Foreldrar í uppnámi eftir að ógnandi hópur kastaði eggjum í þátttakendur ReyCup Eiður Þór Árnason skrifar 23. júlí 2021 11:18 Hópurinn hefur setið um Laugarnesskóla og Laugarlækjaskóla Reykjavíkurborg Mikil ókyrrð ríkir meðal keppenda og foreldra á fótboltamótinu ReyCup eftir að hópur ungmenna kastaði eggjum í keppendur á aldrinum 13 til 16 ára. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Framkvæmdastjóri mótsins segir að um skipulagðan verknað sé að ræða. Hópurinn hafi setið um gististaði keppenda í Laugarnesskóla og Laugarlækjaskóla frá klukkan tíu til miðnættis síðustu tvo daga og látið til skarar skríða. Að sögn vitna voru aðilarnir ógnandi og á aldrinum 18 til 20 ára. Hafa ferðatöskur, föt og dýnur meðal annars orðið fyrir barðinu á eggjakastinu. „Það versta er að börnin hafa einnig orðið fyrir þessari eggjaskothríð,“ segir Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri ReyCup. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt. Við vonum auðvitað að þetta hætti og að þeir sem hafi orðið fyrir þessu fái að njóta restarinnar af mótinu.“ Gunnhildur segir að stjórn mótsins hafi átt í góðum samskiptum við lögreglu sem hafi undir höndum upptökur úr öryggismyndavélum á skólalóðunum. Stjórnin hvetur fólk til að hafa augun opin næstu daga og láta lögreglu vita ef það verður vart við hópinn. Keppandi greindist smitaður í gær Keppandi í 4. flokki á mótinu greindist með kórónuveiruna seint í gær og eru tvö lið á mótinu komin í sóttkví. Ekki er gert ráð fyrir að smitið hafi áhrif á framgang mótsins. Gunnhildur segir vel gætt að sóttvörnum á mótinu og tekið mið af leiðbeiningum almannavarna. Eru takmarkanir nú með svipuðu fyrirkomulagi og þegar mótið var síðast haldið í fyrra. Sem hluti af því er meðal annars búið að takmarka aðgengi að öllu húsnæði, banna umferð annarra en keppenda og liðsstjóra á gististöðum og hvetja fólk til að dreifa sér vel um keppnissvæðið. Knattspyrnumótið stendur fram á sunnudag og segir Gunnhildur að skipuleggjendur fylgist nú vel með fyrirhuguðum sóttvarnaaðgerðum. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi klukkan 16 í dag. Íþróttir barna Lögreglumál ReyCup Tengdar fréttir Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Framkvæmdastjóri mótsins segir að um skipulagðan verknað sé að ræða. Hópurinn hafi setið um gististaði keppenda í Laugarnesskóla og Laugarlækjaskóla frá klukkan tíu til miðnættis síðustu tvo daga og látið til skarar skríða. Að sögn vitna voru aðilarnir ógnandi og á aldrinum 18 til 20 ára. Hafa ferðatöskur, föt og dýnur meðal annars orðið fyrir barðinu á eggjakastinu. „Það versta er að börnin hafa einnig orðið fyrir þessari eggjaskothríð,“ segir Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri ReyCup. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt. Við vonum auðvitað að þetta hætti og að þeir sem hafi orðið fyrir þessu fái að njóta restarinnar af mótinu.“ Gunnhildur segir að stjórn mótsins hafi átt í góðum samskiptum við lögreglu sem hafi undir höndum upptökur úr öryggismyndavélum á skólalóðunum. Stjórnin hvetur fólk til að hafa augun opin næstu daga og láta lögreglu vita ef það verður vart við hópinn. Keppandi greindist smitaður í gær Keppandi í 4. flokki á mótinu greindist með kórónuveiruna seint í gær og eru tvö lið á mótinu komin í sóttkví. Ekki er gert ráð fyrir að smitið hafi áhrif á framgang mótsins. Gunnhildur segir vel gætt að sóttvörnum á mótinu og tekið mið af leiðbeiningum almannavarna. Eru takmarkanir nú með svipuðu fyrirkomulagi og þegar mótið var síðast haldið í fyrra. Sem hluti af því er meðal annars búið að takmarka aðgengi að öllu húsnæði, banna umferð annarra en keppenda og liðsstjóra á gististöðum og hvetja fólk til að dreifa sér vel um keppnissvæðið. Knattspyrnumótið stendur fram á sunnudag og segir Gunnhildur að skipuleggjendur fylgist nú vel með fyrirhuguðum sóttvarnaaðgerðum. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi klukkan 16 í dag.
Íþróttir barna Lögreglumál ReyCup Tengdar fréttir Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35
Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06