„Ævintýri fyrir okkur fjölskylduna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 18:45 Anton Rúnarsson segist líklega hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Val og heldur til Þýskalands. vísir/bára Anton Rúnarsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals í handbolta, er á leið í atvinnumennsku þrátt fyrir að vera 33 ára gamall. Hann segist líkast til hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Val. Anton var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að þeir tryggðu sér titilinn í úrslitaeinvígi við deildarmeistara Hauka. Anton fer nú út til Emsdetten en hann lék þar áður frá 2014 til 2016. „Þetta er náttúrulega bara spennandi tækifæri og gaman fyrir mig og fjölskylduna að fá að upplifa þetta aftur, þannig að þetta var eitthvað sem var erfitt að segja nei við þó maður vilji auðvitað vera áfram í Val í góðu umhverfi hér. En þetta var bara aðeins meira ævintýri fyrir okkur fjölskylduna.“ sagði Anton í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Anton skrifaði undir þriggja ára samning við Emsdetten en það er ekki á hverjum degi sem 33 ára gamall leikmaður fer í atvinnumennsku. „Nei, nei, það er alveg rétt. Ætli ég sé ekki með þeim elstu sem fara úr íslensku deildinni aftur út en eins og ég segi, maður lifir fyrir handboltann og leggur mikið í þetta. Þegar svona tækifæri koma, að fara aftur út í atvinnumennskuna og í lið sem ég spilaði í og þekki umhverfið, þá var þetta bara of spennandi til að hafna því.“ „Þetta er rosalega flott dæmi þarna úti í Þýskalandi, það er æft tvisvar á dag og bara atvinnumannalið þannig að það þarf að halda vel á spilunum og standa sig, og það ætla ég að gera.“ segir Anton. Finnst hann vera 23 ára En hvað sér Anton fyrir sér að vera lengi að? „Ég fæ þetta frá vinunum og fleirum, hvort maður fari ekki að hætta þessu, en ég er bara ennþá ungur og mér finnst ég bara vera 23 ára. Mér finnst þetta rosalega gaman og legg líf og sál í þetta, æfði eftir því í vetur og er að uppskera núna. Ég er bara 100% on og ætla mér að halda áfram í þessu.“ Anton vann áður Íslandsmeistaratitil með Val 2017 en segir titilinn í ár vera sætari þar sem hann spili líkast til ekki aftur með uppeldisfélaginu. „Ég verð eiginlega að segja það, þar sem þetta var að öllum líkindum minn síðasti leikur fyrir Val og ég ólst hérna upp. Aldrei að segja aldrei, en ég vissi það að ég þyrfti að leggja mikið í sölurnar til að ná þessu markmiði og það gekk heldur betur eftir. Liðið stóð sig frábærlega, við náðum að landa þessu saman svo þetta var extra sætt.“ segir Anton. Viðtalið við Anton má sjá að neðan. Klippa: Anton Rúnarsson úr Sportpakka 4.7.2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Anton var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að þeir tryggðu sér titilinn í úrslitaeinvígi við deildarmeistara Hauka. Anton fer nú út til Emsdetten en hann lék þar áður frá 2014 til 2016. „Þetta er náttúrulega bara spennandi tækifæri og gaman fyrir mig og fjölskylduna að fá að upplifa þetta aftur, þannig að þetta var eitthvað sem var erfitt að segja nei við þó maður vilji auðvitað vera áfram í Val í góðu umhverfi hér. En þetta var bara aðeins meira ævintýri fyrir okkur fjölskylduna.“ sagði Anton í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Anton skrifaði undir þriggja ára samning við Emsdetten en það er ekki á hverjum degi sem 33 ára gamall leikmaður fer í atvinnumennsku. „Nei, nei, það er alveg rétt. Ætli ég sé ekki með þeim elstu sem fara úr íslensku deildinni aftur út en eins og ég segi, maður lifir fyrir handboltann og leggur mikið í þetta. Þegar svona tækifæri koma, að fara aftur út í atvinnumennskuna og í lið sem ég spilaði í og þekki umhverfið, þá var þetta bara of spennandi til að hafna því.“ „Þetta er rosalega flott dæmi þarna úti í Þýskalandi, það er æft tvisvar á dag og bara atvinnumannalið þannig að það þarf að halda vel á spilunum og standa sig, og það ætla ég að gera.“ segir Anton. Finnst hann vera 23 ára En hvað sér Anton fyrir sér að vera lengi að? „Ég fæ þetta frá vinunum og fleirum, hvort maður fari ekki að hætta þessu, en ég er bara ennþá ungur og mér finnst ég bara vera 23 ára. Mér finnst þetta rosalega gaman og legg líf og sál í þetta, æfði eftir því í vetur og er að uppskera núna. Ég er bara 100% on og ætla mér að halda áfram í þessu.“ Anton vann áður Íslandsmeistaratitil með Val 2017 en segir titilinn í ár vera sætari þar sem hann spili líkast til ekki aftur með uppeldisfélaginu. „Ég verð eiginlega að segja það, þar sem þetta var að öllum líkindum minn síðasti leikur fyrir Val og ég ólst hérna upp. Aldrei að segja aldrei, en ég vissi það að ég þyrfti að leggja mikið í sölurnar til að ná þessu markmiði og það gekk heldur betur eftir. Liðið stóð sig frábærlega, við náðum að landa þessu saman svo þetta var extra sætt.“ segir Anton. Viðtalið við Anton má sjá að neðan. Klippa: Anton Rúnarsson úr Sportpakka 4.7.2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira