Markmiðið er ekki að vernda blygðunarkennd ferðamanna Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2021 13:53 Diljá Sigurðardóttir og Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Aðsend/Vísir/Egill Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon segir miklar umræður hafa átt sér stað innan fyrirtækisins eftir að ungri konu var vísað upp úr lóninu fyrir að vera bera að ofan í gær. Hún hefur óskað eftir lögfræðiaðstoð. Í gær var Diljá Sigurðardóttur vísað upp úr Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Framkvæmdarstjóri fyrirtækisins segir margt ekki standast í frásögn Diljár, til að mynda sé ekki rétt að náð hafi verið í framkvæmdastjóra þar sem Dagný er í sumarfríi úti á landi með fjölskyldu sinni. Dagný segir þó að atvikið hafi verið rætt mikið innan fyrirtækisins og verið sé að fara yfir allar reglur, sér í lagi hvort krafa um að konur hylji brjóst sín standist lög. Hún segir regluna til staðar til að tryggja að öllum gestum, hvaðan sem er að úr heiminum, líði vel í lóninu. Lögfræðingur er kominn í málið Dagný segist þegar hafa farið lauslega yfir málið með lögfræðingi en hún segist vilja fá því slegið algjörlega á fast hvort lónið mismuni gestum sínum eftir kyni. „Það er alls ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir hún. Þá verður farið yfir reglur um baðföt í samráði við lögfræðing sem mun kynna sér allar lagalegar hliðar málsins. Vænta má að nýleg lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna muni vega þar þungt á metum. Dagný segir að sama hver ákvörðunin verði varðandi reglur um klæðaburð gesta verði skilmálar fyrirtækisins gerðir skýrari. Diljá sagði einmitt í samtali við fréttastofu í gær að hún hefði lesið skilmála Sky Lagoon í þaula áður en hún ákvað að fara ber að ofan í lónið. Ekkert hafi komið fram þar sem skyldaði konur til hylja brjóst sín. Dagný segir að reglum um baðfatnað kvenna sé ekki ætlað að vernda blygðunarkennd erlendra ferðamanna. Ætlunin hafi verið að feta hinn gullna meðalveg milli hefða og annarra sjónarmiða. „Það er bara áhættuminni ákvörðun og við tókum þá ákvörðun á sínum tíma. Svo þurfum við bara að sjá hvort það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki,“ segir Dagný. Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Í gær var Diljá Sigurðardóttur vísað upp úr Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Framkvæmdarstjóri fyrirtækisins segir margt ekki standast í frásögn Diljár, til að mynda sé ekki rétt að náð hafi verið í framkvæmdastjóra þar sem Dagný er í sumarfríi úti á landi með fjölskyldu sinni. Dagný segir þó að atvikið hafi verið rætt mikið innan fyrirtækisins og verið sé að fara yfir allar reglur, sér í lagi hvort krafa um að konur hylji brjóst sín standist lög. Hún segir regluna til staðar til að tryggja að öllum gestum, hvaðan sem er að úr heiminum, líði vel í lóninu. Lögfræðingur er kominn í málið Dagný segist þegar hafa farið lauslega yfir málið með lögfræðingi en hún segist vilja fá því slegið algjörlega á fast hvort lónið mismuni gestum sínum eftir kyni. „Það er alls ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir hún. Þá verður farið yfir reglur um baðföt í samráði við lögfræðing sem mun kynna sér allar lagalegar hliðar málsins. Vænta má að nýleg lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna muni vega þar þungt á metum. Dagný segir að sama hver ákvörðunin verði varðandi reglur um klæðaburð gesta verði skilmálar fyrirtækisins gerðir skýrari. Diljá sagði einmitt í samtali við fréttastofu í gær að hún hefði lesið skilmála Sky Lagoon í þaula áður en hún ákvað að fara ber að ofan í lónið. Ekkert hafi komið fram þar sem skyldaði konur til hylja brjóst sín. Dagný segir að reglum um baðfatnað kvenna sé ekki ætlað að vernda blygðunarkennd erlendra ferðamanna. Ætlunin hafi verið að feta hinn gullna meðalveg milli hefða og annarra sjónarmiða. „Það er bara áhættuminni ákvörðun og við tókum þá ákvörðun á sínum tíma. Svo þurfum við bara að sjá hvort það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki,“ segir Dagný.
Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira