Öll þrjú vítin varin í Eyjum: „Sérstakt“ að sú markahæsta fari ekki aftur á punktinn Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 16:01 Íris Dögg Gunnarsdóttir með boltann eftir að hafa gripið hann í seinni vítaspyrnu ÍBV. Stöð 2 Sport Öll þrjú vítin í leik ÍBV og Þróttar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta á þriðjudag voru varin. Íris Dögg Gunnarsdóttir varði tvö víti í marki Þróttar og tryggði liðinu sínu 2-1 útisigur. Vítin voru til umræðu í Pepsi Max Mörkunum í gærkvöld þar sem Helena Ólafsdóttir var með þær Mist Rúnarsdóttur og Lilja Dögg Valþórsdóttir sem sérfræðinga. Delaney Baie Pridham kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik og fékk tækifæri til að tvöfalda forskotið í lok fyrri hálfleiks eftir að víti var dæmt á Sóleyju Maríu Steinarsdóttur fyrir brot á Olgu Sevcovu. „Þær lenda undir þarna en Íris Dögg Gunnarsdóttir er þvílíkur „match-winner“ fyrir Þrótt þarna. Hún ver víti í uppbótartíma í fyrri hálfleik, sem heldur þeim „bara“ einu marki undir, og bjargar svo þessum þremur stigum í lokin með því að verja annað víti,“ sagði Mist, en vítin og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Vítin í Vestmannaeyjum Íris var ekki á því að dæma hefði átt víti á Sóleyju: „Ég veit ekki með þetta. Hún [Olga] er auðvitað klók; finnur fyrir handleggnum á bakinu á sér og lætur sig bara detta. En þetta var ekki snerting sem hefði alla jafna látið hana detta.“ Olga náði einnig í seinna vítið sem ÍBV fékk en þá braut Lorena Baumann á henni. Liana Hinds tók vítið í þetta sinn en Íris greip boltann. „Þetta er ekki gott víti,“ benti Lilja á og Helena velti fyrir sér hvort að Hinds hefði átt að taka þetta víti og Mist sagði að Pridham hefði verðskuldað annað tækifæri: „Mér finnst það alla vega sérstakt þegar þú ert með markahæsta leikmann deildarinnar á þessum tímapunkti, þó að hún hafi klúðrað einu víti, að hún fari ekki aftur á punktinn. En kannski er Liana sjóðheit í vítakeppnum á æfingum,“ sagði Mist. Þróttur fékk eitt víti, þegar Antoinette Williams braut á Katherine Cousins. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði spyrnu Ólafar Sigríðar Kristinsdóttur en Ólöf náði hins vegar að fylgja á eftir og skora sigurmark Þróttar. Öll vítin og umræðuna má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Þróttur Reykjavík Pepsi Max-mörkin Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Vítin voru til umræðu í Pepsi Max Mörkunum í gærkvöld þar sem Helena Ólafsdóttir var með þær Mist Rúnarsdóttur og Lilja Dögg Valþórsdóttir sem sérfræðinga. Delaney Baie Pridham kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik og fékk tækifæri til að tvöfalda forskotið í lok fyrri hálfleiks eftir að víti var dæmt á Sóleyju Maríu Steinarsdóttur fyrir brot á Olgu Sevcovu. „Þær lenda undir þarna en Íris Dögg Gunnarsdóttir er þvílíkur „match-winner“ fyrir Þrótt þarna. Hún ver víti í uppbótartíma í fyrri hálfleik, sem heldur þeim „bara“ einu marki undir, og bjargar svo þessum þremur stigum í lokin með því að verja annað víti,“ sagði Mist, en vítin og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Vítin í Vestmannaeyjum Íris var ekki á því að dæma hefði átt víti á Sóleyju: „Ég veit ekki með þetta. Hún [Olga] er auðvitað klók; finnur fyrir handleggnum á bakinu á sér og lætur sig bara detta. En þetta var ekki snerting sem hefði alla jafna látið hana detta.“ Olga náði einnig í seinna vítið sem ÍBV fékk en þá braut Lorena Baumann á henni. Liana Hinds tók vítið í þetta sinn en Íris greip boltann. „Þetta er ekki gott víti,“ benti Lilja á og Helena velti fyrir sér hvort að Hinds hefði átt að taka þetta víti og Mist sagði að Pridham hefði verðskuldað annað tækifæri: „Mér finnst það alla vega sérstakt þegar þú ert með markahæsta leikmann deildarinnar á þessum tímapunkti, þó að hún hafi klúðrað einu víti, að hún fari ekki aftur á punktinn. En kannski er Liana sjóðheit í vítakeppnum á æfingum,“ sagði Mist. Þróttur fékk eitt víti, þegar Antoinette Williams braut á Katherine Cousins. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði spyrnu Ólafar Sigríðar Kristinsdóttur en Ólöf náði hins vegar að fylgja á eftir og skora sigurmark Þróttar. Öll vítin og umræðuna má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Þróttur Reykjavík Pepsi Max-mörkin Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira