Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2021 15:44 Arnar Sigurðsson er eigandi Santewines SAS. Facebook Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum. Í kæru sinni til lögreglu segir Arnar að stjórnendur ÁTVR hafi haft „horn í síðu“ franska félagsins Santewines SAS allt frá því að fyrirtækið hóf sölu áfengis í netverslun sinni í maí. Áður hafði Arnar krafist þess að kærur ÁTVR yrðu dregnar til baka og afsökunarbeiðni birt í helstu fjölmiðlum. Í kæru ÁTVR til lögreglu og Skattsins er franska félagið sakað um stórfelld skattalagabrot með því að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Þá er fullyrt að félagið hafi ekki virðisaukaskattsnúmer eða heimild til að innheimta virðisaukaskatt hér á landi. ÁTVR borið fram kæru gegn betri vitund Arnar segir ásakanirnar eiga sér „enga stoð í raunveruleikanum.“ Franska félagið hafi fengið skráða kennitölu og virðisaukaskattsnúmer í apríl, áður en netverslunin hóf starfsemi. „Aukinheldur var virðisaukaskattur Santewines SAS ekki fallinn í gjalddaga og því augljóst hverjum sem er, að alls ómögulegt að virðisaukaskatti hefði verið skotið undan. Má því ljóst telja að kærði hafi borið fram kæru sína gegn betri vitund, til þess eins að fá kærða sakaðan um refsiverðan verknað,“ segir í kæru Arnars til lögreglu. „Má ljóst telja að með kæru [Ívars] til lögreglu og skattayfirvalda hafi kærði með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að undirritaður, saklaus maður, yrði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað,“ kemur fram í kærunni. Áfengis og tóbaksverslun ríkisins er farin í hart gegn innlendum netverslunum með áfengi.Vísir/vilhelm Um að ræða málamyndagjörning ÁTVR hefur áður fullyrt að starfsemi Santewines feli í sér brot á einkaleyfi fyrirtækisins á sölu og afhendingu áfengis í smásölu. Viðskiptavinir Santewines geta keypt vörur af franska fyrirtækinu og fengið þær sendar heim eða á afhendingarstaði beint úr vöruhúsi netverslunarinnar á Íslandi. Íslendingum er heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum. ÁTVR segir í kæru sinni að viðskiptin sem franska félagið Santewines SAS bjóði upp á sé „augljós málamyndagjörningur.“ Fullyrt er að vínið sem selt sé til neytenda sé flutt inn af hinu íslenska Sante ehf. en svo selt áfram til Santewines SAS sem selji það svo áfram í gegnum verslun sína. Í millitíðinni flytjist vínin hins vegar ekki milli landa og séu vistuð á sama lagernum sem staðsettur er hér á landi. Ekkert bendi til þess að félagið greiði skatta og skyldur ÁTVR lýsti því yfir þann 17. maí að hafinn væri undirbúningur að beiðni um lögbann á hendur vefverslunum með áfengi og höfðun dómsmáls í framhaldi af því. Arnar veit ekki til þess að sú lögbannsbeiðni hafi nokkurn tímann verið lögð fram. Þann 9. júní birti ÁTVR á heimasíðu sinni aðra tilkynningu þar sem fram kom að hún hefði tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu um meint brot Sante ehf. og fleiri fyrirtækja á „skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt áfengisheildsölu-, áfengisframleiðslu- og áfengisinnflutningsleyfum sem sýslumennirnir hafa gefið út.“ Í lok júnímánaðar kærði ÁTVR svo Arnar, Santewines SAS og Sante ehf. til lögreglu og skattayfirvalda þar sem kallað var eftir rannsókn. Í bréfi til skattstjóra segir meðal annars að „ekkert bendi til þess“ að hið franska félag „greiði af áfenginu skatta og skyldur“ og því felist í starfseminni „undanskot á virðisaukaskatti.“ Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Segir ásakanir ÁTVR vera rógburð og vill afsökunarbeiðni Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisvefverslunarinnar Santewines, segir að allar ásakanir ÁTVR um skattsvik og undanskot séu rógburður. Hann fer fram á að kærurnar verði dregnar til baka og ÁTVR biðjist afsökunar í helstu fjölmiðlum. 19. júlí 2021 12:52 Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum. 21. júlí 2021 15:44 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Í kæru sinni til lögreglu segir Arnar að stjórnendur ÁTVR hafi haft „horn í síðu“ franska félagsins Santewines SAS allt frá því að fyrirtækið hóf sölu áfengis í netverslun sinni í maí. Áður hafði Arnar krafist þess að kærur ÁTVR yrðu dregnar til baka og afsökunarbeiðni birt í helstu fjölmiðlum. Í kæru ÁTVR til lögreglu og Skattsins er franska félagið sakað um stórfelld skattalagabrot með því að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Þá er fullyrt að félagið hafi ekki virðisaukaskattsnúmer eða heimild til að innheimta virðisaukaskatt hér á landi. ÁTVR borið fram kæru gegn betri vitund Arnar segir ásakanirnar eiga sér „enga stoð í raunveruleikanum.“ Franska félagið hafi fengið skráða kennitölu og virðisaukaskattsnúmer í apríl, áður en netverslunin hóf starfsemi. „Aukinheldur var virðisaukaskattur Santewines SAS ekki fallinn í gjalddaga og því augljóst hverjum sem er, að alls ómögulegt að virðisaukaskatti hefði verið skotið undan. Má því ljóst telja að kærði hafi borið fram kæru sína gegn betri vitund, til þess eins að fá kærða sakaðan um refsiverðan verknað,“ segir í kæru Arnars til lögreglu. „Má ljóst telja að með kæru [Ívars] til lögreglu og skattayfirvalda hafi kærði með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að undirritaður, saklaus maður, yrði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað,“ kemur fram í kærunni. Áfengis og tóbaksverslun ríkisins er farin í hart gegn innlendum netverslunum með áfengi.Vísir/vilhelm Um að ræða málamyndagjörning ÁTVR hefur áður fullyrt að starfsemi Santewines feli í sér brot á einkaleyfi fyrirtækisins á sölu og afhendingu áfengis í smásölu. Viðskiptavinir Santewines geta keypt vörur af franska fyrirtækinu og fengið þær sendar heim eða á afhendingarstaði beint úr vöruhúsi netverslunarinnar á Íslandi. Íslendingum er heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum. ÁTVR segir í kæru sinni að viðskiptin sem franska félagið Santewines SAS bjóði upp á sé „augljós málamyndagjörningur.“ Fullyrt er að vínið sem selt sé til neytenda sé flutt inn af hinu íslenska Sante ehf. en svo selt áfram til Santewines SAS sem selji það svo áfram í gegnum verslun sína. Í millitíðinni flytjist vínin hins vegar ekki milli landa og séu vistuð á sama lagernum sem staðsettur er hér á landi. Ekkert bendi til þess að félagið greiði skatta og skyldur ÁTVR lýsti því yfir þann 17. maí að hafinn væri undirbúningur að beiðni um lögbann á hendur vefverslunum með áfengi og höfðun dómsmáls í framhaldi af því. Arnar veit ekki til þess að sú lögbannsbeiðni hafi nokkurn tímann verið lögð fram. Þann 9. júní birti ÁTVR á heimasíðu sinni aðra tilkynningu þar sem fram kom að hún hefði tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu um meint brot Sante ehf. og fleiri fyrirtækja á „skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt áfengisheildsölu-, áfengisframleiðslu- og áfengisinnflutningsleyfum sem sýslumennirnir hafa gefið út.“ Í lok júnímánaðar kærði ÁTVR svo Arnar, Santewines SAS og Sante ehf. til lögreglu og skattayfirvalda þar sem kallað var eftir rannsókn. Í bréfi til skattstjóra segir meðal annars að „ekkert bendi til þess“ að hið franska félag „greiði af áfenginu skatta og skyldur“ og því felist í starfseminni „undanskot á virðisaukaskatti.“
Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Segir ásakanir ÁTVR vera rógburð og vill afsökunarbeiðni Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisvefverslunarinnar Santewines, segir að allar ásakanir ÁTVR um skattsvik og undanskot séu rógburður. Hann fer fram á að kærurnar verði dregnar til baka og ÁTVR biðjist afsökunar í helstu fjölmiðlum. 19. júlí 2021 12:52 Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum. 21. júlí 2021 15:44 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Segir ásakanir ÁTVR vera rógburð og vill afsökunarbeiðni Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisvefverslunarinnar Santewines, segir að allar ásakanir ÁTVR um skattsvik og undanskot séu rógburður. Hann fer fram á að kærurnar verði dregnar til baka og ÁTVR biðjist afsökunar í helstu fjölmiðlum. 19. júlí 2021 12:52
Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum. 21. júlí 2021 15:44