Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-3 | Lygilegur uppbótartími og Breiðablik í úrslit Andri Már Eggertsson skrifar 16. júlí 2021 23:00 Úr leik liðanna í Pepsi Max-deildinni þar sem Breiðablik vann ótrúlegan 7-3 sigur. Vísir/Elín Björg Breiðablik mætir Þrótti í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna eftir ótrúlega dramatík í Kópavogi. Fyrsta korter leiksins skiptist í tvennt þar sem Valur byrjaði af meiri krafti og hélt boltanum betur innan sinna raða. Þetta snerist síðan við og fóru Blikastúlkur að ógna meira marki Vals. Fyrsta mark leiksins kom eftir tuttugu mínútna leik. Karítas Tómasdóttir átti þar sendingu fyrir markið framhjá varnarmönnum Vals og beint á Öglu Maríu Albertsdóttur sem var mætt á fjærstöng og kom boltanum í markið. Eftir að Valskonur lentu undir fóru þær að halda meira í boltann og færa sig framar á völlinn en það gekk lítið upp á síðasta þriðjungi og mátti sjá mikla óþolinmæði þar sem þær fóru að skjóta mikið úr hálf færum. Blikastúlkur fengu skyndisóknir til að bæta við forskot sitt en allt kom fyrir ekki og staðan 1-0 þegar haldið var til hálfleiks. Síðari hálfleikur fór af stað með hvelli. Selma Sól Magnúsdóttir vann boltann rétt fyrir utan teig Vals fékk góðan tíma á boltan og lét vaða í fjærhornið sem Sandra réði ekki við í marki Vals. Valskonur voru rétt búnar að taka miðju þegar Lillý Rut Hlynsdóttir kom með langa sendingu sem Telma Ívarsdóttir markmaður Blika ætlaði að koma í burtu en náði ekki til boltans sem endaði á að Mary Alice skoraði í autt markið. Ída Hermannsdóttir jafnaði leikinn um miðjan síðari hálfleik eftir laglegan undirbúning frá Sólveigu Larsen sem lék skemmtilega á Hafrúnu Rakel og kom síðan boltanum fyrir markið á Ídu sem skoraði. Taylor Marie Ziemer kom inn á sem varamaður og var ekki lengi að láta til sín taka. Gott samspil hennar og Tiffany Janea Mc Carty sundurliðaði vörn Vals og Taylor komst ein á móti markmanni sem hún kláraði með marki. Fanndís Friðriksdóttir jafnaði leikinn í uppbótartíma með þrumuskoti í nær hornið. Allt benti til þess að leikurinn væri á leið í framlegingu en Blikakonur voru ekki á sama máli. Blikar settu langan bolta fram sem datt fyrir Áslaugu Mundu sem lék á Mist og skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn. Ótrúleg úrslit 4-3 Blikum í vil. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik fór betur með færin sín í kvöld og gerðu lagleg mörk sem á alltaf að duga til að vinna fótbolta leiki. Blikar voru farnar að verja forskotið sitt undir lok leiks þegar Fanndís jafnaði leikinn en lukkan var í Kópavogi sem endaði með ótrúlegu sigurmarki Breiðabliks. Hverjar stóðu upp úr? Það eru fastir liðir eins og venjulega að hrósa Öglu Maríu og Áslaugu Mundu þær áttu báðar frábæran leik í kvöld. Það var því við hæfi að Agla María myndi gera fyrsta mark leiksins og Áslaug Munda sigurmarkið. Mary Alice átti flottan leik í bakverði Vals. Hún var sífellt ógnandi á vinstri kantinum sem skilaði sér í marki eftir klaufagang Telmu í marki Blika. Hvað gekk illa? Klaufagangur Vals eftir að hafa jafnað leikinn er lyginni líkast. Það vissu allir á vellinum að Breiðablik væri að fara koma með langan bolta fram völlinn og þær verða geta svarað því betur en þær gerðu. Hvað gerist næst? Næsta þriðjudag fer fram heil umferð í Pepsi Max deild kvenna næsta. Breiðablik fær ÍBV í heimsókn á Kópavogsvöll klukkan 18:00. Klukkan 20:00 á Origo vellinum mætast Valur og Þróttur. Pétur Pétursson: Einbeitingarleysi hjá okkur í sigurmarki Blika Pétur var afar svekktur í leiks lokVísir/Hulda Margrét „Það var mjög sárt að tapa þessum leik, mér fannst við betri aðilinn heilt yfir í leiknum og því er þetta afar svekkjandi," sagði Pétur svekktur í leiks lok. Breiðablik skoraði sigurmark í uppbótartíma á ótrúlegan hátt „Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur en ég á erfitt með að greina þetta betur svona beint eftir leik." Pétri fannst hans konur betri aðilinn lengst af leiks og voru mörk Blika að hans mati gegn gangi leiksins „Við vorum með leikinn í okkar hendi bæði í fyrsta marki Blika sem og því þriðja. Svona er þetta stundum þær eru góðar og nýttu færin sín betur en við í kvöld," sagði Pétur að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Breiðablik Valur
Breiðablik mætir Þrótti í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna eftir ótrúlega dramatík í Kópavogi. Fyrsta korter leiksins skiptist í tvennt þar sem Valur byrjaði af meiri krafti og hélt boltanum betur innan sinna raða. Þetta snerist síðan við og fóru Blikastúlkur að ógna meira marki Vals. Fyrsta mark leiksins kom eftir tuttugu mínútna leik. Karítas Tómasdóttir átti þar sendingu fyrir markið framhjá varnarmönnum Vals og beint á Öglu Maríu Albertsdóttur sem var mætt á fjærstöng og kom boltanum í markið. Eftir að Valskonur lentu undir fóru þær að halda meira í boltann og færa sig framar á völlinn en það gekk lítið upp á síðasta þriðjungi og mátti sjá mikla óþolinmæði þar sem þær fóru að skjóta mikið úr hálf færum. Blikastúlkur fengu skyndisóknir til að bæta við forskot sitt en allt kom fyrir ekki og staðan 1-0 þegar haldið var til hálfleiks. Síðari hálfleikur fór af stað með hvelli. Selma Sól Magnúsdóttir vann boltann rétt fyrir utan teig Vals fékk góðan tíma á boltan og lét vaða í fjærhornið sem Sandra réði ekki við í marki Vals. Valskonur voru rétt búnar að taka miðju þegar Lillý Rut Hlynsdóttir kom með langa sendingu sem Telma Ívarsdóttir markmaður Blika ætlaði að koma í burtu en náði ekki til boltans sem endaði á að Mary Alice skoraði í autt markið. Ída Hermannsdóttir jafnaði leikinn um miðjan síðari hálfleik eftir laglegan undirbúning frá Sólveigu Larsen sem lék skemmtilega á Hafrúnu Rakel og kom síðan boltanum fyrir markið á Ídu sem skoraði. Taylor Marie Ziemer kom inn á sem varamaður og var ekki lengi að láta til sín taka. Gott samspil hennar og Tiffany Janea Mc Carty sundurliðaði vörn Vals og Taylor komst ein á móti markmanni sem hún kláraði með marki. Fanndís Friðriksdóttir jafnaði leikinn í uppbótartíma með þrumuskoti í nær hornið. Allt benti til þess að leikurinn væri á leið í framlegingu en Blikakonur voru ekki á sama máli. Blikar settu langan bolta fram sem datt fyrir Áslaugu Mundu sem lék á Mist og skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn. Ótrúleg úrslit 4-3 Blikum í vil. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik fór betur með færin sín í kvöld og gerðu lagleg mörk sem á alltaf að duga til að vinna fótbolta leiki. Blikar voru farnar að verja forskotið sitt undir lok leiks þegar Fanndís jafnaði leikinn en lukkan var í Kópavogi sem endaði með ótrúlegu sigurmarki Breiðabliks. Hverjar stóðu upp úr? Það eru fastir liðir eins og venjulega að hrósa Öglu Maríu og Áslaugu Mundu þær áttu báðar frábæran leik í kvöld. Það var því við hæfi að Agla María myndi gera fyrsta mark leiksins og Áslaug Munda sigurmarkið. Mary Alice átti flottan leik í bakverði Vals. Hún var sífellt ógnandi á vinstri kantinum sem skilaði sér í marki eftir klaufagang Telmu í marki Blika. Hvað gekk illa? Klaufagangur Vals eftir að hafa jafnað leikinn er lyginni líkast. Það vissu allir á vellinum að Breiðablik væri að fara koma með langan bolta fram völlinn og þær verða geta svarað því betur en þær gerðu. Hvað gerist næst? Næsta þriðjudag fer fram heil umferð í Pepsi Max deild kvenna næsta. Breiðablik fær ÍBV í heimsókn á Kópavogsvöll klukkan 18:00. Klukkan 20:00 á Origo vellinum mætast Valur og Þróttur. Pétur Pétursson: Einbeitingarleysi hjá okkur í sigurmarki Blika Pétur var afar svekktur í leiks lokVísir/Hulda Margrét „Það var mjög sárt að tapa þessum leik, mér fannst við betri aðilinn heilt yfir í leiknum og því er þetta afar svekkjandi," sagði Pétur svekktur í leiks lok. Breiðablik skoraði sigurmark í uppbótartíma á ótrúlegan hátt „Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur en ég á erfitt með að greina þetta betur svona beint eftir leik." Pétri fannst hans konur betri aðilinn lengst af leiks og voru mörk Blika að hans mati gegn gangi leiksins „Við vorum með leikinn í okkar hendi bæði í fyrsta marki Blika sem og því þriðja. Svona er þetta stundum þær eru góðar og nýttu færin sín betur en við í kvöld," sagði Pétur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti