Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2021 10:25 Daníel fannst á vettvangi morðsins og var handtekinn samstundis. Myndin er alls ótengd fréttinni. Getty/Jane Tyska Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. Að morgni dags 18. maí fannst Daníel Gunnarsson í bílskúr á heimili stjúpföður síns í Ridgecrest með lík Katie Pham, 21 árs stúlku, við hlið sér. Samkvæmt dómsgögnum sem fréttastofa 17 News hefur undir höndum voru buxur, hendur og háls Daníels útataðar í blóði. Að mati réttarmeinafræðings var Pham stungin til bana en hún var með fjölda stunguáverka á líkama og höfði. Talið er að Daníel hafi notað ísnál við verknaðinn. Daníel var handtekinn á staðnum og játaði fyrir lögreglumönnum að hafa orðið Pham að bana. Þá hafi hann sagt við lögreglumenn þegar þeir spurðu hann út í áverka á höfði Pham: „Ég veit það ekki, ég hlýt að hafa barið hana í höfuðið.“ Samkvæmt frétt DV um málið fluttist Daníel til Kaliforníu með móður sinni, sem var af tékkneskum uppruna, fyrir nokkrum árum. Hann hafi verið búsettur þar í nokkur ár og gengið í gagnfræðiskóla í bænum en faðir Daníels er íslenskur. Hættu saman stuttu fyrir morðið Haft er eftir stjúpföður Daníels í frétt 17 News að Daníel og Pham, sem var skólasystir hans í gagnfræðiskóla, hafi átt í sambandi í stuttan tíma fyrir morðið. Snemma morguns 18. maí hafi Daníel hins vegar tjáð honum að hann væri að ganga í gegn um sambandsslit. Þá hafi systir stjúpföðurins séð Daníel og Pham saman rétt áður en Pham var myrt. Í skýrslutöku hjá lögreglu greindu tveir vinir Daníels frá því að Daníel og Pham hafi verið að hittast en sambandið hafi þó ekki verið alvarlegt. Daníel hafi þó verið í uppnámi vegna þess að Pham bar ekki sömu tilfinningar til hans og hann bar til hennar. Þá hafi Daníel liðið mjög illa andlega og hafi daginn fyrir morðið gert tilraun til að taka eigið líf með því að keyra á vegg. Þá er haft eftir vinkonu Pham að hún hafi orðið vitni að rifrildi milli Pham og Daníels nokkrum dögum fyrir morðið, þar sem Daníel hafi verið nokkuð orðljótur. Þau hafi keyrt til Las Vegas til að sækja vinkonuna og á leiðinni heim hafi Daníel keyrt eins og óður maður vegna þess að Pham var í símanum og sýndi honum ekki athygli. Að lokum hafi vinkonunni tekist að fá Daníel að stoppa bílinn og keyrði hún sjálf það sem eftir var heimferðarinnar. Gengst undir geðrænt mat fyrir réttarhöldin Grunur er um að Daníel hafi neytt fíkniefna fyrir morðið en hann sagðist sjálfur í skýrslutöku hjá lögreglu vera í vímu eftir að hafa neytt maríjúana. Stjúpfaðir Daníels sagðist aðspurður ekki vita til þess að Daníel hafi nokkurn tíma neytt fíkniefna eða glímt við geðræn vandamál. Leiða átti Daníel fyrir dómara í síðustu viku en því var frestað og ákveðið að Daníel skyldi gangast undir geðrænt mat. Vitnaleiðsla í málinu mun fara fram í byrjun ágúst en Daníel situr nú í gæsluvarðhaldi og á hann ekki möguleika á að vera sleppt gegn tryggingu. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mál Daníels Gunnarssonar Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Að morgni dags 18. maí fannst Daníel Gunnarsson í bílskúr á heimili stjúpföður síns í Ridgecrest með lík Katie Pham, 21 árs stúlku, við hlið sér. Samkvæmt dómsgögnum sem fréttastofa 17 News hefur undir höndum voru buxur, hendur og háls Daníels útataðar í blóði. Að mati réttarmeinafræðings var Pham stungin til bana en hún var með fjölda stunguáverka á líkama og höfði. Talið er að Daníel hafi notað ísnál við verknaðinn. Daníel var handtekinn á staðnum og játaði fyrir lögreglumönnum að hafa orðið Pham að bana. Þá hafi hann sagt við lögreglumenn þegar þeir spurðu hann út í áverka á höfði Pham: „Ég veit það ekki, ég hlýt að hafa barið hana í höfuðið.“ Samkvæmt frétt DV um málið fluttist Daníel til Kaliforníu með móður sinni, sem var af tékkneskum uppruna, fyrir nokkrum árum. Hann hafi verið búsettur þar í nokkur ár og gengið í gagnfræðiskóla í bænum en faðir Daníels er íslenskur. Hættu saman stuttu fyrir morðið Haft er eftir stjúpföður Daníels í frétt 17 News að Daníel og Pham, sem var skólasystir hans í gagnfræðiskóla, hafi átt í sambandi í stuttan tíma fyrir morðið. Snemma morguns 18. maí hafi Daníel hins vegar tjáð honum að hann væri að ganga í gegn um sambandsslit. Þá hafi systir stjúpföðurins séð Daníel og Pham saman rétt áður en Pham var myrt. Í skýrslutöku hjá lögreglu greindu tveir vinir Daníels frá því að Daníel og Pham hafi verið að hittast en sambandið hafi þó ekki verið alvarlegt. Daníel hafi þó verið í uppnámi vegna þess að Pham bar ekki sömu tilfinningar til hans og hann bar til hennar. Þá hafi Daníel liðið mjög illa andlega og hafi daginn fyrir morðið gert tilraun til að taka eigið líf með því að keyra á vegg. Þá er haft eftir vinkonu Pham að hún hafi orðið vitni að rifrildi milli Pham og Daníels nokkrum dögum fyrir morðið, þar sem Daníel hafi verið nokkuð orðljótur. Þau hafi keyrt til Las Vegas til að sækja vinkonuna og á leiðinni heim hafi Daníel keyrt eins og óður maður vegna þess að Pham var í símanum og sýndi honum ekki athygli. Að lokum hafi vinkonunni tekist að fá Daníel að stoppa bílinn og keyrði hún sjálf það sem eftir var heimferðarinnar. Gengst undir geðrænt mat fyrir réttarhöldin Grunur er um að Daníel hafi neytt fíkniefna fyrir morðið en hann sagðist sjálfur í skýrslutöku hjá lögreglu vera í vímu eftir að hafa neytt maríjúana. Stjúpfaðir Daníels sagðist aðspurður ekki vita til þess að Daníel hafi nokkurn tíma neytt fíkniefna eða glímt við geðræn vandamál. Leiða átti Daníel fyrir dómara í síðustu viku en því var frestað og ákveðið að Daníel skyldi gangast undir geðrænt mat. Vitnaleiðsla í málinu mun fara fram í byrjun ágúst en Daníel situr nú í gæsluvarðhaldi og á hann ekki möguleika á að vera sleppt gegn tryggingu.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mál Daníels Gunnarssonar Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira