Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júlí 2021 09:54 Tryggvi var formaður þjóðhátíðarnefndar fyrir rúmum áratug. vísir Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. Hann skrifaði grein um málið nýlega þar sem hann segir að hann telji þjóðhátíðarnefnd hafa bognað. Hann skýrði þetta orðalag sitt betur í Bítinu á Bylgjunni í morgun: „Það breyttist ekkert í málinu efnislega frá því að þeir kynna hann inn. Og þeir vissu alveg af þessum þrýstingi áður en þeir kynna hann, eftir því sem ég best veit,“ sagði Tryggvi. „Og ef það koma ekki fram nein haldbær rök og málið kemst ekki á byrjunarreit í okkar réttarríki þá tel ég að það hafi verið að bogna.“ Hann skilaði nefndinni 1.660 undirskriftum fólks í gær, sem hann kveðst hafa staðfest að hafi skrifað undir. Þar er skorað á nefndina að snúa við ákvörðun sinni í máli Ingós og ráða hann aftur til að sjá um brekkusönginn. Nefndin tók ákvörðun um að afbóka Ingó eftir að hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar saka þær Ingó um kynferðisofbeldi. Dómsvaldið færist ekki á samfélagsmiðla Að sögn Tryggva snýst undirskriftasöfnunin ekki um að standa með Ingó og trúa honum frekar en þolendum heldur að hindra það að menn geti verið „dæmdir á samfélagsmiðlum“ án þess að mál þeirra fari í gegn um réttarkerfið. „Það sem ég vil kannski helst ná fram er að vekja athygli á því hvert við erum komin þegar við erum komin inn á samfélagsmiðlana með dómsvaldið,“ segir Tryggvi. Spurður hvort honum þyki sögur kvennanna ekki skipta máli segir hann: „Jú, sögurnar sem slíkar skipta máli en það er gríðarlega mikilvægt að fólk komi fram undir nafni þegar það er með jafn alvarlegar ásakanir.“ Málið hafi verið „rekið“ á samfélagsmiðlum þar sem meintur brotamaður getur ekki varið sig, ekki áfrýjað „dómnum“ og veit þá ekki hve lengi hann á að afplána hann. Þjóðhátíðarnefnd tók við undirskriftunum í gær en hún hefur enn ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Önnur undirskriftasöfnun fór einnig af stað þar sem nefndin er hvött til að standa við ákvörðun sína. Fleiri hafa skrifað undir hana, alls rúmlega þrjú þúsund manns. Leiðrétting: Upprunalega stóð að rúmlega 1.700 hefðu skrifað undir til stuðnings ákvörðun nefndarinnar en þeir eru fleiri en 3.000 þegar þetta er skrifað. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Hann skrifaði grein um málið nýlega þar sem hann segir að hann telji þjóðhátíðarnefnd hafa bognað. Hann skýrði þetta orðalag sitt betur í Bítinu á Bylgjunni í morgun: „Það breyttist ekkert í málinu efnislega frá því að þeir kynna hann inn. Og þeir vissu alveg af þessum þrýstingi áður en þeir kynna hann, eftir því sem ég best veit,“ sagði Tryggvi. „Og ef það koma ekki fram nein haldbær rök og málið kemst ekki á byrjunarreit í okkar réttarríki þá tel ég að það hafi verið að bogna.“ Hann skilaði nefndinni 1.660 undirskriftum fólks í gær, sem hann kveðst hafa staðfest að hafi skrifað undir. Þar er skorað á nefndina að snúa við ákvörðun sinni í máli Ingós og ráða hann aftur til að sjá um brekkusönginn. Nefndin tók ákvörðun um að afbóka Ingó eftir að hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar saka þær Ingó um kynferðisofbeldi. Dómsvaldið færist ekki á samfélagsmiðla Að sögn Tryggva snýst undirskriftasöfnunin ekki um að standa með Ingó og trúa honum frekar en þolendum heldur að hindra það að menn geti verið „dæmdir á samfélagsmiðlum“ án þess að mál þeirra fari í gegn um réttarkerfið. „Það sem ég vil kannski helst ná fram er að vekja athygli á því hvert við erum komin þegar við erum komin inn á samfélagsmiðlana með dómsvaldið,“ segir Tryggvi. Spurður hvort honum þyki sögur kvennanna ekki skipta máli segir hann: „Jú, sögurnar sem slíkar skipta máli en það er gríðarlega mikilvægt að fólk komi fram undir nafni þegar það er með jafn alvarlegar ásakanir.“ Málið hafi verið „rekið“ á samfélagsmiðlum þar sem meintur brotamaður getur ekki varið sig, ekki áfrýjað „dómnum“ og veit þá ekki hve lengi hann á að afplána hann. Þjóðhátíðarnefnd tók við undirskriftunum í gær en hún hefur enn ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Önnur undirskriftasöfnun fór einnig af stað þar sem nefndin er hvött til að standa við ákvörðun sína. Fleiri hafa skrifað undir hana, alls rúmlega þrjú þúsund manns. Leiðrétting: Upprunalega stóð að rúmlega 1.700 hefðu skrifað undir til stuðnings ákvörðun nefndarinnar en þeir eru fleiri en 3.000 þegar þetta er skrifað.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02
Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12