Lífslíkur íslenskra kvenna sem fá brjóstakrabbamein minni en kvenna á Norðurlöndunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2021 19:01 Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinskrár Krabbameinsfélags Íslands. vísir/sigurjón Lífslíkur íslenskra kvenna sem fá brjóstakrabbamein eru heldur minni en kvenna á Norðurlöndunum samkvæmt nýrri rannsókn. Þrettán prósent láta lífið á fyrstu fimm árum eftir greiningu hér á landi. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum hér á landi og að meðaltali greinast 235 konur árlega og er meðalaldur þeirra 62 ár. Krabbameinsskrár á Norðurlöndunum hafa undanfarna mánuði unnið að samanburðarrannsókn þar sem meðal annars voru bornar saman lífslífur kvenna sem greinast með brjótakrabbamein. „Eitt af því sem voru vísbendingar um þar var að horfurnar hjá íslenskum konunum hafi ekki batnað eins mikið og hjá hinum og það er frá 2005 sem er eins og við förum aðeins að dragast aftur úr,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinskrár Krabbameinsfélags Íslands. 87 prósent íslenskra kvenna séu á lífi fimm árum eftir greiningu, samkvæmt rannsókninni. „Það þýðir í raun að þrettán prósent deyja úr sínu meini á fyrstu fimm árunum eftir greiningu,“ segir Laufey. Staðan sé betri á hinum Norðurlöndunum þar sem tíu prósent láti lífið á fyrstu fimm árunum eftir greiningu. „Nema ekki í Danmörku, sem voru lang slökust en eru búin að ná okkur núna,“ segir Laufey. Staðan sé verst og munurinn mestur á Íslandi og hinum Norðurlöndunum ef litið er til kvenna yfir sjötugt. Það sé tvennt sem gæti skýrt þessa þróun. Annars vegar að íslenskar konur séu að greinast seinna en þar til nýlega var ekki skimað fyrir brjóstakrabbameini hjá konum á aldrinum 70 til 74 ára. „Og svo hitt hvort meðferðin sé einhvern veginn öðruvísi hjá þessum eldri konum en yngri og það sé eitthvað ólíkt miðað við hin Noðurlöndin,“ segir Laufey. Fundað hafi verið um málið með landlækni og nú verði kafað ofan í ástæður þróunarinnar. „Það er það næsta sem verður gert og vonandi komust við að niðurstöðu sem allra fyrst,“ segir Laufey. Enda sé þetta áhyggjuefni. „Við erum enn með mjög góðar horfur en þetta er kannski einhver tilhneiging sem er í gangi þarna og það er mikilvægt að við grípum strax inn í og reynum að komast að því hvað er að gerast þarna og strax reyna að snúa þessu við,“ segir Laufey. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum hér á landi og að meðaltali greinast 235 konur árlega og er meðalaldur þeirra 62 ár. Krabbameinsskrár á Norðurlöndunum hafa undanfarna mánuði unnið að samanburðarrannsókn þar sem meðal annars voru bornar saman lífslífur kvenna sem greinast með brjótakrabbamein. „Eitt af því sem voru vísbendingar um þar var að horfurnar hjá íslenskum konunum hafi ekki batnað eins mikið og hjá hinum og það er frá 2005 sem er eins og við förum aðeins að dragast aftur úr,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinskrár Krabbameinsfélags Íslands. 87 prósent íslenskra kvenna séu á lífi fimm árum eftir greiningu, samkvæmt rannsókninni. „Það þýðir í raun að þrettán prósent deyja úr sínu meini á fyrstu fimm árunum eftir greiningu,“ segir Laufey. Staðan sé betri á hinum Norðurlöndunum þar sem tíu prósent láti lífið á fyrstu fimm árunum eftir greiningu. „Nema ekki í Danmörku, sem voru lang slökust en eru búin að ná okkur núna,“ segir Laufey. Staðan sé verst og munurinn mestur á Íslandi og hinum Norðurlöndunum ef litið er til kvenna yfir sjötugt. Það sé tvennt sem gæti skýrt þessa þróun. Annars vegar að íslenskar konur séu að greinast seinna en þar til nýlega var ekki skimað fyrir brjóstakrabbameini hjá konum á aldrinum 70 til 74 ára. „Og svo hitt hvort meðferðin sé einhvern veginn öðruvísi hjá þessum eldri konum en yngri og það sé eitthvað ólíkt miðað við hin Noðurlöndin,“ segir Laufey. Fundað hafi verið um málið með landlækni og nú verði kafað ofan í ástæður þróunarinnar. „Það er það næsta sem verður gert og vonandi komust við að niðurstöðu sem allra fyrst,“ segir Laufey. Enda sé þetta áhyggjuefni. „Við erum enn með mjög góðar horfur en þetta er kannski einhver tilhneiging sem er í gangi þarna og það er mikilvægt að við grípum strax inn í og reynum að komast að því hvað er að gerast þarna og strax reyna að snúa þessu við,“ segir Laufey.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira