Svekkelsið frá því í fyrra rekur FH áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júlí 2021 10:00 Erna Guðrún Magnúsdóttir í leik með FH. J. L. Long Tuttugu ár eru síðan FH var síðast í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta. Þróttur Reykjavík stendur í vegi fyrir þeim en leiki Hafnfirðingar sama leik og á síðustu leiktíð bíður þeirra úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn Val eða Breiðabliki. „Það er gríðarleg stemning, gleði og auðvitað spenna í hópnum. Eins og þú segir, það eru 20 ár síðan FH fór síðast í undanúrslit og margar í liðinu sem þekkja það einfaldlega ekki að komast svona langt í bikar.“ „Undirbúningurinn fyrir leikinn er aðeins öðruvísi en við erum vanar. Við ætlum að hafa mat eftir æfingu í kvöld [í gær] til að þjappa mannskapnum enn betur saman,“ sagði Erna Guðrún Magnúsdóttir, fyrirliði liðsins, um undanúrslitaleikinn sem hefst klukkan 18.00 í kvöld. FH átti erfitt uppdráttar í fyrra og féll úr Pepsi Max deild kvenna. Þó liðið hafi tekið miklum breytingum ákváðu Erna Guðrún og þær sem eftir eru í liðinu að tækla þetta tímabil af fullum krafti og sjá hverju það myndi skila. Erna Guðrún hefur leikið fyrir FH allan sinn feril.J. L. Long „Það var mikið svekkelsi fyrst, við áttum þessa tvo leiki eftir af deildinni og við vorum svekktar að fá ekki að klára þá.“ „Um jólin settumst við svo niður og ákváðum að setja þetta alfarið til hliðar. Stefnan var strax sett á að eiga gott sumar, spila vel og gera allt sem við gátum til að komast í deild þeirra bestu á nýjan leik.“ „Það hafa samt orðið miklar breytingar á hópnum. Sumar fóru út í atvinnumennsku og þetta er í raun nýtt lið með nýjar áherslur. Við ákváðum samt að setja stefnuna upp ásamt því að hafa gaman og byggja sjálfstraustið í liðinu upp,“ sagði Erna Guðrún um svekkelsið sem felst í því að falla niður um deild. Slegið bæði Þór/KA og Fylki út úr bikarnum FH situr sem stendur í 2. sæti Lengjudeildar kvenna með 20 stig að loknum 10 leikjum. Liðið er stigi á undan Aftureldingu en tveimur stigum á eftir KR sem trónir á toppnum og á leik til góða. Bestu frammistöður FH í sumar hafa þó eflaust komið í bikarkeppninni. FH sló ÍR og Víking út áður en Þór/KA kom í heimsókn í Kaplakrika. Akureyringar eru í deild þeirra bestu en það var ekki að sjá neinn mun á liðunum í leiknum. Lokatölur 1-1 og því þurfti að framlengja, þar var ekkert skorað og því var gripið til vítaspyrnukeppni. FH hafði betur 5-4 og mætti Fylki á útivelli í 8-liða úrslitum. Þar vannst mjög sannfærandi 4-1 sigur og sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna staðreynd. Skiptir litlu máli hver andstæðingurinn er „Við förum í þennan leik til þess að vinna hann, sama hvaða lið við værum að spila við. Okkur er í rauninni alveg sama hvaða liði við mætum. Tókum þær í bikarnum í fyrra og erum búnar að leggja Fylki og Þór/KA að velli til þessa. Ætlum að sýna að við eigum heima í Pepsi Max deildinni.“ „Við hefðum viljað heimaleik en annars í fullri hreinskilni er okkur alveg sama. Vorum klárar í hvaða lið sem er. Það er líka úrslitaleikur sem þarf að vinna og maður myndi alltaf mæta þessum liðum þar,“ sagði Erna Guðrún aðspurð hvort það hafi verið léttir að fá Þrótt Reykjavík í undanúrslitum frekar en Val eða Breiðablik. Ánægð með endurkomu Sísí Sigríður Lára Garðarsdóttir, eða Sísí eins og hún er kölluð dagsdagslega, sneri aftur í raðir FH á dögunum eftir að hafa leikið með Val fyrri hluta sumars. „Sísí er gríðarlegur liðsstyrkur og það er mjög gott að fá hana aftur til okkar, erum mjög ánægðar með það. Hún veitir okkur mikið öryggi á miðjunni og kemur með ákveðna hæð sem vantar í okkar lið. Treystum á að hún hjálpi okkur að vinna fleiri skallabolta á miðjunni og svo er hún bara frábær leikmaður og liðsfélagi. Við gætum ekki verið ánægðari með að fá hana aftur.“ Vonast til að Hafnfirðingar fjölmenni í Laugardalinn „Við í liðinu finnum fyrir mjög miklum stuðningi og líður eins og fjöldi fólks ætti að mæta. Það er búið að auglýsa leikinn vel niðri í Kaplakrika og almenn stemning fyrir þessum leik held ég. Við höfum líka verið að peppa fólk í kringum okkur og vonandi mæta sem flestir,“ sagði Erna Guðrún Magnúsdóttir, fyrirliði FH, að endingu. Erna Guðrún vonast til að FH-ingar láti sjá sig í kvöld.Vísir/Vilhelm FH mætir Þrótti Reykjavík í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna. Leikurinn hefst klukkan 18.00 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.50. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn FH Tengdar fréttir Fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa Þrátt fyrir ungan aldur hefur Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verið fyrirliði Þróttar Reykjavíkur síðan 2019. Á morgun, föstudag, mun hún gera nokkuð sem enginn fyrirliði kvennaliðs Þróttar Reykjavíkur hefur gert áður: leiða lið sitt út í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. 15. júlí 2021 12:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
„Það er gríðarleg stemning, gleði og auðvitað spenna í hópnum. Eins og þú segir, það eru 20 ár síðan FH fór síðast í undanúrslit og margar í liðinu sem þekkja það einfaldlega ekki að komast svona langt í bikar.“ „Undirbúningurinn fyrir leikinn er aðeins öðruvísi en við erum vanar. Við ætlum að hafa mat eftir æfingu í kvöld [í gær] til að þjappa mannskapnum enn betur saman,“ sagði Erna Guðrún Magnúsdóttir, fyrirliði liðsins, um undanúrslitaleikinn sem hefst klukkan 18.00 í kvöld. FH átti erfitt uppdráttar í fyrra og féll úr Pepsi Max deild kvenna. Þó liðið hafi tekið miklum breytingum ákváðu Erna Guðrún og þær sem eftir eru í liðinu að tækla þetta tímabil af fullum krafti og sjá hverju það myndi skila. Erna Guðrún hefur leikið fyrir FH allan sinn feril.J. L. Long „Það var mikið svekkelsi fyrst, við áttum þessa tvo leiki eftir af deildinni og við vorum svekktar að fá ekki að klára þá.“ „Um jólin settumst við svo niður og ákváðum að setja þetta alfarið til hliðar. Stefnan var strax sett á að eiga gott sumar, spila vel og gera allt sem við gátum til að komast í deild þeirra bestu á nýjan leik.“ „Það hafa samt orðið miklar breytingar á hópnum. Sumar fóru út í atvinnumennsku og þetta er í raun nýtt lið með nýjar áherslur. Við ákváðum samt að setja stefnuna upp ásamt því að hafa gaman og byggja sjálfstraustið í liðinu upp,“ sagði Erna Guðrún um svekkelsið sem felst í því að falla niður um deild. Slegið bæði Þór/KA og Fylki út úr bikarnum FH situr sem stendur í 2. sæti Lengjudeildar kvenna með 20 stig að loknum 10 leikjum. Liðið er stigi á undan Aftureldingu en tveimur stigum á eftir KR sem trónir á toppnum og á leik til góða. Bestu frammistöður FH í sumar hafa þó eflaust komið í bikarkeppninni. FH sló ÍR og Víking út áður en Þór/KA kom í heimsókn í Kaplakrika. Akureyringar eru í deild þeirra bestu en það var ekki að sjá neinn mun á liðunum í leiknum. Lokatölur 1-1 og því þurfti að framlengja, þar var ekkert skorað og því var gripið til vítaspyrnukeppni. FH hafði betur 5-4 og mætti Fylki á útivelli í 8-liða úrslitum. Þar vannst mjög sannfærandi 4-1 sigur og sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna staðreynd. Skiptir litlu máli hver andstæðingurinn er „Við förum í þennan leik til þess að vinna hann, sama hvaða lið við værum að spila við. Okkur er í rauninni alveg sama hvaða liði við mætum. Tókum þær í bikarnum í fyrra og erum búnar að leggja Fylki og Þór/KA að velli til þessa. Ætlum að sýna að við eigum heima í Pepsi Max deildinni.“ „Við hefðum viljað heimaleik en annars í fullri hreinskilni er okkur alveg sama. Vorum klárar í hvaða lið sem er. Það er líka úrslitaleikur sem þarf að vinna og maður myndi alltaf mæta þessum liðum þar,“ sagði Erna Guðrún aðspurð hvort það hafi verið léttir að fá Þrótt Reykjavík í undanúrslitum frekar en Val eða Breiðablik. Ánægð með endurkomu Sísí Sigríður Lára Garðarsdóttir, eða Sísí eins og hún er kölluð dagsdagslega, sneri aftur í raðir FH á dögunum eftir að hafa leikið með Val fyrri hluta sumars. „Sísí er gríðarlegur liðsstyrkur og það er mjög gott að fá hana aftur til okkar, erum mjög ánægðar með það. Hún veitir okkur mikið öryggi á miðjunni og kemur með ákveðna hæð sem vantar í okkar lið. Treystum á að hún hjálpi okkur að vinna fleiri skallabolta á miðjunni og svo er hún bara frábær leikmaður og liðsfélagi. Við gætum ekki verið ánægðari með að fá hana aftur.“ Vonast til að Hafnfirðingar fjölmenni í Laugardalinn „Við í liðinu finnum fyrir mjög miklum stuðningi og líður eins og fjöldi fólks ætti að mæta. Það er búið að auglýsa leikinn vel niðri í Kaplakrika og almenn stemning fyrir þessum leik held ég. Við höfum líka verið að peppa fólk í kringum okkur og vonandi mæta sem flestir,“ sagði Erna Guðrún Magnúsdóttir, fyrirliði FH, að endingu. Erna Guðrún vonast til að FH-ingar láti sjá sig í kvöld.Vísir/Vilhelm FH mætir Þrótti Reykjavík í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna. Leikurinn hefst klukkan 18.00 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.50. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn FH Tengdar fréttir Fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa Þrátt fyrir ungan aldur hefur Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verið fyrirliði Þróttar Reykjavíkur síðan 2019. Á morgun, föstudag, mun hún gera nokkuð sem enginn fyrirliði kvennaliðs Þróttar Reykjavíkur hefur gert áður: leiða lið sitt út í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. 15. júlí 2021 12:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa Þrátt fyrir ungan aldur hefur Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verið fyrirliði Þróttar Reykjavíkur síðan 2019. Á morgun, föstudag, mun hún gera nokkuð sem enginn fyrirliði kvennaliðs Þróttar Reykjavíkur hefur gert áður: leiða lið sitt út í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. 15. júlí 2021 12:00