Enginn komst lífs af í flugslysinu á Kamtsjatka Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2021 11:12 Antonov An-26 með sömu einkennisstafi og vélin sem hrapaði á Elizovo-flugvelli við Petropavlovsk á Kamtsjatka í nóvember. AP/Marina Lystseva Allir fórust þegar farþegaflugvél hrapaði á Kamtsjatkaskaga í Austur-Rússlandi, að sögn björgunarsveita þar. Um borð voru tuttugu og tveir farþegar auk sex manna áhafnar. Flugvélin var tæplega fjörutíu ára gömul af gerðinni Antonov An-26 í eigu fyrirtækisins Kamchatka Aviation Enterprise. Hún var á leiðinni frá Petropavlovsk, höfuðborg Kamtsjatkahéraðs, til þorpsins Palana á norðanverðum skaganum þegar hún missti samband við flugturn. Þá var hún aðeins um tíu kílómetrum frá flugvellinum í Palana. Talið er að vélin hafi flugið á klettavegg. Skýjað var á svæðinu þegar vélin brotlenti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Flugmálayfirvöld staðfestu að flakið væri fundið. Þyrlur og björgunarlið á jörðu niðri voru send til leitar. Olga Mokhireva, bæjarstjóri Palana, var um borð í flugvélinni að sögn TASS-fréttastofunnar rússnesku. Vladímír Solodov, ríkisstjóri Kamtsjatka, sagði Interfax-fréttastofunni, að skrokkur flugvélarinnar hefði fundist á landi nærri ströndinni um fimm kílómetrum frá flugbrautinni en brak úr henni hafi drefist yfir Okhotsk-haf. Þrátt fyrir að vélin hafi verið í notkun frá 1982 fullyrti Alexei Khabarov, forstjóri flugfélagsins, að hún hefði verið í góðu ástandi. Sakamálarannsókn er hafin á slysinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Tíu manns fórust þegar vél af svipaðri gerð í eigu sama flugfélags hrapaði í skóglendi á Kamtsjatkaskaga árið 2012. Sú vél var á sömu flugleið og sú sem hrapaði í morgun. Rannsókn leiddi í ljós að báðir flugmennirnir voru ölvaðir. Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússnesk flugvél með 28 um borð hrapaði við Kamtsjaka Rússnesk farþegaflugvél af gerðinni Antonov An-26 hrapaði í sjóinn nærri Kamtsjatka-skaga í austurhluta Rússlands í nótt. Alls voru 22 farþegar um borð og sex í áhöfn. 6. júlí 2021 07:25 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Flugvélin var tæplega fjörutíu ára gömul af gerðinni Antonov An-26 í eigu fyrirtækisins Kamchatka Aviation Enterprise. Hún var á leiðinni frá Petropavlovsk, höfuðborg Kamtsjatkahéraðs, til þorpsins Palana á norðanverðum skaganum þegar hún missti samband við flugturn. Þá var hún aðeins um tíu kílómetrum frá flugvellinum í Palana. Talið er að vélin hafi flugið á klettavegg. Skýjað var á svæðinu þegar vélin brotlenti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Flugmálayfirvöld staðfestu að flakið væri fundið. Þyrlur og björgunarlið á jörðu niðri voru send til leitar. Olga Mokhireva, bæjarstjóri Palana, var um borð í flugvélinni að sögn TASS-fréttastofunnar rússnesku. Vladímír Solodov, ríkisstjóri Kamtsjatka, sagði Interfax-fréttastofunni, að skrokkur flugvélarinnar hefði fundist á landi nærri ströndinni um fimm kílómetrum frá flugbrautinni en brak úr henni hafi drefist yfir Okhotsk-haf. Þrátt fyrir að vélin hafi verið í notkun frá 1982 fullyrti Alexei Khabarov, forstjóri flugfélagsins, að hún hefði verið í góðu ástandi. Sakamálarannsókn er hafin á slysinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Tíu manns fórust þegar vél af svipaðri gerð í eigu sama flugfélags hrapaði í skóglendi á Kamtsjatkaskaga árið 2012. Sú vél var á sömu flugleið og sú sem hrapaði í morgun. Rannsókn leiddi í ljós að báðir flugmennirnir voru ölvaðir.
Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússnesk flugvél með 28 um borð hrapaði við Kamtsjaka Rússnesk farþegaflugvél af gerðinni Antonov An-26 hrapaði í sjóinn nærri Kamtsjatka-skaga í austurhluta Rússlands í nótt. Alls voru 22 farþegar um borð og sex í áhöfn. 6. júlí 2021 07:25 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Rússnesk flugvél með 28 um borð hrapaði við Kamtsjaka Rússnesk farþegaflugvél af gerðinni Antonov An-26 hrapaði í sjóinn nærri Kamtsjatka-skaga í austurhluta Rússlands í nótt. Alls voru 22 farþegar um borð og sex í áhöfn. 6. júlí 2021 07:25