Sjáðu markaveislurnar á Hlíðarenda og í Kópavoginum og hvernig Stólarnir komust upp úr fallsæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2021 15:46 Murielle Tiernan kom Tindastóli á bragðið gegn Fylki. vísir/Hulda Margrét Hvorki fleiri né færri en 24 mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna. Toppliðin unnu bæði fimm marka sigra og Tindastóll komst upp úr fallsæti. Valur hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn og rúllaði yfir Þrótt á heimavelli, 6-1. Ída Marín Hermannsdóttir, Mary Alice Vignola, Lára Kristín Pedersen, Elín Metta Jensen, Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu mörk Valskvenna en Guðrún Gyða Haralz mark Þróttara. Með sigrinum endurheimti Valur toppsætið sem Breiðablik sat í um tveggja klukkustunda skeið eftir 7-2 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli. Heiðdís Lillýjardóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Blika og Chloé Nicole Vande Velde, Selma Sól Magnúsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt markið hver. Agla María Albertsdóttir lagði upp þrjú mörk í leiknum. Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði fyrra mark Eyjakvenna og lagði það síðara upp fyrir Hönnu Kallmaier. ÍBV, sem hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum, er í 7. sæti deildarinnar. Klippa: Markasyrpa 11. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna Á Sauðárkróki unnu nýliðar Tindastóls Fylki, 2-1. Murielle Tiernan og Laura-Roxana Rus skoruðu fyrir Stólana en Helena Ósk Hálfdánardóttir gerði mark Fylkiskvenna. Með sigrinum komst Tindastóll upp úr fallsæti. Þar sitja nú Keflavík og Fylkir. Í gær tapaði Keflavík fyrir Stjörnunni á heimavelli, 1-2. Þetta var fjórða tap Keflvíkinga í röð. Alma Mathiesen kom Stjörnukonum yfir á 5. mínútu en Aerial Chavarin jafnaði fyrir Keflvíkinga átta mínútum fyrir hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark Stjörnunnar sem er í 4. sæti deildarinnar. Þá gerðu Selfoss og Þór/KA 1-1 jafntefli. Karen María Sigurgeirsdóttir kom Akureyringum yfir á 34. mínútu en Eva Núra Abrahamsdóttir jafnaði fyrir Selfyssinga tíu mínútum fyrir leikslok. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur fjarað undan Selfossi sem er í 3. sæti deildarinnar með átján stig, átta stigum á eftir toppliði Vals. Þór/KA, sem hefur gert jafntefli í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum, er í 6. sætinu með þrettán stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá yfirferð Svövu Kristínar Grétarsdóttur yfir 11. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Valur Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Valur hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn og rúllaði yfir Þrótt á heimavelli, 6-1. Ída Marín Hermannsdóttir, Mary Alice Vignola, Lára Kristín Pedersen, Elín Metta Jensen, Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu mörk Valskvenna en Guðrún Gyða Haralz mark Þróttara. Með sigrinum endurheimti Valur toppsætið sem Breiðablik sat í um tveggja klukkustunda skeið eftir 7-2 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli. Heiðdís Lillýjardóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Blika og Chloé Nicole Vande Velde, Selma Sól Magnúsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt markið hver. Agla María Albertsdóttir lagði upp þrjú mörk í leiknum. Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði fyrra mark Eyjakvenna og lagði það síðara upp fyrir Hönnu Kallmaier. ÍBV, sem hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum, er í 7. sæti deildarinnar. Klippa: Markasyrpa 11. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna Á Sauðárkróki unnu nýliðar Tindastóls Fylki, 2-1. Murielle Tiernan og Laura-Roxana Rus skoruðu fyrir Stólana en Helena Ósk Hálfdánardóttir gerði mark Fylkiskvenna. Með sigrinum komst Tindastóll upp úr fallsæti. Þar sitja nú Keflavík og Fylkir. Í gær tapaði Keflavík fyrir Stjörnunni á heimavelli, 1-2. Þetta var fjórða tap Keflvíkinga í röð. Alma Mathiesen kom Stjörnukonum yfir á 5. mínútu en Aerial Chavarin jafnaði fyrir Keflvíkinga átta mínútum fyrir hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark Stjörnunnar sem er í 4. sæti deildarinnar. Þá gerðu Selfoss og Þór/KA 1-1 jafntefli. Karen María Sigurgeirsdóttir kom Akureyringum yfir á 34. mínútu en Eva Núra Abrahamsdóttir jafnaði fyrir Selfyssinga tíu mínútum fyrir leikslok. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur fjarað undan Selfossi sem er í 3. sæti deildarinnar með átján stig, átta stigum á eftir toppliði Vals. Þór/KA, sem hefur gert jafntefli í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum, er í 6. sætinu með þrettán stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá yfirferð Svövu Kristínar Grétarsdóttur yfir 11. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Valur Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira