem er sextán ára, var efst eftir undanrásirnar en varð að sætta sig við að fá bronsverðlaunin. Nishiya kláraði sínar æfingar á undan og þær Rayssa og Funa fengu því tækifæri til að komast upp fyrir hana í lokatilraun sinni. Rayssa datt í sinni æfingu og Funa gerði líka mistök. Á pallinum voru því tvær þrettán ára stelpur og ein sextán ára. Meðalaldur verðlaunahafa í greininni var því aðeins fjórtán ár. Momiji Nishiya wins the first #gold in women's #skateboarding.She s only 13. #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/c1Q4Iq0KKw— (@ayshardzn) July 26, 2021 Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Hjólabretti Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Sjá meira
Heimakonan hafði betur eftir mikla baráttu við hina brasilísku Rayssu Leal. Momiji endaði með 15,26 stig en Leal varð önnur með 14,64 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á hjólabrettum á Ólympíuleikum en það var ekki það eina sögulega við keppnina. THIRTEEN YEAR OLDS on the podium Momiji Nishiya and Rayssa Leal took home Gold and Silver in the women s street finals! pic.twitter.com/tgrcKxnIY5— SportsCenter (@SportsCenter) July 26, 2021 Það sem vekur nefnilega sérstaka athygli er að gull og silfurverðlaunahafarnir eru báðar bara þrettán ára gamlar. Nishiya Momiji er fædd 30. ágúst 2007 og er því komin með Ólympíugull um hálsinn aðeins þrettán ára og 330 daga gömul. Rayssa Leal er fædd í janúar 2008 og er því enn yngri. Momiji er þriðji yngsti gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum frá upphafi. Metið á ennþá hin bandaríska Marjorie Gestring sem vann gull í dýfingum á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 þá aðeins 13 ára og 267 daga gömul eða 63 dögum yngri en Nishiya. She's 13 years old. She's a skateboarder. And she's an Olympic gold medalist. Momiji Nishiya of Japan takes in the women's street final at #Tokyo2020. https://t.co/AXfeHMXiAz— The New York Times (@nytimes) July 26, 2021 Momiji hafði unnið silfur á heimsmeistaramótinu en heimsmeistarinn, Aori Nishimura, varð bara áttunda í úrslitunum í nótt. Hún er nítján ára gömul. Rayssa Leal fékk brons á HM. Funa Nakayama frá Japan, sem er sextán ára, var efst eftir undanrásirnar en varð að sætta sig við að fá bronsverðlaunin. Nishiya kláraði sínar æfingar á undan og þær Rayssa og Funa fengu því tækifæri til að komast upp fyrir hana í lokatilraun sinni. Rayssa datt í sinni æfingu og Funa gerði líka mistök. Á pallinum voru því tvær þrettán ára stelpur og ein sextán ára. Meðalaldur verðlaunahafa í greininni var því aðeins fjórtán ár. Momiji Nishiya wins the first #gold in women's #skateboarding.She s only 13. #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/c1Q4Iq0KKw— (@ayshardzn) July 26, 2021
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Hjólabretti Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Sjá meira