„Kraftaverk“ að allir lifðu flugslysið af í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2021 16:17 Þessi flugvél er af sömu gerð og sú sem um ræðir. Wikicommons/Ígor Dvúrekov Allir sem voru um borð í flugvél sem hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun lifðu af. Neyðarsendir flugvélarinnar fór í gang þegar henni var brotlent á akri í Síberíu. Það að þau átján sem voru um borð hafi öll lifað af og bara meitt sig lítillega hefur verið lýst sem kraftaverki. Verið var að fljúga gamalli flugvél af gerðinni Antonov AN-28 frá Kedrovy til Tomsk þegar hún hvarf. Leitarmenn voru fljótt sendir af stað á þyrlu og fundu þeir flugvélina um 155 kílómetra frá Tomsk. Í fyrstu tilkynningu ráðamanna var sagt að vélin hefði brotlent og að leitarmennirnir hefðu séð fólk á lífi. Nú er ljóst að framkvæmd var neyðarlending, þar sem flugvélin endaði á hvolfi, og að allir átján sem voru um borð lifðu af. Nokkrir skárust og eru lítilla marðir, samkvæmt frétt Moscow Times. Upprunalega var sagt að sautján hefðu verið um borð í flugvélinni. Tass fréttaveitan hefur eftir Alexander Geniyevsky, forstjóra flugfélagsins sem gerir út vélina, að líklegast hafi vélarbilun leitt til þess að flugstjórar þurftu að lenda vélinni í snatri. Sergei Zhvachkin, ríkisstjóri, sagði í tilkynningu að um kraftaverk væri að ræða. Búið er að bjarga öllum. Antonov flugvélarnar voru framleiddar á tímum Sovétríkjanna og eru enn víða í notkun í þeim ríkjum sem mynduðu Sovétríkin. Undanfarin ár hafi nokkrar slíkar brotlent. Þetta er annað flugslys Rússlands á einungis tveimur vikum. Fyrr í mánuðinum fórst An-26 flugvél á Kamtjatkaskaga en þá dóu allir 28 um borð. Hér má sjá hvernig flugvélin leit út eftir neyðarlendinguna. #BREAKING #RUSSIA RUSSIA, SIBERIA: MISSING PLANE FOUND!The AN-28 Russian plane which disappeared from radars in #Siberia, was found. It had engine failure in #Tomsk region and made a hard landing. There were 19 people on board, all are alive.#Video -TV360#BreakingNews pic.twitter.com/4PoTsgNdVR— loveworld (@LoveWorld_Peopl) July 16, 2021 All survived, reportedly. Amazing picture. Those Antonovs can take a beating. https://t.co/IU4keYexxA pic.twitter.com/vIo222xycC— Steve Trimble (@TheDEWLine) July 16, 2021 Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16. júlí 2021 11:25 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Verið var að fljúga gamalli flugvél af gerðinni Antonov AN-28 frá Kedrovy til Tomsk þegar hún hvarf. Leitarmenn voru fljótt sendir af stað á þyrlu og fundu þeir flugvélina um 155 kílómetra frá Tomsk. Í fyrstu tilkynningu ráðamanna var sagt að vélin hefði brotlent og að leitarmennirnir hefðu séð fólk á lífi. Nú er ljóst að framkvæmd var neyðarlending, þar sem flugvélin endaði á hvolfi, og að allir átján sem voru um borð lifðu af. Nokkrir skárust og eru lítilla marðir, samkvæmt frétt Moscow Times. Upprunalega var sagt að sautján hefðu verið um borð í flugvélinni. Tass fréttaveitan hefur eftir Alexander Geniyevsky, forstjóra flugfélagsins sem gerir út vélina, að líklegast hafi vélarbilun leitt til þess að flugstjórar þurftu að lenda vélinni í snatri. Sergei Zhvachkin, ríkisstjóri, sagði í tilkynningu að um kraftaverk væri að ræða. Búið er að bjarga öllum. Antonov flugvélarnar voru framleiddar á tímum Sovétríkjanna og eru enn víða í notkun í þeim ríkjum sem mynduðu Sovétríkin. Undanfarin ár hafi nokkrar slíkar brotlent. Þetta er annað flugslys Rússlands á einungis tveimur vikum. Fyrr í mánuðinum fórst An-26 flugvél á Kamtjatkaskaga en þá dóu allir 28 um borð. Hér má sjá hvernig flugvélin leit út eftir neyðarlendinguna. #BREAKING #RUSSIA RUSSIA, SIBERIA: MISSING PLANE FOUND!The AN-28 Russian plane which disappeared from radars in #Siberia, was found. It had engine failure in #Tomsk region and made a hard landing. There were 19 people on board, all are alive.#Video -TV360#BreakingNews pic.twitter.com/4PoTsgNdVR— loveworld (@LoveWorld_Peopl) July 16, 2021 All survived, reportedly. Amazing picture. Those Antonovs can take a beating. https://t.co/IU4keYexxA pic.twitter.com/vIo222xycC— Steve Trimble (@TheDEWLine) July 16, 2021
Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16. júlí 2021 11:25 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16. júlí 2021 11:25