„Til skammar fyrir íslensk stjórnvöld“ Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 21:30 Hildur Maral, Sigríður Láretta Jónsdóttir og Gunnar Örvarsson voru á meðal mótmælenda við lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. Stöð 2 Mótmælendur fylktu liði frá Austurvelli að lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag og gagnrýndu framferði lögreglu í húsnæði Útlendingastofnunar í síðustu viku. Þar hafi hælisleitendur verið beittir grófu ofbeldi sem sé til skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Mótmælin voru á vegum Refugees in Iceland, No Borders og Solaris. Þau hófust á Austurvelli um miðjan dag og síðan var marserað upp að lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofa ræddi við félagsmenn samtakanna á staðnum. „Okkur ofbauð það sem hefur átt sér stað hérna í þessari viku og í gegnum vikurnar og mánuðina sem á undan voru, aðgerðir og aðfarir lögreglu og Útlendingastofnunar að hælisleitendum á Íslandi," sagði Hildur Maral í samtali við fréttastofu. Kveikjan að mótmælunum var mál hælisleitenda sem að sögn samtakanna voru leiddir í gildru í húsnæði Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningarvottorð, en voru þá handteknir og beittir harðræði af lögreglu. Annar hælisleitendanna var fluttur á bráðadeild í kjölfarið. „Ég myndi lýsa þessari meðferð sem grófu ofbeldi og mannréttindabrotum, sem eru í raun og veru til skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Stjórnvöld sem styðja þessa rasísku útlendingastefnu sem hér er rekin, útlendingastofnun sem vinnur að framgangi hennar fyrir hönd stjórnvalda og lögreglu sem hikar ekki við að beita ofbeldi þegar henni sýnist,“ sagði Gunnar Örvarsson. Embætti ríkislögreglustjóra hefur vísað því alfarið á bug að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtökuna. Palestínsku mönnunum hefur verið vísað úr landi og eftir stendur orð gegn orði. „Út með útlendingastofnun" var kjörorð dagsins hjá mótmælendum, sem telja að hana eigi að leggja niður og finna mannúðlegri lausnir. Sigríður Láretta Jónsdóttir sagði hana ofbeldisfullt afl í innflytjendamálum, sem ætti ekki rétt á sér. Reykjavík Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 11. júlí 2021 12:08 Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Mótmælin voru á vegum Refugees in Iceland, No Borders og Solaris. Þau hófust á Austurvelli um miðjan dag og síðan var marserað upp að lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofa ræddi við félagsmenn samtakanna á staðnum. „Okkur ofbauð það sem hefur átt sér stað hérna í þessari viku og í gegnum vikurnar og mánuðina sem á undan voru, aðgerðir og aðfarir lögreglu og Útlendingastofnunar að hælisleitendum á Íslandi," sagði Hildur Maral í samtali við fréttastofu. Kveikjan að mótmælunum var mál hælisleitenda sem að sögn samtakanna voru leiddir í gildru í húsnæði Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningarvottorð, en voru þá handteknir og beittir harðræði af lögreglu. Annar hælisleitendanna var fluttur á bráðadeild í kjölfarið. „Ég myndi lýsa þessari meðferð sem grófu ofbeldi og mannréttindabrotum, sem eru í raun og veru til skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Stjórnvöld sem styðja þessa rasísku útlendingastefnu sem hér er rekin, útlendingastofnun sem vinnur að framgangi hennar fyrir hönd stjórnvalda og lögreglu sem hikar ekki við að beita ofbeldi þegar henni sýnist,“ sagði Gunnar Örvarsson. Embætti ríkislögreglustjóra hefur vísað því alfarið á bug að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtökuna. Palestínsku mönnunum hefur verið vísað úr landi og eftir stendur orð gegn orði. „Út með útlendingastofnun" var kjörorð dagsins hjá mótmælendum, sem telja að hana eigi að leggja niður og finna mannúðlegri lausnir. Sigríður Láretta Jónsdóttir sagði hana ofbeldisfullt afl í innflytjendamálum, sem ætti ekki rétt á sér.
Reykjavík Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 11. júlí 2021 12:08 Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 11. júlí 2021 12:08
Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent