Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2021 12:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og þrjátíu og átta utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina, samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni. „Við sjáum líka á þessum niðurstöðum frá raðgreiningu hjá Íslenskri erfðagreiningu að þetta eru margar tegundir af delta-afbrigðinu sem segir að þetta hefur lekið ansi mikið gegnum landamærin,“ segir Þórólfur. Flestir smituðu með Janssen Enn sem komið er tengist flestir smituðum sem voru á skemmtistaðnum Bankastræti club og hóp sem fór til London í kringum úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu. „Auk þess var einstaklingur lagður inn á Landspítalann í gær með öndunarerfiðleika og lungnabólgu, fullbólusettur, þannig að þetta er að raungerast þessar áhyggjur sem maður hafði.“ Þá hefur ekki tekist að ráða í mun á veikindum eftir því hvaða bóluefni smitaðir hafa fengið. „Hins vegar hafa flestir sem eru að veikjast núna fengið Janssen-bóluefnið en það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Vonar að aðgerðir myndu standa stutt Þórólfur kveðst íhuga innanlandsaðgerðir en gefur ekki upp hvenær hann gæti lagt þær til. Því fyrr því betra þó. „Það eru líka að koma upplýsingar frá Ísrael um aukna tíðni smita og alvarlegra veikinda af völdum Delta-afbrigðisins hjá bólusettum þannig að þetta er óþægilegt og við gætum lent í því sama ef þetta heldur áfram eins og það hefur gert núna,“ segir Þórólfur. Hann á ekki von á hertari aðgerðum á landamærum en taka gildi á miðnætti 27. júlí, samkvæmt tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í dag. „Ef verður farið í takmarkanir innanlands þá vonandi myndu þær standa tiltölulega stuttan tíma og hægt að aflétta tiltölulega fljótt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og þrjátíu og átta utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina, samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni. „Við sjáum líka á þessum niðurstöðum frá raðgreiningu hjá Íslenskri erfðagreiningu að þetta eru margar tegundir af delta-afbrigðinu sem segir að þetta hefur lekið ansi mikið gegnum landamærin,“ segir Þórólfur. Flestir smituðu með Janssen Enn sem komið er tengist flestir smituðum sem voru á skemmtistaðnum Bankastræti club og hóp sem fór til London í kringum úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu. „Auk þess var einstaklingur lagður inn á Landspítalann í gær með öndunarerfiðleika og lungnabólgu, fullbólusettur, þannig að þetta er að raungerast þessar áhyggjur sem maður hafði.“ Þá hefur ekki tekist að ráða í mun á veikindum eftir því hvaða bóluefni smitaðir hafa fengið. „Hins vegar hafa flestir sem eru að veikjast núna fengið Janssen-bóluefnið en það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Vonar að aðgerðir myndu standa stutt Þórólfur kveðst íhuga innanlandsaðgerðir en gefur ekki upp hvenær hann gæti lagt þær til. Því fyrr því betra þó. „Það eru líka að koma upplýsingar frá Ísrael um aukna tíðni smita og alvarlegra veikinda af völdum Delta-afbrigðisins hjá bólusettum þannig að þetta er óþægilegt og við gætum lent í því sama ef þetta heldur áfram eins og það hefur gert núna,“ segir Þórólfur. Hann á ekki von á hertari aðgerðum á landamærum en taka gildi á miðnætti 27. júlí, samkvæmt tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í dag. „Ef verður farið í takmarkanir innanlands þá vonandi myndu þær standa tiltölulega stuttan tíma og hægt að aflétta tiltölulega fljótt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira