Covid-19 vs. loftslagsvá? Þórunn Wolfram skrifar 19. júlí 2021 09:00 Snemma árs 2020 lagðist covid 19 heimsfaraldurinn yfir af miklum þunga. Við áttum ekki aðra kosti en að bregðast ofurhratt við og aðlagast gjörbreyttum veruleika hversdagsins. Skelfileg vá sem ýtti heimsbyggðinni í að umbreyta samfélagskerfum, svo að segja yfir nótt. Hérlendis var sú ákvörðun tekin að treysta sérfræðingum til að rýna gögn og spá fyrir um þróun faraldursins innanlands. Ákvarðanir stjórnvalda byggðu svo í flestum tilfellum á tillögum sérfræðinga, sem þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir voru fulltrúar fyrir. Kári Stefánsson hafði einnig mikil áhrif á hvernig okkur tókst að ná utan um og hemja útbreiðslu faraldursins. Skipulagið virkaði afar vel og allir hlutaðeigandi eiga þakkir skildar fyrir að setja vísindalega þekkingu framar pólitíkinni í ákvarðanatöku. Hvað með umhverfis- og loftslagsvánna? Því miður á ekki það sama við þegar kemur að loftslagsvánni, hnignun vistkerfa og mengun lífríkisins. Þar er ekkert þríeyki og engin Kári. Í þeim málum setjum við vísindalega þekkingu almennt ekki í forgrunn né byggjum samþætta pólitíska ákvörðunartöku á henni. Jafnvel þó við vitum að það er eina leiðin til að ná raunverulegum árangri, í átt að lífvænlegri framtíð. Neyðarástand? Við vitum að kolefnishringrás jarðar er úr jafnvægi vegna mannlegra athafna. Meira kolefni er losað en jörðin tekur upp á ný. Mestmegnis vegna bruna á lífrænum leyfum (jarðefnaeldsneyti) sem náttúran var löngu búin að taka úr umferð. Einnig vegna eyðingar á náttúrulegum gróðurlendum, vegna landbúnaðar og ýmissa fleiri þátta. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti vex ár frá ári og meðalhitastig lofthjúps jarðar fer hækkandi. Við vitum að hafið súrnar vegna aukins styrks koltvísýrings, með ófyrirséðum afleiðingum. Við vitum að hærri lofthiti veldur truflun á veðrakerfum jarðar og við sjáum ömurlegar afleiðingar þess um allan heim, svo að segja daglega. Samt bregðumst við ekki við eins og um neyðarástand sé að ræða. Eitraður heimur? Við vitum að jarðvegur, höf, ferskvatn og andrúmsloft hafa mengast allskyns eiturefnum af okkar völdum og vatnsbúskapur hefur raskast víða með áveitukerfum eða ofnotkun á grunnvatni. Við vitum líka að þungmálmar, þrávirk lífræn efni, lyfjaleyfar og örplast sem við skolum út í umhverfið, til að mynda í gegnum fráveitukerfin, safnast upp í fæðukeðjunni og hafa neikvæð áhrif á lífverur. Við vitum að þrávirk efni geta valdið krabbameini, skaðað ónæmiskerfi og minnkað frjósemi og að lyf flokkast sem alþjóðleg ógn við vistkerfi í vatni. Við höfum vitað þetta lengi, en ekki enn brugðist við af þunga. Harðkjarna alvara Umhverfismálin hafa af sumum verið talin til svokallaðra „mjúkra mála“ og fólkið sem talar fyrir þeim talið vera með þrönga sýn á einn afmarkaðan málaflokk. Það er fátt eins fjarri lagi. Umhverfis- og loftslagsmál eru kannski mjúk í augum einhverra, en þau eru fyrst og síðast harðkjarna efnahagsmál, atvinnumál, heilbrigðismál, velferðarmál og menntamál. Umhverfis- og náttúruvernd er einfaldlega lífsspursmál og þarf að verða undirstaða í allri pólitískri stefnumótun og ákvarðanatöku hérlendis, þá sérstaklega hvað varðar auðlindanýtingu. Það er ekki svo í dag, en nú er tækifærið til að breyta því. Stefnumótandi ákvarðanir byggðar á vísindalegum grunni Nýtum okkur reynsluna sem skapaðist í tengslum við covid 19 faraldurinn af þéttu samstarfi sérfræðinga og stjórnvalda. Tengjum saman fjölbreyttan hóp innlendra sérfræðinga til að rýna í stöðu umhverfis- og loftslagsmála út frá vísindalegri þekkingu hverju sinni og felum stjórnvöldum síðan að marka pólitískar áherslur út frá því. Breytum þeim samfélagskerfum tengdum umhverfis- og loftslagsmálum sem þarf að breyta, til að vernda og efla náttúruna. Veljum kjarkaða stjórnmálaforystu sem við treystum til að fylgja tillögum vísindanna og útfæra þær, almenningi og náttúru landsins til heilla. Markmiðið er græn, ábyrg hagstjórn og alþjóðasinnað, frjálslynt og sjálfbært samfélag. Höfundur er með PhD gráðu í umhverfisfræðum