Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Snorri Másson skrifar 13. júlí 2021 22:01 Haraldur Þorleifsson frumkvöðull notar peningana sína í alls konar samfélagsverkefni, hið nýjasta er að styðja þá sem Ingólfur Þórarinsson hyggst lögsækja. vísir/sigurjón Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. Lögmaður Ingólfs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur gefið það út að fimm aðilum hafa verið send kröfubréf vegna meintra ærumeiðinga í garð Ingós í fjölmiðlum. Þá hyggst hann kæra aðgerðahópinn Öfga fyrir birtingu nafnlausra frásagna meintra fórnarlamba Ingós. Áform Ingós um að lögsækja þennan hóp fólks hafa fallið í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum. Haraldur hefur nú stigið fram og boðið fram fjárhagsaðstoð. „Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín,“ segir Haraldur. Blaðamenn, áhrifavaldar og fólk sem sakaði Ingó um refsiverða háttsemi í athugasemdakerfum fjölmiðla er sagt vera á meðal þeirra sem eiga von á kröfubréfi frá lögmanninum. Nálgun Haralds er ekki óskyld því sem stundað hefur verið um árabil með svonefndum Málfrelsissjóði. Sá sjóður er rekinn á frjálsum framlögum en fé úr honum er veitt til þeirra sem þurfa að greiða sektir vegna ærumeiðinga í umræðu um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Haraldur virðist raunar sjálfur hafa lagt Málfrelsissjóð lið, ef marka má athugasemd hans við Facebook-færslu Hildar Lilliendahl Viggósdóttur í mars. Peningarnir fara í samfélagsverkefni Frá því að Haraldur seldi Twitter fyrirtæki sitt Ueno hefur hann verið við störf hjá samfélagsmiðlinum. Kaupverðið var verulegt en nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp. Það vakti athygli fjölmiðla þegar Haraldur greindi frá þeirri ákvörðun að greiða skattana af sölunni á Íslandi. Síðan hefur Haraldur vakið athygli fyrir að verja fénu í ýmis samfélagsverkefni, á borð við „Römpum upp Reykjavík.“ Það verkefni snýr að því að koma fyrir römpum á margvíslegum stöðum sem stuðla að bættu aðgengi fyrir fólk í hjólastól, en sjálfur notar Haraldur einn slíkan. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021 MeToo Kynferðisofbeldi Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. 10. mars 2021 16:28 Algjör óþarfi að torvelda líf hreyfihamlaðra með mannanna verkum „Það kemur mjög oft fyrir að einhver hittingur, mannfögnuður, athöfn, eða bara staður sem mig langar á er ekki aðgengilegur. Það er auðvitað sárt í hvert einasta skipti en það sem gerist yfir lengri tíma er að fólk einangrast. Það byrjar sjálft að velja sig út úr hlutum, jafnvel þó það sé kannski aðgengilegt, vegna þess að það verður svolítið félagsfælið og kvíðið yfir því að það komi upp einhver vandamál.“ 17. janúar 2021 21:01 Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Lögmaður Ingólfs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur gefið það út að fimm aðilum hafa verið send kröfubréf vegna meintra ærumeiðinga í garð Ingós í fjölmiðlum. Þá hyggst hann kæra aðgerðahópinn Öfga fyrir birtingu nafnlausra frásagna meintra fórnarlamba Ingós. Áform Ingós um að lögsækja þennan hóp fólks hafa fallið í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum. Haraldur hefur nú stigið fram og boðið fram fjárhagsaðstoð. „Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín,“ segir Haraldur. Blaðamenn, áhrifavaldar og fólk sem sakaði Ingó um refsiverða háttsemi í athugasemdakerfum fjölmiðla er sagt vera á meðal þeirra sem eiga von á kröfubréfi frá lögmanninum. Nálgun Haralds er ekki óskyld því sem stundað hefur verið um árabil með svonefndum Málfrelsissjóði. Sá sjóður er rekinn á frjálsum framlögum en fé úr honum er veitt til þeirra sem þurfa að greiða sektir vegna ærumeiðinga í umræðu um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Haraldur virðist raunar sjálfur hafa lagt Málfrelsissjóð lið, ef marka má athugasemd hans við Facebook-færslu Hildar Lilliendahl Viggósdóttur í mars. Peningarnir fara í samfélagsverkefni Frá því að Haraldur seldi Twitter fyrirtæki sitt Ueno hefur hann verið við störf hjá samfélagsmiðlinum. Kaupverðið var verulegt en nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp. Það vakti athygli fjölmiðla þegar Haraldur greindi frá þeirri ákvörðun að greiða skattana af sölunni á Íslandi. Síðan hefur Haraldur vakið athygli fyrir að verja fénu í ýmis samfélagsverkefni, á borð við „Römpum upp Reykjavík.“ Það verkefni snýr að því að koma fyrir römpum á margvíslegum stöðum sem stuðla að bættu aðgengi fyrir fólk í hjólastól, en sjálfur notar Haraldur einn slíkan. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021
MeToo Kynferðisofbeldi Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. 10. mars 2021 16:28 Algjör óþarfi að torvelda líf hreyfihamlaðra með mannanna verkum „Það kemur mjög oft fyrir að einhver hittingur, mannfögnuður, athöfn, eða bara staður sem mig langar á er ekki aðgengilegur. Það er auðvitað sárt í hvert einasta skipti en það sem gerist yfir lengri tíma er að fólk einangrast. Það byrjar sjálft að velja sig út úr hlutum, jafnvel þó það sé kannski aðgengilegt, vegna þess að það verður svolítið félagsfælið og kvíðið yfir því að það komi upp einhver vandamál.“ 17. janúar 2021 21:01 Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. 10. mars 2021 16:28
Algjör óþarfi að torvelda líf hreyfihamlaðra með mannanna verkum „Það kemur mjög oft fyrir að einhver hittingur, mannfögnuður, athöfn, eða bara staður sem mig langar á er ekki aðgengilegur. Það er auðvitað sárt í hvert einasta skipti en það sem gerist yfir lengri tíma er að fólk einangrast. Það byrjar sjálft að velja sig út úr hlutum, jafnvel þó það sé kannski aðgengilegt, vegna þess að það verður svolítið félagsfælið og kvíðið yfir því að það komi upp einhver vandamál.“ 17. janúar 2021 21:01
Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00