Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2021 13:42 Jeff Bezos og Richard Branson eru báðir á leið út í geim í þessum mánuði og á eigin geimförum. AP/Patrick Semansky og Mark J. Terrill Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. Branson vonast til þess að geta flutt ferðamenn út í geim á geimskipum Virgin Galactic Geimferðin mun hefjast á því að VSS Unity verður fest við botn breiðþotu og henni verður flogið í um 50 þúsund feta hæð. Þar verður geimfarinu sleppt og kveikt á eldflaugum þess sem munu bera það upp úr gufuhvolfinu. Áhöfn og farþegar geimfarsins munu upplifa nokkurra mínútna þyngdarleysi, áður en geimfarið svífur aftur til jarðar. Þegar mest er verður geimfarið í um 89 kílómetra hæð yfir jörðu. Þetta er í tuttugasta sinn sem VSS Unity verður skotið út í geim og í fjórða sinn sem menn verða um borð í því, samkvæmt frétt Reuters. Þá er þetta í fyrsta sinn sem geimflaugin er fullmönnuð, með tveimur flugstjórum og fjórum farþegum, þar á meðal Branson. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær á sunnudaginn til stendur að skjóta Branson og starfsmönnum hans á loft en bein útsending Virgin Galactic mun hefjast klukkan eitt þann dag. Fleiri auðjöfrar stefna út í geim Branson er ekki eini auðjöfurinn sem stefnir út í geim um þessar mundir. Það ætlar Jeff Bezos sér einnig. Seinna í mánuðinum stendur til að skjóta Bezos út í geim frá höfuðstöðvum Blue Origin, sem Bezos stofnaði. Bezos, sem er 57 ára gamall, verður skotið á loft um borð í sjálfsstýrði geimflaug og verða þrír farþegar um borð. Þeir eru bróðir hans, 82 ára kona og sigurvegari góðgerðauppboðs. Geimferð Bransons verður lengri en geimferð Besoz en sá síðarnefndi stefnir þó á að fara hærra en Branson, eða í um 106 kílómetra hæð, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í september stendur svo til að skjóta Yusaku Maezawa, japönskum auðjöfri, út í geim um borð í geimskipi SpaceX, fyrirtækis auðjöfursins Elons Musk. Sú ferð á að standa yfir í þrjá daga en geimfarið verður á braut um jörðu, sem er töluvert hærra en hinar geimferðirnar ná. Geimurinn Amazon SpaceX Ferðalög Tengdar fréttir Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. 5. júlí 2021 11:07 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Branson vonast til þess að geta flutt ferðamenn út í geim á geimskipum Virgin Galactic Geimferðin mun hefjast á því að VSS Unity verður fest við botn breiðþotu og henni verður flogið í um 50 þúsund feta hæð. Þar verður geimfarinu sleppt og kveikt á eldflaugum þess sem munu bera það upp úr gufuhvolfinu. Áhöfn og farþegar geimfarsins munu upplifa nokkurra mínútna þyngdarleysi, áður en geimfarið svífur aftur til jarðar. Þegar mest er verður geimfarið í um 89 kílómetra hæð yfir jörðu. Þetta er í tuttugasta sinn sem VSS Unity verður skotið út í geim og í fjórða sinn sem menn verða um borð í því, samkvæmt frétt Reuters. Þá er þetta í fyrsta sinn sem geimflaugin er fullmönnuð, með tveimur flugstjórum og fjórum farþegum, þar á meðal Branson. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær á sunnudaginn til stendur að skjóta Branson og starfsmönnum hans á loft en bein útsending Virgin Galactic mun hefjast klukkan eitt þann dag. Fleiri auðjöfrar stefna út í geim Branson er ekki eini auðjöfurinn sem stefnir út í geim um þessar mundir. Það ætlar Jeff Bezos sér einnig. Seinna í mánuðinum stendur til að skjóta Bezos út í geim frá höfuðstöðvum Blue Origin, sem Bezos stofnaði. Bezos, sem er 57 ára gamall, verður skotið á loft um borð í sjálfsstýrði geimflaug og verða þrír farþegar um borð. Þeir eru bróðir hans, 82 ára kona og sigurvegari góðgerðauppboðs. Geimferð Bransons verður lengri en geimferð Besoz en sá síðarnefndi stefnir þó á að fara hærra en Branson, eða í um 106 kílómetra hæð, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í september stendur svo til að skjóta Yusaku Maezawa, japönskum auðjöfri, út í geim um borð í geimskipi SpaceX, fyrirtækis auðjöfursins Elons Musk. Sú ferð á að standa yfir í þrjá daga en geimfarið verður á braut um jörðu, sem er töluvert hærra en hinar geimferðirnar ná.
Geimurinn Amazon SpaceX Ferðalög Tengdar fréttir Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. 5. júlí 2021 11:07 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. 5. júlí 2021 11:07
Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16
Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40
Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40
NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25
Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06