og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Snemma árs 2020 lagðist covid 19 heimsfaraldurinn yfir af miklum þunga. Við áttum ekki aðra kosti en að bregðast ofurhratt við og aðlagast gjörbreyttum veruleika hversdagsins. Skelfileg vá sem ýtti heimsbyggðinni í að umbreyta samfélagskerfum, svo að segja yfir nótt. Hérlendis var sú ákvörðun tekin að treysta sérfræðingum til að rýna gögn og spá fyrir um þróun faraldursins innanlands. Ákvarðanir stjórnvalda byggðu svo í flestum tilfellum á tillögum sérfræðinga, sem þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir voru fulltrúar fyrir. Kári Stefánsson hafði einnig mikil áhrif á hvernig okkur tókst að ná utan um og hemja útbreiðslu faraldursins. Skipulagið virkaði afar vel og allir hlutaðeigandi eiga þakkir skildar fyrir að setja vísindalega þekkingu framar pólitíkinni í ákvarðanatöku. Hvað með umhverfis- og loftslagsvánna? Því miður á ekki það sama við þegar kemur að loftslagsvánni, hnignun vistkerfa og mengun lífríkisins. Þar er ekkert þríeyki og engin Kári. Í þeim málum setjum við vísindalega þekkingu almennt ekki í forgrunn né byggjum samþætta pólitíska ákvörðunartöku á henni. Jafnvel þó við vitum að það er eina leiðin til að ná raunverulegum árangri, í átt að lífvænlegri framtíð. Neyðarástand? Við vitum að kolefnishringrás jarðar er úr jafnvægi vegna mannlegra athafna. Meira kolefni er losað en jörðin tekur upp á ný. Mestmegnis vegna bruna á lífrænum leyfum (jarðefnaeldsneyti) sem náttúran var löngu búin að taka úr umferð. Einnig vegna eyðingar á náttúrulegum gróðurlendum, vegna landbúnaðar og ýmissa fleiri þátta. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti vex ár frá ári og meðalhitastig lofthjúps jarðar fer hækkandi. Við vitum að hafið súrnar vegna aukins styrks koltvísýrings, með ófyrirséðum afleiðingum. Við vitum að hærri lofthiti veldur truflun á veðrakerfum jarðar og við sjáum ömurlegar afleiðingar þess um allan heim, svo að segja daglega. Samt bregðumst við ekki við eins og um neyðarástand sé að ræða. Eitraður heimur? Við vitum að jarðvegur, höf, ferskvatn og andrúmsloft hafa mengast allskyns eiturefnum af okkar völdum og vatnsbúskapur hefur raskast víða með áveitukerfum eða ofnotkun á grunnvatni. Við vitum líka að þungmálmar, þrávirk lífræn efni, lyfjaleyfar og örplast sem við skolum út í umhverfið, til að mynda í gegnum fráveitukerfin, safnast upp í fæðukeðjunni og hafa neikvæð áhrif á lífverur. Við vitum að þrávirk efni geta valdið krabbameini, skaðað ónæmiskerfi og minnkað frjósemi og að lyf flokkast sem alþjóðleg ógn við vistkerfi í vatni. Við höfum vitað þetta lengi, en ekki enn brugðist við af þunga. Harðkjarna alvara Umhverfismálin hafa af sumum verið talin til svokallaðra „mjúkra mála“ og fólkið sem talar fyrir þeim talið vera með þrönga sýn á einn afmarkaðan málaflokk. Það er fátt eins fjarri lagi. Umhverfis- og loftslagsmál eru kannski mjúk í augum einhverra, en þau eru fyrst og síðast harðkjarna efnahagsmál, atvinnumál, heilbrigðismál, velferðarmál og menntamál. Umhverfis- og náttúruvernd er einfaldlega lífsspursmál og þarf að verða undirstaða í allri pólitískri stefnumótun og ákvarðanatöku hérlendis, þá sérstaklega hvað varðar auðlindanýtingu. Það er ekki svo í dag, en nú er tækifærið til að breyta því. Stefnumótandi ákvarðanir byggðar á vísindalegum grunni Nýtum okkur reynsluna sem skapaðist í tengslum við covid 19 faraldurinn af þéttu samstarfi sérfræðinga og stjórnvalda. Tengjum saman fjölbreyttan hóp innlendra sérfræðinga til að rýna í stöðu umhverfis- og loftslagsmála út frá vísindalegri þekkingu hverju sinni og felum stjórnvöldum síðan að marka pólitískar áherslur út frá því. Breytum þeim samfélagskerfum tengdum umhverfis- og loftslagsmálum sem þarf að breyta, til að vernda og efla náttúruna. Veljum kjarkaða stjórnmálaforystu sem við treystum til að fylgja tillögum vísindanna og útfæra þær, almenningi og náttúru landsins til heilla. Markmiðið er græn, ábyrg hagstjórn og alþjóðasinnað, frjálslynt og sjálfbært samfélag. Höfundur er með PhD gráðu í umhverfisfræðum og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun