Árásir á Gyðinga færast í aukana Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 22. júlí 2021 14:01 Eftir nýliðna átakahrinu á milli Ísraelsríkis og Hamassamtakanna ríkir nú brothættur friður fyrir botni Miðjarðarhafs. Atburðarásin var fyrirsjáanleg hvort sem litið er á átökin sjálf eða viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Vestrænir fjölmiðlar kepptust sem fyrr við að mála sem versta mynd af Ísrael samhliða því að breiða yfir hryðjuverkastarfsemi Hamassamtakanna og annarra palestínskra hópa. Óvönduð fjölmiðlaumfjöllun um átökin hefur haft neikvæðar afleiðingar víða um heim. Til eru einstaklingar sem eru þeirrar skoðunar að Gyðingar ættu að hafa sig burt frá Ísraelsríki. Áhangendur þessarar hugmyndar er að finna víða um Vesturlönd. Maður myndi ætla að þetta fólk myndi í það minnsta reyna að sanna fyrir Gyðingum að þeir geti átt sér gott og öruggt líf á Vesturlöndum. Þvert á móti færast ofsóknir gegn Gyðingum alltaf í aukana þegar fjölmiðlar auka neikvæða umfjöllun sína um Ísrael. Þeir sem eiga upptökin að þessum ofsóknum virðast einmitt vera þeir sem vilja Gyðinga burt frá Ísrael. Það er augljóst að frá þeirra bæjardyrum séð eigi Gyðingar ekki að eiga sér samastað nokkurs staðar í heiminum. Undanfarna tvo mánuði voru árásir og hótanir í garð Gyðinga fleiri og alvarlegri en þær hafa verið í marga áratugi. Í lok maí mældist 500% aukning árása á Gyðinga í Bretlandi. Meðlimum Gyðingasamfélagsins þar bárust einnig morðhótanir og nauðgunarhótanir. Í nýrri öldu hatursorðræðu og árása gegn Gyðingum í Bandaríkjunum var rabbíni stunginn fyrir utan sýnagógu í Boston. Samtímis á meginlandi Evrópu hefur árásum á Gyðinga fjölgað ásamt aukinni opinberri tjáningu Gyðingahaturs, meðal annars á útifundum stuðningsmanna Palestínu. Vestræn yfirvöld hafa lítið sem ekkert aðhafst til að sporna við þessari þróun. Andstæðingar Ísraels hafa sýnt fram á að um þessar mundir eigi Gyðingar sér ekki öruggt athvarf á Vesturlöndum. Þessi ofsóknaralda er næg ástæða til að réttlæta tilvist Ísraelsríkis sem sérstaks athvarfs fyrir Gyðinga. Lífið í Ísrael er ekki án áhættu en engu að síður kjósa sífellt fleiri Gyðingar að flytja þangað. Þar er að minnsta kosti öruggt að yfirvöld geri það sem þau geta til að vernda Gyðinga gagnvart aðsteðjandi ógn ólíkt Vestrænum ríkjum. Takist öfgahópum að fæla Gyðinga frá Vesturlöndum mun það skaða menningarlega fjölbreytni og trúverðugleika Vesturlanda á alþjóðlegum vettvangi. Sama hvað gengur á fyrir botni Miðjarðarhafs eiga árásir og hatursorðræða gegn Gyðingum aldrei að viðgangast. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Tengdar fréttir Hremmingar friðarsinna á Gazasvæðinu Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein um Rami Aman, 39 ára friðarsinna frá Gazasvæðinu. Hamas-samtökin höfðu fært hann í fangelsi fyrir þann glæp að skipuleggja Zoom-fund með ísraelskum friðarsinnum. 6. apríl 2021 10:30 Palestínsk yfirvöld í slæmum félagsskap Í síðustu viku greindi Reuters-fréttaveitan frá birtingu tillögu að stofnun fyrirhugaðra alþjóðasamtaka. Sextán aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ásamt ríkisstjórn Palestínu koma að tillögunni. Þeirra á meðal eru Íran, Kína, Norður-Kórea, Rússland, Sýrland og Venesúela. 18. mars 2021 07:31 Ímyndum okkur að ég starfi á hönnunarstofu Stofan er ein sú virtasta á landinu og hjá henni starfa um 100 hönnuðir. Viðskiptavinir stofunnar eru af öllum þjóðfélagsgerðum og -stigum og biðja um allskonar hönnun, allt frá hnífapörum og skóreimum til klósettseta og hringstiga. 1. mars 2021 17:30 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Eftir nýliðna átakahrinu á milli Ísraelsríkis og Hamassamtakanna ríkir nú brothættur friður fyrir botni Miðjarðarhafs. Atburðarásin var fyrirsjáanleg hvort sem litið er á átökin sjálf eða viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Vestrænir fjölmiðlar kepptust sem fyrr við að mála sem versta mynd af Ísrael samhliða því að breiða yfir hryðjuverkastarfsemi Hamassamtakanna og annarra palestínskra hópa. Óvönduð fjölmiðlaumfjöllun um átökin hefur haft neikvæðar afleiðingar víða um heim. Til eru einstaklingar sem eru þeirrar skoðunar að Gyðingar ættu að hafa sig burt frá Ísraelsríki. Áhangendur þessarar hugmyndar er að finna víða um Vesturlönd. Maður myndi ætla að þetta fólk myndi í það minnsta reyna að sanna fyrir Gyðingum að þeir geti átt sér gott og öruggt líf á Vesturlöndum. Þvert á móti færast ofsóknir gegn Gyðingum alltaf í aukana þegar fjölmiðlar auka neikvæða umfjöllun sína um Ísrael. Þeir sem eiga upptökin að þessum ofsóknum virðast einmitt vera þeir sem vilja Gyðinga burt frá Ísrael. Það er augljóst að frá þeirra bæjardyrum séð eigi Gyðingar ekki að eiga sér samastað nokkurs staðar í heiminum. Undanfarna tvo mánuði voru árásir og hótanir í garð Gyðinga fleiri og alvarlegri en þær hafa verið í marga áratugi. Í lok maí mældist 500% aukning árása á Gyðinga í Bretlandi. Meðlimum Gyðingasamfélagsins þar bárust einnig morðhótanir og nauðgunarhótanir. Í nýrri öldu hatursorðræðu og árása gegn Gyðingum í Bandaríkjunum var rabbíni stunginn fyrir utan sýnagógu í Boston. Samtímis á meginlandi Evrópu hefur árásum á Gyðinga fjölgað ásamt aukinni opinberri tjáningu Gyðingahaturs, meðal annars á útifundum stuðningsmanna Palestínu. Vestræn yfirvöld hafa lítið sem ekkert aðhafst til að sporna við þessari þróun. Andstæðingar Ísraels hafa sýnt fram á að um þessar mundir eigi Gyðingar sér ekki öruggt athvarf á Vesturlöndum. Þessi ofsóknaralda er næg ástæða til að réttlæta tilvist Ísraelsríkis sem sérstaks athvarfs fyrir Gyðinga. Lífið í Ísrael er ekki án áhættu en engu að síður kjósa sífellt fleiri Gyðingar að flytja þangað. Þar er að minnsta kosti öruggt að yfirvöld geri það sem þau geta til að vernda Gyðinga gagnvart aðsteðjandi ógn ólíkt Vestrænum ríkjum. Takist öfgahópum að fæla Gyðinga frá Vesturlöndum mun það skaða menningarlega fjölbreytni og trúverðugleika Vesturlanda á alþjóðlegum vettvangi. Sama hvað gengur á fyrir botni Miðjarðarhafs eiga árásir og hatursorðræða gegn Gyðingum aldrei að viðgangast. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Hremmingar friðarsinna á Gazasvæðinu Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein um Rami Aman, 39 ára friðarsinna frá Gazasvæðinu. Hamas-samtökin höfðu fært hann í fangelsi fyrir þann glæp að skipuleggja Zoom-fund með ísraelskum friðarsinnum. 6. apríl 2021 10:30
Palestínsk yfirvöld í slæmum félagsskap Í síðustu viku greindi Reuters-fréttaveitan frá birtingu tillögu að stofnun fyrirhugaðra alþjóðasamtaka. Sextán aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ásamt ríkisstjórn Palestínu koma að tillögunni. Þeirra á meðal eru Íran, Kína, Norður-Kórea, Rússland, Sýrland og Venesúela. 18. mars 2021 07:31
Ímyndum okkur að ég starfi á hönnunarstofu Stofan er ein sú virtasta á landinu og hjá henni starfa um 100 hönnuðir. Viðskiptavinir stofunnar eru af öllum þjóðfélagsgerðum og -stigum og biðja um allskonar hönnun, allt frá hnífapörum og skóreimum til klósettseta og hringstiga. 1. mars 2021 17:30
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar