Konur í landinu fá hrós dagsins Halla Þorvaldsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir skrifa 2. júlí 2021 08:00 Í gær, þann 1. júlí 2021, bárust þau tíðindi að heilbrigðisyfirvöld hefðu ákveðið að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands eftir að þær voru fluttar til Danmerkur í janúar. Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun, sem er stórt skref í þá átt að vinda ofan af þeim vandræðum sem uppi eru varðandi leghálsskimanir. Ákvörðunin mun á endanum draga úr vantrausti kvenna og stytta biðtíma eftir niðurstöðum verulega. Flutningur rannsóknanna til Danmerkur var að mati Krabbameinsfélagsins algerlega ónauðsynlegur. Einungis sex mánuðir eru liðnir síðan rannsóknirnar voru alfarið gerðar hér á landi. Nauðsynleg þekking og búnaður kann því að vera enn til staðar. Ef raunverulegur áhugi og metnaður er fyrir því að flytja rannsóknirnar frá Danmörku og hefja þær á ný hér á landi getur það verið auðvelt í framkvæmd. Ákvörðunin er mjög gott fyrsta skref. Enn vantar hins vegar mjög mikið upp á að konur í landinu fái skýrar upplýsingar um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skimunum og að þjónusta, eftirlit og upplýsingagjöf sé gagnsæ og skilvirk. Viðvarandi vandræði eftir flutning skimananna hafa valdið miklu óöryggi og vanlíðan hjá fjölda kvenna og aðstandenda þeirra. Allt kapp þarf að leggja á að endurvekja traust þeirra. Konur í landinu og fjöldi fagfólks hefur með mjög eindregnum hætti sýnt að þeim stendur ekki á sama um skimanir heldur láta sig málin varða. Ákall kvenna er gríðarlega sterkt eins og sést á fjöldahreyfingu á samfélagsmiðlum og fjölmiðlaumræðu. Þátttaka í skimunum jókst verulega frá haustinu 2018 og hélst þannig út árið 2020, ef horft er framhjá áhrifum Covid-19. Með lækkun komugjalds má búast við stóraukinni mætingu kvenna – en til að svo megi verða þarf að laga ákveðin atriði strax. Um leið og við gleðjumst yfir þessu fyrsta skrefi í átt að kerfi sem virkar, verðum við að muna að bráðnauðsynlegt er að koma á góðri upplýsingagjöf, lifandi samtali og upplýstu samráði við konur í landinu um þeirra eigin heilsu. Markmið með skimununum er að Ísland haldi sig í fremstu röð varðandi árangur gegn leghálskrabbameini. Til þess þarf traust og tiltrú kvenna, þátttaka þeirra í skimunum er forsenda árangurs. Konur á Íslandi bíða og mikið er í húfi. Nú er lag að greikka sporið af alvöru og láta verkin tala. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Valgerður Sigurðardóttir er formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í gær, þann 1. júlí 2021, bárust þau tíðindi að heilbrigðisyfirvöld hefðu ákveðið að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands eftir að þær voru fluttar til Danmerkur í janúar. Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun, sem er stórt skref í þá átt að vinda ofan af þeim vandræðum sem uppi eru varðandi leghálsskimanir. Ákvörðunin mun á endanum draga úr vantrausti kvenna og stytta biðtíma eftir niðurstöðum verulega. Flutningur rannsóknanna til Danmerkur var að mati Krabbameinsfélagsins algerlega ónauðsynlegur. Einungis sex mánuðir eru liðnir síðan rannsóknirnar voru alfarið gerðar hér á landi. Nauðsynleg þekking og búnaður kann því að vera enn til staðar. Ef raunverulegur áhugi og metnaður er fyrir því að flytja rannsóknirnar frá Danmörku og hefja þær á ný hér á landi getur það verið auðvelt í framkvæmd. Ákvörðunin er mjög gott fyrsta skref. Enn vantar hins vegar mjög mikið upp á að konur í landinu fái skýrar upplýsingar um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skimunum og að þjónusta, eftirlit og upplýsingagjöf sé gagnsæ og skilvirk. Viðvarandi vandræði eftir flutning skimananna hafa valdið miklu óöryggi og vanlíðan hjá fjölda kvenna og aðstandenda þeirra. Allt kapp þarf að leggja á að endurvekja traust þeirra. Konur í landinu og fjöldi fagfólks hefur með mjög eindregnum hætti sýnt að þeim stendur ekki á sama um skimanir heldur láta sig málin varða. Ákall kvenna er gríðarlega sterkt eins og sést á fjöldahreyfingu á samfélagsmiðlum og fjölmiðlaumræðu. Þátttaka í skimunum jókst verulega frá haustinu 2018 og hélst þannig út árið 2020, ef horft er framhjá áhrifum Covid-19. Með lækkun komugjalds má búast við stóraukinni mætingu kvenna – en til að svo megi verða þarf að laga ákveðin atriði strax. Um leið og við gleðjumst yfir þessu fyrsta skrefi í átt að kerfi sem virkar, verðum við að muna að bráðnauðsynlegt er að koma á góðri upplýsingagjöf, lifandi samtali og upplýstu samráði við konur í landinu um þeirra eigin heilsu. Markmið með skimununum er að Ísland haldi sig í fremstu röð varðandi árangur gegn leghálskrabbameini. Til þess þarf traust og tiltrú kvenna, þátttaka þeirra í skimunum er forsenda árangurs. Konur á Íslandi bíða og mikið er í húfi. Nú er lag að greikka sporið af alvöru og láta verkin tala. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Valgerður Sigurðardóttir er formaður Krabbameinsfélagsins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun