Hertar aðgerðir í ósamræmi við traust á bólusetningum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júlí 2021 22:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óttast að aðgerðir innanlands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag. „Að mínu mati stingur þetta aðeins í stúf við traust okkar á bólusetningum og vonir mínar persónulega, sem stóðu til þess að þegar búið væri að bólusetja eins marga og við mögulega getum hérlendis, að þá stæði ekki ógn af bólusettu fólki sem ferðaðist hingað,“ sagði Áslaug Arna, sem var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Auðvitað er maður alltaf að reyna að horfa til þess að koma lífinu aftur í samt horf, hvort sem það er innanlands eða við landamærin. Og það sem maður hefur kannski áhyggjur af er að þessi rök yrðu síðan einnig notuð til að fara í innanlandstakmarkanir, þegar staðan er bara orðin önnur,“ sagði hún. Næsta verkefni að meta áhrif veirunnar á bólusetta Aðgerðirnar sem voru kynntar í morgun felast í því að allir sem koma til landsins verði að sýna fram á neikvætt próf við Covid-19, einnig þeir sem eru fullbólusettir. Þær taka gildi eftir viku. „Það sem maður spyr sig að er auðvitað bara hvort að reynsla landa sem eru komin langt í bólusetningu viðkvæmra hópa, til dæmis, gefi tilefni til að ætla að álag á heilbrigðiskerfið og útbreiðsla veikindanna réttlæti að nýju umfangsmiklar sóttvarnaráðstafanir. Og það er auðvitað það nýja mat sem að þarf að fara fram; hversu skæð veiran er á bólusett fólk miðað við hvernig hún var þegar bólusetningar voru ekki inni í myndinni,“ sagði Áslaug. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, gagnrýndi ríkisstjórnina í samtali við Vísi í dag eftir að aðgerðirnar voru kynntar. Hann sagði ákvörðunina mikil vonbrigði, fólki í ferðaþjónustunni fyndist hún óskiljanleg og loks að ríkisstjórnin hefði ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnarlækni í þessu máli. Innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Jóhannesar sagði Áslaug: „Þarna var auðvitað farin mildari leið en lögð var til með því að samþykkja líka hraðpróf, sem er talsvert aðgengilegra að fá og ódýrara fyrir fólk. Að sama skapi bind ég auðvitað vonir við það að þessar aðgerðir sé óþarfi en hafi líka ekki of mikil áhrif á þá sem vilja koma hingað til landsins.“ Þó virðist hún óttast að hið gagnstæða muni gerast því síðar í þættinum sagðist hún telja að álag á starfsfólk Keflavíkurflugvallar myndi ekki aukast: „Ég myndi telja að með þessu yrði líklega einhver fækkun í komum hingað. Það eru ekki mörg ef eitthvað land með auknar kröfur á bólusetta ferðamenn,“ sagði hún. „Það er spurning hvort að Ísland verði enn þá jafn spennandi valkostur eftir þessar ákvarðanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
„Að mínu mati stingur þetta aðeins í stúf við traust okkar á bólusetningum og vonir mínar persónulega, sem stóðu til þess að þegar búið væri að bólusetja eins marga og við mögulega getum hérlendis, að þá stæði ekki ógn af bólusettu fólki sem ferðaðist hingað,“ sagði Áslaug Arna, sem var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Auðvitað er maður alltaf að reyna að horfa til þess að koma lífinu aftur í samt horf, hvort sem það er innanlands eða við landamærin. Og það sem maður hefur kannski áhyggjur af er að þessi rök yrðu síðan einnig notuð til að fara í innanlandstakmarkanir, þegar staðan er bara orðin önnur,“ sagði hún. Næsta verkefni að meta áhrif veirunnar á bólusetta Aðgerðirnar sem voru kynntar í morgun felast í því að allir sem koma til landsins verði að sýna fram á neikvætt próf við Covid-19, einnig þeir sem eru fullbólusettir. Þær taka gildi eftir viku. „Það sem maður spyr sig að er auðvitað bara hvort að reynsla landa sem eru komin langt í bólusetningu viðkvæmra hópa, til dæmis, gefi tilefni til að ætla að álag á heilbrigðiskerfið og útbreiðsla veikindanna réttlæti að nýju umfangsmiklar sóttvarnaráðstafanir. Og það er auðvitað það nýja mat sem að þarf að fara fram; hversu skæð veiran er á bólusett fólk miðað við hvernig hún var þegar bólusetningar voru ekki inni í myndinni,“ sagði Áslaug. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, gagnrýndi ríkisstjórnina í samtali við Vísi í dag eftir að aðgerðirnar voru kynntar. Hann sagði ákvörðunina mikil vonbrigði, fólki í ferðaþjónustunni fyndist hún óskiljanleg og loks að ríkisstjórnin hefði ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnarlækni í þessu máli. Innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Jóhannesar sagði Áslaug: „Þarna var auðvitað farin mildari leið en lögð var til með því að samþykkja líka hraðpróf, sem er talsvert aðgengilegra að fá og ódýrara fyrir fólk. Að sama skapi bind ég auðvitað vonir við það að þessar aðgerðir sé óþarfi en hafi líka ekki of mikil áhrif á þá sem vilja koma hingað til landsins.“ Þó virðist hún óttast að hið gagnstæða muni gerast því síðar í þættinum sagðist hún telja að álag á starfsfólk Keflavíkurflugvallar myndi ekki aukast: „Ég myndi telja að með þessu yrði líklega einhver fækkun í komum hingað. Það eru ekki mörg ef eitthvað land með auknar kröfur á bólusetta ferðamenn,“ sagði hún. „Það er spurning hvort að Ísland verði enn þá jafn spennandi valkostur eftir þessar ákvarðanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
„Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36