Kría sendir pillu á Gróttu og Seltjarnarnesbæ - „Ný lið eru ekki velkomin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 16:05 Handknattleikslið Kríu hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem staðfest er að liðið muni ekki vera á meðal keppnisliða í Olís-deild karla á næsta tímabili, og hefur félagið verið lagt niður. Það er vegna aðstöðuleysis þar sem félagið sendir væna pillu til bæði Gróttu og bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Kría var stofnuð fyrir tveimur árum af leikmönnum sem höfðu leikið saman um árabil í yngri flokkum Gróttu með góðum árangri. Liðið fékk aðstöðu hjá Gróttu undir æfingar sínar og leiki í neðri deildunum. Liðið náði frábærum árangri í vetur er það vann sér sæti í Olís-deildinni eftir sigur á Víkingi í umspili en í yfirlýsingunni segir að vikurnar eftir að sætið var tryggt hafi verið strembnar. „Vikurnar eftir að liðið tryggði sæti sitt í deildinni hófu forsvarsmenn liðsins strax vinnu við þátttöku liðsins í Olís-deildinni enda var alltaf stefnan frá upphafi sett á að taka þátt, þrátt fyrir orð ýmissa sófasérfræðinga sem haldið hafa öðru fram síðastliðna daga og í raun frá upphafi,“ segir í yfirlýsingu Kríu. Uppfært: Grótta hefur svarað yfirlýsingu Kríu sem sjá má hér. #Kría4life pic.twitter.com/QyMyQTw4gn— Kría - Handbolti (@KHandbolti) July 25, 2021 Sú vinna gekk hins vegar ekki eins vel og vonast var til. Kría fékk ekki þá tíma sem félagið óskaði eftir hjá Gróttu, engin lausn fannst, jafnvel þegar leitað var til Seltjarnarnesbæjar, og leituðu Kríumenn því annað. „Fyrrum samstarfsfélag okkar, Grótta, sá okkur ekki sem verðugan samstarfsaðila fyrir komandi vetur og töldu kröfu okkar um 2x æfingatíma í viku og 11 heimaleiki yfir 10 mánaða tímabil til of mikils ætlað og þrátt fyrir að við höfum spilað stoltir með merki Seltjarnarness á bringunni þá höfðu bæjaryfirvöld takmarkaðan áhuga á að beita sér í málinu og urðum við því án heimavallar,“ „Forsvarsmenn liðsins létu ekki deigan síga og ræddu við 8 íþróttafélög og ýmis bæjarfélög með það að markmiði að komast að, æfa og verðar fulltrúar þeirra í efstu deild handboltans.“ Hvergi komst Kría að og var ákvörðunin því tekin að draga liðið úr keppni í Olís-deildinni, líkt greint var frá fyrr í vikunni. Liðið verður þá lagt niður þar sem það hefur hvergi aðstöðu. Í tilkynningunni segir að þetta sé öðrum liðum víti til varnaðar. „Við vonum einnig að Kría verði íþróttahreyfingunni víti til varnaðar. Ný lið í dag eru ekki velkomin, þau raska of miklu og er enginn vettvangur fyrir ný lið að feta sér rúms og ná árangri. Það er okkar von að uppgangur Kríu auðveldi næsta býja liði sem er til í að taka slaginn að komast að.“ segir í tilkynningunni sem má sjá í heild sinni að ofan. Víkingur frá Reykjavík þykir líklegastur til að taka sæti Kríu í Olís-deildinni en liðið er fremst í röðinni samkvæmt reglum HSÍ eftir að hafa tapað í umspilinu. Næst á eftir koma Þór frá Akureyri og ÍR sem féllu úr Olís-deildinni í vor. Víkingur var síðast í efstu deild veturinn 2017-18 og féll þá aftur niður á fyrsta ári. Þá hlaut liðið sæti í deildinni við svipaðar aðstæður þegar KR dró lið sitt úr keppni vegna aðstöðumála, rétt eins og Kría nú. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Kría Grótta Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Kría var stofnuð fyrir tveimur árum af leikmönnum sem höfðu leikið saman um árabil í yngri flokkum Gróttu með góðum árangri. Liðið fékk aðstöðu hjá Gróttu undir æfingar sínar og leiki í neðri deildunum. Liðið náði frábærum árangri í vetur er það vann sér sæti í Olís-deildinni eftir sigur á Víkingi í umspili en í yfirlýsingunni segir að vikurnar eftir að sætið var tryggt hafi verið strembnar. „Vikurnar eftir að liðið tryggði sæti sitt í deildinni hófu forsvarsmenn liðsins strax vinnu við þátttöku liðsins í Olís-deildinni enda var alltaf stefnan frá upphafi sett á að taka þátt, þrátt fyrir orð ýmissa sófasérfræðinga sem haldið hafa öðru fram síðastliðna daga og í raun frá upphafi,“ segir í yfirlýsingu Kríu. Uppfært: Grótta hefur svarað yfirlýsingu Kríu sem sjá má hér. #Kría4life pic.twitter.com/QyMyQTw4gn— Kría - Handbolti (@KHandbolti) July 25, 2021 Sú vinna gekk hins vegar ekki eins vel og vonast var til. Kría fékk ekki þá tíma sem félagið óskaði eftir hjá Gróttu, engin lausn fannst, jafnvel þegar leitað var til Seltjarnarnesbæjar, og leituðu Kríumenn því annað. „Fyrrum samstarfsfélag okkar, Grótta, sá okkur ekki sem verðugan samstarfsaðila fyrir komandi vetur og töldu kröfu okkar um 2x æfingatíma í viku og 11 heimaleiki yfir 10 mánaða tímabil til of mikils ætlað og þrátt fyrir að við höfum spilað stoltir með merki Seltjarnarness á bringunni þá höfðu bæjaryfirvöld takmarkaðan áhuga á að beita sér í málinu og urðum við því án heimavallar,“ „Forsvarsmenn liðsins létu ekki deigan síga og ræddu við 8 íþróttafélög og ýmis bæjarfélög með það að markmiði að komast að, æfa og verðar fulltrúar þeirra í efstu deild handboltans.“ Hvergi komst Kría að og var ákvörðunin því tekin að draga liðið úr keppni í Olís-deildinni, líkt greint var frá fyrr í vikunni. Liðið verður þá lagt niður þar sem það hefur hvergi aðstöðu. Í tilkynningunni segir að þetta sé öðrum liðum víti til varnaðar. „Við vonum einnig að Kría verði íþróttahreyfingunni víti til varnaðar. Ný lið í dag eru ekki velkomin, þau raska of miklu og er enginn vettvangur fyrir ný lið að feta sér rúms og ná árangri. Það er okkar von að uppgangur Kríu auðveldi næsta býja liði sem er til í að taka slaginn að komast að.“ segir í tilkynningunni sem má sjá í heild sinni að ofan. Víkingur frá Reykjavík þykir líklegastur til að taka sæti Kríu í Olís-deildinni en liðið er fremst í röðinni samkvæmt reglum HSÍ eftir að hafa tapað í umspilinu. Næst á eftir koma Þór frá Akureyri og ÍR sem féllu úr Olís-deildinni í vor. Víkingur var síðast í efstu deild veturinn 2017-18 og féll þá aftur niður á fyrsta ári. Þá hlaut liðið sæti í deildinni við svipaðar aðstæður þegar KR dró lið sitt úr keppni vegna aðstöðumála, rétt eins og Kría nú. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Kría Grótta Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira