Útilokuð frá Ólympíuleikunum en lofar því að verða heimsmeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 09:30 Sha'Carri Richardson er enn bara 21 árs gömul og á því framtíðina fyrir sér. Getty/Cliff Hawkins Sha'Carri Richardson hefur allt til þess að bera til að verða næsta súperstjarna í frjálsum íþróttum en marijúana notkun hennar kom fram á lyfjaprófi á dögunum og missti hún fyrir vikið keppnisrétt inn á Ólympíuleikunum í Tókýó. Sha'Carri er mjög hæfileikarík og afar litrík á hlaupabrautinni. Það var mikið fjallað um hana eftir að hún tryggði sig inn á leikana. Frétt um fall á lyfjaprófi kom því flatt upp á marga. Richardson hefur komið fram og beðist afsökunar á neyslu sinni en hún sagðist hafa reykt marijúana til að róa sig niður eftir að hafa frétt af andláti líffræðilegrar móður sinnar. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) Margir hafa komið fram og hneykslast á því, að efni sem hjálpar henni ekki á hlaupabrautinni, sé að koma í veg fyrir að hún megi keppa á leikunum. Reglur eru samt reglur og þeim ber að fylgja. Sha'Carri Richardson vann bandaríska úrtökumótið í 100 metra hlaupi þegar hún hljóp á 10,86 sekúndum. Það var því búist við því að hún tæki gullverðlaunin á leikunum og gæti orðið fyrsta bandaríski spretthlauparinn til að vinna Ólympíugull í 100 metra hlaupi kvenna síðan 1996. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) „Þetta eru bara einir Ólympíuleikar. Ég er 21 árs gömul og er því enn mjög ung. Ég hef nóg að Ólympíuleikum til að keppa á í framtíðinni og ég hef nóg af hæfileikum. Allt sem ég geri er náttúrulegt og hér eru engir sterar eða eitthvað slíkt,“ sagði Sha'Carri Richardson. „Þetta atvik snerist um marijúana og um leið og refsingin er liðin þá mun ég geta keppt aftur. Í hvert skipti sem ég fer inn á hlaupabrautina þá verð ég tilbúin í allt það sem Alþjóðalyfjanefndin vill fá frá mér,“ sagði Richardson í samtali við ESPN. Hún kom seinna fram með yfirlýsingu á Twitter. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Mér þykir leitt að geta ekki orðið Ólympíumeistari í ár en ég lofa því að ég verð heimsmeistarinn ykkar á næsta ári,“ sagði Richardson. Næsta heimsmeistaramót í frjálsum fer fram í Oregon í Bandaríkjunum í ágúst á næsta ári. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira
Sha'Carri er mjög hæfileikarík og afar litrík á hlaupabrautinni. Það var mikið fjallað um hana eftir að hún tryggði sig inn á leikana. Frétt um fall á lyfjaprófi kom því flatt upp á marga. Richardson hefur komið fram og beðist afsökunar á neyslu sinni en hún sagðist hafa reykt marijúana til að róa sig niður eftir að hafa frétt af andláti líffræðilegrar móður sinnar. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) Margir hafa komið fram og hneykslast á því, að efni sem hjálpar henni ekki á hlaupabrautinni, sé að koma í veg fyrir að hún megi keppa á leikunum. Reglur eru samt reglur og þeim ber að fylgja. Sha'Carri Richardson vann bandaríska úrtökumótið í 100 metra hlaupi þegar hún hljóp á 10,86 sekúndum. Það var því búist við því að hún tæki gullverðlaunin á leikunum og gæti orðið fyrsta bandaríski spretthlauparinn til að vinna Ólympíugull í 100 metra hlaupi kvenna síðan 1996. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) „Þetta eru bara einir Ólympíuleikar. Ég er 21 árs gömul og er því enn mjög ung. Ég hef nóg að Ólympíuleikum til að keppa á í framtíðinni og ég hef nóg af hæfileikum. Allt sem ég geri er náttúrulegt og hér eru engir sterar eða eitthvað slíkt,“ sagði Sha'Carri Richardson. „Þetta atvik snerist um marijúana og um leið og refsingin er liðin þá mun ég geta keppt aftur. Í hvert skipti sem ég fer inn á hlaupabrautina þá verð ég tilbúin í allt það sem Alþjóðalyfjanefndin vill fá frá mér,“ sagði Richardson í samtali við ESPN. Hún kom seinna fram með yfirlýsingu á Twitter. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Mér þykir leitt að geta ekki orðið Ólympíumeistari í ár en ég lofa því að ég verð heimsmeistarinn ykkar á næsta ári,“ sagði Richardson. Næsta heimsmeistaramót í frjálsum fer fram í Oregon í Bandaríkjunum í ágúst á næsta ári.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira