TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill ungu kynslóðarinnar. Miðillinn hefur rutt sér til rúms hérlendis líkt og erlendis. Fréttastofa ræddi við fulltrúa eldri kynslóðarinnar um miðilinn og þeirra álit á þessu fyrirbæri. Við látum myndbandið tala sínu máli en líkt og heyrist finnst þeim samfélagsmiðillinn hinn skemmtilegasti.
„Mér finnst þetta allt í lagi ef þau hafa gaman að þessu,“ sagði Hanna Rún Guðmundsdóttir.
„Þetta er svo sem ekki verri dans en aðrir dansar. Er þetta ekki ágætt. Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en eldra fólkið,“ var meðal þess sem Guðrún Helgadóttir hafði að segja um miðilinn.
Þá finnst þeim tískan unga fólksins í lagi.
„Já mér finnst tískan bara ágæt. Ég sé ekkert athugavert við tískuna nú til dags,“ sagði Guðrún.
Gætir þú hugsað þér að gera svona myndbönd í dag? „Já, já ég sé ekkert athugavert við það.“