Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2021 17:41 Flestir í ferðinni útskrifuðust frá Flensborg í vor. Vísir/Vilhelm Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld. Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskólans, segir í samtali við Vísi að ferðin hafi hvorki verið á vegum skólans né nemendafélags. Óneitanlega sé um að ræða leiðinlegar fregnir nú undir lok sumars. DV greindi fyrst frá málinu en flestir í ferðinni útskrifuðust frá skólanum í vor. Hópurinn kom til Íslands með erlendu leiguflugi auk annarra farþega. Samkvæmt heimildum Vísis var ekki búið að senda alla farþega vélarinnar í sóttkví fyrr í dag og hefur það leitt til mikillar óvissu meðal farþega. Að sögn almannavarna er þó öllum um borð gert að fara í sóttkví og eiga nú allir að vera búnir að fá sent boð þess efnis. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, hvetur farþega sem eru efins um stöðu sína til að nýta sér netspjallið á Covid.is. Stilltir og flottir krakkar Erla segist hafa komið batakveðjum á ferðalangana og beðið þá um að fara varlega. Hún hefur fulla trú á því að stúdentarnir hafi fylgt helstu tilmælum þar sem þeir þekki þessar reglur „Þau eru hlýðin og við erum nú vön ýmsu í framhaldsskólanum. Þau kunna allar þessar reglur, hafa staðið sig ofboðslega vel og fengu ítrekað hrós í vetur. Þetta eru stilltir og flottir krakkar en auðvitað er líf og fjör þegar maður er nítján eða tvítugur og fer í sína fyrstu ferð saman,“ segir Erla. Fréttin var uppfærð klukkan 18:35 með upplýsingum frá almannavörnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskólans, segir í samtali við Vísi að ferðin hafi hvorki verið á vegum skólans né nemendafélags. Óneitanlega sé um að ræða leiðinlegar fregnir nú undir lok sumars. DV greindi fyrst frá málinu en flestir í ferðinni útskrifuðust frá skólanum í vor. Hópurinn kom til Íslands með erlendu leiguflugi auk annarra farþega. Samkvæmt heimildum Vísis var ekki búið að senda alla farþega vélarinnar í sóttkví fyrr í dag og hefur það leitt til mikillar óvissu meðal farþega. Að sögn almannavarna er þó öllum um borð gert að fara í sóttkví og eiga nú allir að vera búnir að fá sent boð þess efnis. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, hvetur farþega sem eru efins um stöðu sína til að nýta sér netspjallið á Covid.is. Stilltir og flottir krakkar Erla segist hafa komið batakveðjum á ferðalangana og beðið þá um að fara varlega. Hún hefur fulla trú á því að stúdentarnir hafi fylgt helstu tilmælum þar sem þeir þekki þessar reglur „Þau eru hlýðin og við erum nú vön ýmsu í framhaldsskólanum. Þau kunna allar þessar reglur, hafa staðið sig ofboðslega vel og fengu ítrekað hrós í vetur. Þetta eru stilltir og flottir krakkar en auðvitað er líf og fjör þegar maður er nítján eða tvítugur og fer í sína fyrstu ferð saman,“ segir Erla. Fréttin var uppfærð klukkan 18:35 með upplýsingum frá almannavörnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira