Nokkur erill var hjá lögreglu í gærkvöld og nótt. Þrír voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra reyndist einnig sviptur ökuréttindum.
Tilkynnt var um innbrot í bíl í Hlíðahverfi og í Mosfellsbæ var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki.
Í Mosfellsbæ var einnig tilkynnt um hesta sem gengu lausir.
Á Vesturlandsvegi í Grafarvogi var tilkynnt um eld í hjólhýsi. Engin slys urðu á fólki en hjólhýsið er líklega altjónað. Vísir greindi frá atvikinu í gær.
Í Grafarvogi urðu lögreglumenn varir við stolna bifreið í umferðinni á þriðja tímanum í nótt. Ökumaður og farþegi reyndust í annarlegu ástandi og voru færðir í fangaklefa. Fíkniefni fundust í fórum þeirra.