Sjáðu markaveislurnar á Hlíðarenda og í Kópavoginum og hvernig Stólarnir komust upp úr fallsæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2021 15:46 Murielle Tiernan kom Tindastóli á bragðið gegn Fylki. vísir/Hulda Margrét Hvorki fleiri né færri en 24 mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna. Toppliðin unnu bæði fimm marka sigra og Tindastóll komst upp úr fallsæti. Valur hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn og rúllaði yfir Þrótt á heimavelli, 6-1. Ída Marín Hermannsdóttir, Mary Alice Vignola, Lára Kristín Pedersen, Elín Metta Jensen, Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu mörk Valskvenna en Guðrún Gyða Haralz mark Þróttara. Með sigrinum endurheimti Valur toppsætið sem Breiðablik sat í um tveggja klukkustunda skeið eftir 7-2 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli. Heiðdís Lillýjardóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Blika og Chloé Nicole Vande Velde, Selma Sól Magnúsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt markið hver. Agla María Albertsdóttir lagði upp þrjú mörk í leiknum. Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði fyrra mark Eyjakvenna og lagði það síðara upp fyrir Hönnu Kallmaier. ÍBV, sem hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum, er í 7. sæti deildarinnar. Klippa: Markasyrpa 11. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna Á Sauðárkróki unnu nýliðar Tindastóls Fylki, 2-1. Murielle Tiernan og Laura-Roxana Rus skoruðu fyrir Stólana en Helena Ósk Hálfdánardóttir gerði mark Fylkiskvenna. Með sigrinum komst Tindastóll upp úr fallsæti. Þar sitja nú Keflavík og Fylkir. Í gær tapaði Keflavík fyrir Stjörnunni á heimavelli, 1-2. Þetta var fjórða tap Keflvíkinga í röð. Alma Mathiesen kom Stjörnukonum yfir á 5. mínútu en Aerial Chavarin jafnaði fyrir Keflvíkinga átta mínútum fyrir hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark Stjörnunnar sem er í 4. sæti deildarinnar. Þá gerðu Selfoss og Þór/KA 1-1 jafntefli. Karen María Sigurgeirsdóttir kom Akureyringum yfir á 34. mínútu en Eva Núra Abrahamsdóttir jafnaði fyrir Selfyssinga tíu mínútum fyrir leikslok. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur fjarað undan Selfossi sem er í 3. sæti deildarinnar með átján stig, átta stigum á eftir toppliði Vals. Þór/KA, sem hefur gert jafntefli í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum, er í 6. sætinu með þrettán stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá yfirferð Svövu Kristínar Grétarsdóttur yfir 11. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Valur Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Valur hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn og rúllaði yfir Þrótt á heimavelli, 6-1. Ída Marín Hermannsdóttir, Mary Alice Vignola, Lára Kristín Pedersen, Elín Metta Jensen, Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu mörk Valskvenna en Guðrún Gyða Haralz mark Þróttara. Með sigrinum endurheimti Valur toppsætið sem Breiðablik sat í um tveggja klukkustunda skeið eftir 7-2 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli. Heiðdís Lillýjardóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Blika og Chloé Nicole Vande Velde, Selma Sól Magnúsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt markið hver. Agla María Albertsdóttir lagði upp þrjú mörk í leiknum. Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði fyrra mark Eyjakvenna og lagði það síðara upp fyrir Hönnu Kallmaier. ÍBV, sem hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum, er í 7. sæti deildarinnar. Klippa: Markasyrpa 11. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna Á Sauðárkróki unnu nýliðar Tindastóls Fylki, 2-1. Murielle Tiernan og Laura-Roxana Rus skoruðu fyrir Stólana en Helena Ósk Hálfdánardóttir gerði mark Fylkiskvenna. Með sigrinum komst Tindastóll upp úr fallsæti. Þar sitja nú Keflavík og Fylkir. Í gær tapaði Keflavík fyrir Stjörnunni á heimavelli, 1-2. Þetta var fjórða tap Keflvíkinga í röð. Alma Mathiesen kom Stjörnukonum yfir á 5. mínútu en Aerial Chavarin jafnaði fyrir Keflvíkinga átta mínútum fyrir hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark Stjörnunnar sem er í 4. sæti deildarinnar. Þá gerðu Selfoss og Þór/KA 1-1 jafntefli. Karen María Sigurgeirsdóttir kom Akureyringum yfir á 34. mínútu en Eva Núra Abrahamsdóttir jafnaði fyrir Selfyssinga tíu mínútum fyrir leikslok. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur fjarað undan Selfossi sem er í 3. sæti deildarinnar með átján stig, átta stigum á eftir toppliði Vals. Þór/KA, sem hefur gert jafntefli í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum, er í 6. sætinu með þrettán stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá yfirferð Svövu Kristínar Grétarsdóttur yfir 11. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Valur Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira