Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 10:50 Búið er að sprauta 47,5 milljón skömmtum í rússneska arma en einungis 16,5 prósent um 146 milljóna íbúa Rússlands eru fullbólusett. Þessi mynd var tekin þann 12. júlí í einni stærstu bólusetningarmiðstöð Moskvu. AP/Pavel Golovkin Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. Flestir hafa smitast af Delta-afbrigðinu svokallaða sem greindist fyrst á Indlandi og smitast auðveldar manna á milli. Eins og segir í grein Reuters hafa bólusetningar einnig gengið hægt í Rússlandi. Heilt yfir er vitað til þess að 5,8 milljónir Rússa hafi smitast af Covid-19 og að minnst 144.492 hafa dáið. Moscow Times segir frá því að dauðsföll frá upphafi faraldursins, borin saman við meðaltal sama tímabils á undanförnum árum gefi í skyn að mun fleiri hafi í raun dáið vegna faraldursins. Frá því faraldurinn hófst í Rússlandi hafa 483 þúsund fleiri dáið, miðað við undanfarin ár. Þrátt fyrir að Rússar hafi verið fyrstir til að skrá bóluefni gegn Covid-19 hefur gengið erfiðlega að bólusetja þjóðina. Reuters segir að búið sé að sprauta 47,5 milljónum skammta í rússneska arma en einungis 16,5 prósent um 146 milljóna íbúa Rússlands séu fullbólusett. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, hafði sett sér það markmið að bólusetja þrjátíu milljónir Rússa fyrir júní en var langt frá því. Treysta ekki yfirvöldum Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessari varkárni Rússa og meðal þeirra sem oftast er nefnd, er að Rússar treysti ekki yfirvöldum Rússlands og bóluefninu ekki heldur. NBC News ræddu til að mynda við Vasily Vlassov, prófessur í faraldursfræðum í Moskvu, sem sagðist ekki ætla að láta bólusetja sig. Hann hefði smitast í janúar og taldi sig varinn af mótefnum. „Rússar vita að þýskir bílar eru betri en rússneskir bílar og þeir eiga erfitt með að trúa því að rússneskt bóluefni sé betra,“ sagði prófessorinn. Annar íbúi Moskvu sagðist sömuleiðis ekki vilja rússneskt bóluefni. Spútnik V, algengasta bóluefni Rússlands, er talið vera öruggt og veita góða vörn gegn Covid-19. Notkun þess hefur verið samþykkt víða um heim. Erfiðlega hefur gengið að fá samþykki fyrir bóluefnið innan Evrópusambandsins. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) frestaði í síðasta mánuði samþykkt bóluefnisins en í frétt Reuters segir að starfsmenn Gamaleya Institute, sem þróaði bóluefnið, hafi ekki getað útvegað upplýsingar og gögn sem þurfi við ferlið. Samkvæmt heimildarmönnum Reuters hafa ekki borist upplýsingar frá Rússlandi um tilraunir á bóluefninu og þróun þess. Samþykktarferli EMA hófst í mars og átti upprunalega að ljúka í maí eða júní. Vegna erfiðleika í samskiptum við Rússa hefur það þó dregist verulega. Nú er ekki búist við að ferlinu ljúki fyrr í haust. Nokkrir heimildarmenn Reuters sem hafa átt í samskiptum við Gamaleya Institute segja Rússana ekki vana að vinna með stofnunum eins og EMA. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem erfiðlega gengur að fá Spútnik V samþykkt í öðrum ríkjum. Það hefur einnig gerst í Brasilíu, Slóvakíu og Ungverjalandi en þar hefur einnig verið kvartað yfir skorti á gögnum og upplýsingum frá Rússlandi. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Flestir hafa smitast af Delta-afbrigðinu svokallaða sem greindist fyrst á Indlandi og smitast auðveldar manna á milli. Eins og segir í grein Reuters hafa bólusetningar einnig gengið hægt í Rússlandi. Heilt yfir er vitað til þess að 5,8 milljónir Rússa hafi smitast af Covid-19 og að minnst 144.492 hafa dáið. Moscow Times segir frá því að dauðsföll frá upphafi faraldursins, borin saman við meðaltal sama tímabils á undanförnum árum gefi í skyn að mun fleiri hafi í raun dáið vegna faraldursins. Frá því faraldurinn hófst í Rússlandi hafa 483 þúsund fleiri dáið, miðað við undanfarin ár. Þrátt fyrir að Rússar hafi verið fyrstir til að skrá bóluefni gegn Covid-19 hefur gengið erfiðlega að bólusetja þjóðina. Reuters segir að búið sé að sprauta 47,5 milljónum skammta í rússneska arma en einungis 16,5 prósent um 146 milljóna íbúa Rússlands séu fullbólusett. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, hafði sett sér það markmið að bólusetja þrjátíu milljónir Rússa fyrir júní en var langt frá því. Treysta ekki yfirvöldum Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessari varkárni Rússa og meðal þeirra sem oftast er nefnd, er að Rússar treysti ekki yfirvöldum Rússlands og bóluefninu ekki heldur. NBC News ræddu til að mynda við Vasily Vlassov, prófessur í faraldursfræðum í Moskvu, sem sagðist ekki ætla að láta bólusetja sig. Hann hefði smitast í janúar og taldi sig varinn af mótefnum. „Rússar vita að þýskir bílar eru betri en rússneskir bílar og þeir eiga erfitt með að trúa því að rússneskt bóluefni sé betra,“ sagði prófessorinn. Annar íbúi Moskvu sagðist sömuleiðis ekki vilja rússneskt bóluefni. Spútnik V, algengasta bóluefni Rússlands, er talið vera öruggt og veita góða vörn gegn Covid-19. Notkun þess hefur verið samþykkt víða um heim. Erfiðlega hefur gengið að fá samþykki fyrir bóluefnið innan Evrópusambandsins. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) frestaði í síðasta mánuði samþykkt bóluefnisins en í frétt Reuters segir að starfsmenn Gamaleya Institute, sem þróaði bóluefnið, hafi ekki getað útvegað upplýsingar og gögn sem þurfi við ferlið. Samkvæmt heimildarmönnum Reuters hafa ekki borist upplýsingar frá Rússlandi um tilraunir á bóluefninu og þróun þess. Samþykktarferli EMA hófst í mars og átti upprunalega að ljúka í maí eða júní. Vegna erfiðleika í samskiptum við Rússa hefur það þó dregist verulega. Nú er ekki búist við að ferlinu ljúki fyrr í haust. Nokkrir heimildarmenn Reuters sem hafa átt í samskiptum við Gamaleya Institute segja Rússana ekki vana að vinna með stofnunum eins og EMA. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem erfiðlega gengur að fá Spútnik V samþykkt í öðrum ríkjum. Það hefur einnig gerst í Brasilíu, Slóvakíu og Ungverjalandi en þar hefur einnig verið kvartað yfir skorti á gögnum og upplýsingum frá Rússlandi.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent