21 látinn og tuga saknað eftir gríðarlegar rigningar í Þýskalandi Gunnar Reynir Valþórsson og Eiður Þór Árnason skrifa 15. júlí 2021 07:29 Áin Ahr flæddi yfir bakka sína í þorpinu Eifel í Schuld í vesturhluta Þýskalands. Ap/Christoph Reichwein Minnst nítján eru látnir eftir gríðarlegar rigningar í þýska sambandsríkinu Rínarlandi-Pfalz síðustu daga. Í nótt flæddi á í bænum Schuld yfir bakka sína með þeim afleiðingum að sex hús hrundu. Tveir hafa látið lífið í Belgíu. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í þýsku borginni Hagen. Tuga er saknað á svæðinu og enn er verið að bjarga um fimmtíu manns sem þurfti að forða sér undan vatnsflaumnum upp á þök húsa sinna. Í fyrstu var talið að þrjátíu manns væri saknað en sú tala gæti verið hærri og óljóst hversu margir þurfa hjálp. Myndbönd sýna bifreiðar fljóta niður götur, miklar skemmdir á húsum og fljót renna í gegnum miðbæi. Að sögn lögreglu hafa tveir slökkviliðsmenn látist við björgunarstörf og hefur heildartala látinna farið hækkandi síðustu klukkutímanna. Að sögn lögreglu létust fjórir eftir að vatn flæddi inn í kjallara í Köln, Kamen og Wuppertal. Að neðan má sjá myndband frá ástandinu í Hagen í gær. Rigningar síðustu daga og flóð samfara þeim hafa sjaldan eða aldrei í sögu héraðsins verið eins miklar og síðustu daga og í gær drukknuðu tveir slökkviliðsmenn þegar þeir voru við björgunarstörf og herinn hefur verið kallaður út til aðstoðar í hamförunum. Fljót rennur í gegnum götu í Esch í Þýskalandi. Vatn hefur flætt inn í fjölda þorpa og kjallara í suðvesturhluta Þýskalands.Ap/Thomas Frey Miklar raskanir hafa orðið á samgöngum á svæðinu sem er í vesturhluta Þýskalands og hafa viðvaranir vegna veðursins verið gefnar út í þremur sambandsríkjum á svæðinu. Þýska veðurstofan DWD spáir því að það dragi úr rigningu í dag. Talið er að áin Meuse geti flætt yfir bakka sína síðar í dag og flætt inn í borgina Liege í austurhluta Belgíu. Lögregla hefur kallað eftir því að íbúar geri viðeigandi ráðstafanir. Maður gengur fram hjá skemmdum bílum í borginni Liege í Belgíu.Ap/Valentin Bianchi Yfirvöld í hollenska bænum Valkenburg, sem stendur nærri landamærum Þýskalands og Belgíu, rýmdu hjúkrunarheimili og líknardeild í nótt þegar aðalgata borgarinnar umbreyttist í fljót. Ekki er vitað um slys á fólki vegna flóðanna í Hollandi. Óvenjumikið regn hefur sömuleiðis fallið í norðausturhluta Frakklands í vikunni og valdið samgöngutruflunum. Síðustu tvo daga hafa sum svæði þurft að þola regn sem jafngildir tveggja mánaða úrkomu. Fréttin hefur verið uppfærð. Vatn nær upp að þaki bíls sem stóð fyrir framan bílskúr í Duesseldorf í Þýskalandi.AP/David Young Loftslagsmál Veður Þýskaland Belgía Holland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í þýsku borginni Hagen. Tuga er saknað á svæðinu og enn er verið að bjarga um fimmtíu manns sem þurfti að forða sér undan vatnsflaumnum upp á þök húsa sinna. Í fyrstu var talið að þrjátíu manns væri saknað en sú tala gæti verið hærri og óljóst hversu margir þurfa hjálp. Myndbönd sýna bifreiðar fljóta niður götur, miklar skemmdir á húsum og fljót renna í gegnum miðbæi. Að sögn lögreglu hafa tveir slökkviliðsmenn látist við björgunarstörf og hefur heildartala látinna farið hækkandi síðustu klukkutímanna. Að sögn lögreglu létust fjórir eftir að vatn flæddi inn í kjallara í Köln, Kamen og Wuppertal. Að neðan má sjá myndband frá ástandinu í Hagen í gær. Rigningar síðustu daga og flóð samfara þeim hafa sjaldan eða aldrei í sögu héraðsins verið eins miklar og síðustu daga og í gær drukknuðu tveir slökkviliðsmenn þegar þeir voru við björgunarstörf og herinn hefur verið kallaður út til aðstoðar í hamförunum. Fljót rennur í gegnum götu í Esch í Þýskalandi. Vatn hefur flætt inn í fjölda þorpa og kjallara í suðvesturhluta Þýskalands.Ap/Thomas Frey Miklar raskanir hafa orðið á samgöngum á svæðinu sem er í vesturhluta Þýskalands og hafa viðvaranir vegna veðursins verið gefnar út í þremur sambandsríkjum á svæðinu. Þýska veðurstofan DWD spáir því að það dragi úr rigningu í dag. Talið er að áin Meuse geti flætt yfir bakka sína síðar í dag og flætt inn í borgina Liege í austurhluta Belgíu. Lögregla hefur kallað eftir því að íbúar geri viðeigandi ráðstafanir. Maður gengur fram hjá skemmdum bílum í borginni Liege í Belgíu.Ap/Valentin Bianchi Yfirvöld í hollenska bænum Valkenburg, sem stendur nærri landamærum Þýskalands og Belgíu, rýmdu hjúkrunarheimili og líknardeild í nótt þegar aðalgata borgarinnar umbreyttist í fljót. Ekki er vitað um slys á fólki vegna flóðanna í Hollandi. Óvenjumikið regn hefur sömuleiðis fallið í norðausturhluta Frakklands í vikunni og valdið samgöngutruflunum. Síðustu tvo daga hafa sum svæði þurft að þola regn sem jafngildir tveggja mánaða úrkomu. Fréttin hefur verið uppfærð. Vatn nær upp að þaki bíls sem stóð fyrir framan bílskúr í Duesseldorf í Þýskalandi.AP/David Young
Loftslagsmál Veður Þýskaland Belgía Holland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira