Ítalía líklegri til að vinna EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 14:01 Ítalír voru vel stemmdir fyrir leik sinn gegn Spánverjum í undanúrslitum EM. Ítalska liðið er talið mun líklegra til að vinna mótið heldur en það enska. EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. England er komið í sinn fyrsta úrslitaleik á stórmóti síðan 1966 er liðið varð heimsmeistari, þá einnig á heimavelli. Liðið komst í undanúrslit á EM 1996, einnig á Wembley, en beið þá lægri hlut gegn Þjóðverjum. Loksins loksins er liðið komið í úrslitaleik á nýjan leik og má reikna með að taugarnar séu þandar. Samkvæmt Stats Perform eru 39,9 prósent líkur á að Harry Kane lyfti Evrópumeistaratitlinum. Ekki kemur fram hvort heimavöllurinn sé tekinn með í reikninginn. 60.1% - Italy are currently favoured with a 60.1% chance of winning EURO 2020, according to the Stats Perform prediction model (England, 39.9%). Villains. #ITA #EURO2020 pic.twitter.com/57oQpogeGP— OptaJoe (@OptaJoe) July 8, 2021 Líkurnar eru því með Ítölum í hag ef marka má þessa tölfræði. 60,1 prósent líkur eru á að þeir verði Evrópumeistarar. Bæði lið lentu í vandræðum í undanúrslitum mótsins en England þurfti umdeilda vítaspyrnu í framlengingu gegn Danmörku til að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn. Kane brenndi reyndar af vítinu en fylgdi eftir og tryggði Englandi 2-1 sigur. Ítalía var enn nær því að falla úr leik en leik þeirra gegn Spáni lauk 1-1 eftir venjulegan leiktíma sem og framlengingu. Því var farið í vítaspyrnukeppni þar sem Gianluigi Donnarumma reyndist hetja Ítala sem eru komnir í annan úrslitaleikinn á síðustu þremur Evrópumótum. Ítalir vonast eftir jafnari úrslitaleik heldur en 2012 en þá tapaði Ítalíu 4-0 gegn Spáni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01 Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Sjáðu mörkin og umdeilda vítadóminn á Wembley England vann 2-1 sigur á Dönum eftir framlengdan leik á Evrópumóti karla í fótbolta í kvöld. Umdeild vítaspyrna hafði mikið að segja. 7. júlí 2021 22:10 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Forsíður ítölsku blaðanna: „Guð er ítalskur“ Ítölsku blöðin slógu auðvitað upp sigri fótboltalandsliðsins í undanúrslitaleik EM en ítölsku leikmennirnir fögnuðu sigri á forsíðunum. 7. júlí 2021 08:01 Ítalir í úrslit á EM eftir vítaspyrnukeppni Ítalir eru á leið í úrslitaliek EM eftir sigur gegn Spánverjum í vítaspyrnukeppni. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma og framlengingu 1-1, og 4-2 sigur Spánverja í vítaspyrnukeppni tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum. 6. júlí 2021 21:59 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
England er komið í sinn fyrsta úrslitaleik á stórmóti síðan 1966 er liðið varð heimsmeistari, þá einnig á heimavelli. Liðið komst í undanúrslit á EM 1996, einnig á Wembley, en beið þá lægri hlut gegn Þjóðverjum. Loksins loksins er liðið komið í úrslitaleik á nýjan leik og má reikna með að taugarnar séu þandar. Samkvæmt Stats Perform eru 39,9 prósent líkur á að Harry Kane lyfti Evrópumeistaratitlinum. Ekki kemur fram hvort heimavöllurinn sé tekinn með í reikninginn. 60.1% - Italy are currently favoured with a 60.1% chance of winning EURO 2020, according to the Stats Perform prediction model (England, 39.9%). Villains. #ITA #EURO2020 pic.twitter.com/57oQpogeGP— OptaJoe (@OptaJoe) July 8, 2021 Líkurnar eru því með Ítölum í hag ef marka má þessa tölfræði. 60,1 prósent líkur eru á að þeir verði Evrópumeistarar. Bæði lið lentu í vandræðum í undanúrslitum mótsins en England þurfti umdeilda vítaspyrnu í framlengingu gegn Danmörku til að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn. Kane brenndi reyndar af vítinu en fylgdi eftir og tryggði Englandi 2-1 sigur. Ítalía var enn nær því að falla úr leik en leik þeirra gegn Spáni lauk 1-1 eftir venjulegan leiktíma sem og framlengingu. Því var farið í vítaspyrnukeppni þar sem Gianluigi Donnarumma reyndist hetja Ítala sem eru komnir í annan úrslitaleikinn á síðustu þremur Evrópumótum. Ítalir vonast eftir jafnari úrslitaleik heldur en 2012 en þá tapaði Ítalíu 4-0 gegn Spáni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01 Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Sjáðu mörkin og umdeilda vítadóminn á Wembley England vann 2-1 sigur á Dönum eftir framlengdan leik á Evrópumóti karla í fótbolta í kvöld. Umdeild vítaspyrna hafði mikið að segja. 7. júlí 2021 22:10 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Forsíður ítölsku blaðanna: „Guð er ítalskur“ Ítölsku blöðin slógu auðvitað upp sigri fótboltalandsliðsins í undanúrslitaleik EM en ítölsku leikmennirnir fögnuðu sigri á forsíðunum. 7. júlí 2021 08:01 Ítalir í úrslit á EM eftir vítaspyrnukeppni Ítalir eru á leið í úrslitaliek EM eftir sigur gegn Spánverjum í vítaspyrnukeppni. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma og framlengingu 1-1, og 4-2 sigur Spánverja í vítaspyrnukeppni tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum. 6. júlí 2021 21:59 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01
Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45
Sjáðu mörkin og umdeilda vítadóminn á Wembley England vann 2-1 sigur á Dönum eftir framlengdan leik á Evrópumóti karla í fótbolta í kvöld. Umdeild vítaspyrna hafði mikið að segja. 7. júlí 2021 22:10
Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35
Forsíður ítölsku blaðanna: „Guð er ítalskur“ Ítölsku blöðin slógu auðvitað upp sigri fótboltalandsliðsins í undanúrslitaleik EM en ítölsku leikmennirnir fögnuðu sigri á forsíðunum. 7. júlí 2021 08:01
Ítalir í úrslit á EM eftir vítaspyrnukeppni Ítalir eru á leið í úrslitaliek EM eftir sigur gegn Spánverjum í vítaspyrnukeppni. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma og framlengingu 1-1, og 4-2 sigur Spánverja í vítaspyrnukeppni tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum. 6. júlí 2021 21:59