Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2021 18:29 Tómas segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig þegar hoppukastalinn tókst á loft. Vísir Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. Tugir barna voru í hoppukastalanum þegar hann tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. „Ég var með þrjá sjö ára drengi með mér og við komum þarna að sölubás og þar voru tveir fjórtán eða fimmtán ára drengir sem voru að vinna þarna. Ég spurði hvort það væri þarna einhver fullorðinn og hann svaraði því til að „nei þarna væri enginn fullorðinn, foreldrarnir skrifuðu undir um að þeir beri ábyrgð á börnunum.“ Þannig að eins og ég skildi þetta var enginn fullorðinn á staðnum,“ segir Tómas Buchholz, foreldri, í samtali við Vísi. Kastalinn kastaðist fimmtán metra inn á sjálfan sig Drengirnir þrír sem voru í fylgd með honum stukku, eins og við var að búast, upp á kastalann og Tómas hélt sig nálægt þeim og fylgdist með. Hann lýsir því þegar vindhviðan feykti annarri hlið kastalans, og einu horni á loft. „Maður verður að gera sér grein fyrir því að þetta er risastórt. Þannig að þegar hann tekst á loft þá flettist hann saman, önnur hliðin og hornið lagðist yfir hinn hlutann af kastalanum,“ segir Tómas. Hann segist hafa rætt við föður sem var með tvær ungar dætur sínar á staðnum, fimm og sex ára, en þær voru á horni kastalans sem tókst á loft. „Hann segir að hann haldi að hliðin hafi henst einhverja fimmtán metra inn í kastalann. Hugsaðu þér að vera með fimm, sex ára dætur sínar í þessum aðstæðum.“ Vissu ekki hvort öll börn væru komin í leitirnar Hann segir mikla ringulreið hafa gripið um sig meðal foreldra. „Það grípur um sig alger ringulreið hérna og fullorðna fólkið, foreldrarnir hlaupa til og byrja að skríða undir kastalann til að leita að börnunum. Við hrópum og hrópum, það eru allir að hrópa ofan í hvern annan að leita að börnunum, og maður gerir sér enga grein fyrir því þegar maður er undir kastalanum hvort börnin mans eða annarra séu komin út,“ segir Tómas. „Á einhverju augnabliki kem ég undan og sé að strákarnir sem ég var með voru hólpnir en þá byrjum við á því, af því að við gátum ekki verið viss um að allir foreldrar væru á staðnum, sem þýddi það að við gátum ekki verið viss um það að þó við héldum að það væri búið að finna öll börnin að það væru öll börn fundin. Við vissum ekki hvort það væru öll börn komin í leitirnar.“ Skriðu í línu yfir kastalann til að tryggja að ekkert barn væri enn undir Foreldrarnir gripu á það ráð að reyna að fletta kastalanum aftur í sundur en það hafi gengið brösuglega vegna þess hve stór og mikill kastalinn sé. „Það var bara allsherjar ringulreið og þá þróast það þannig að við grípum til þess ráðs að við förum að fletta kastalanum til baka og þetta er mikið gúmmí og ótrúlegt flæmi þannig að bara það að grípa í kastalann til að toga í hann er eiginlega alveg ómögulegt,“ segir Tómas. Sú tilraun hafi í raun ekki gengið upp fyrr en viðbragðsaðilar komu á staðinn, sem voru með hnífa, og gátu rist op á kastalann. „Allt í einu voru komnir lögreglumenn þarna þannig að við gátum rist á kastalann til að ná allavega gripi. Okkur tókst einhvern vegin eftir dúk og disk að fletta kastalann að megninu út aftur. Það var samt ekki nóg þannig að þetta hefur örugglega tekið einhverjar 25 mínútur að ganga úr skugga um það að það væru ekki einhver börn sem væru þarna hjálparvana og jafnvel alvarlega slösuð einhvers staðar undir kastalanum.“ Hann segir viðbragðsaðila þó hafa verið jafn ringlaðir og foreldrarnir til að byrja með. „En þeir voru raunverulega jafn ringlaðir og við í byrjun hvað ætti að gera þarna því þetta var bara ein stór klessa þessi hoppuborg. Svo var uppblásinn kastali einhvers staðar, hvernig fellur hann saman, er hann ofan á einhverjum, það er bara eitthvað hrúgald,“ segir Tómas. „Svo fyrir rest þegar þetta var tiltölulega flatt út þá mynduðum við eina langa línu og skriðum yfir borgina til að finna hvort væri eitthvað undir og ef að það fannst eitthvað undir og við gátum ekki flett ofan af því þá skáru þeir bita burtu til að finna út úr því að tryggja að þar væri ekki barn.“ Drengirnir í sjoppunni í miklu áfalli Tómas segist mjög hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum til að bera ábyrgð á kastalanum. Hann veltir því fyrir sér hvort regluverk um slík mál séu einfaldlega gölluð. „Það má hreinlega vera að regluverkið, ef það er til staðar eitthvað regluverk um þetta, að það sé eitthvað meingallað. En að mínu mati er það fyrir neðan allar hellur að það séu þrír drengir, sem sitja þarna og selja gos í sjoppunni, eru þeir ábyrgir fyrir þessu? Ég átta mig einfaldlega ekki á þessu,“ segir Tómas. „Þó ekki væri annað þá myndi ég halda að það þyrfti að vera fullorðin manneskja að vera til staðar til að bara meta hvernig veðrið er. Það þýðir ekkert að horfa á veðurspána og segja að það hafi verið tveir metrar á sekúndu. Það var ekki þannig. Mér finnst þetta ekki einhverjar útskýringar sem halda vatni,“ segir Tómas. Hann hrósar þó drengjunum í sjoppunni fyrir skjót viðbrögð. Þeir hafi báðir stokkið til og reynt að hjálpa foreldrunum. „En ábyrgðartilfinningin hjá þessum drengjum, þeir komu og þegar maður var að reyna að fletta ofan af þessu og sá að þetta var mjög erfitt, það voru einhverjir tuttugu þrjátíu foreldrar að reyna að fletta þessu til baka, að þeir komu og hlupu til drengirnir sem voru í sjoppunni og hjálpuðu til,“ segir Tómas. Drengirnir hafi verið í algeru áfalli. „Ég sá líka til þeirra eftir á og þeir voru í algeru áfalli drengirnir og finnst þeir örugglega bera einhverja ábyrgð en það er ekki hægt að leggja þessa ábyrgð á þessi börn. Það að starfsmennirnir séu þeir bestu sem völ er á, það lyktar af einhverju, ég veit ekki hverju.“ Sögðust hafa séð rotaða stelpu undir kastalanum Strákarnir þrír sem voru í fylgd Tómasar tóku atvikinu hræðilega með mikilli ró að hans sögn. Hann telur, ef eitthvað er, að foreldrarnir hafi verið í meira áfalli en börnin. „Þetta eru bara sjö ára strákar þeir voru að taka hlutunum tiltölulega með ró, einn grét og vildi fá mömmu sína sem eru ósköp eðlileg viðbrögð. En þeir meiddu sig ekkert alvarlega. En það er líka erfitt að meta sögurnar hjá þeim en þeir sögðust hafa séð einhverja stúlku sem var rotuð, eins og þeir orðuðu það, og þá geri ég það að ég tala við þá og leyfi þeim að fylgjast með hvernig þetta allt saman fór. Ef það kemur í ljós að varð eitthvað alvarlegt slys þá bara útskýri ég það fyrir þeim,“ segir Tómas. „Ég held meira að segja að þegar á er að líta, við erum þarna öll skríðandi undir hoppuborginni að reyna að finna börnin okkar, það er ekkert sérlega góð tilfinning, þannig að ég er ekki frá því að foreldrarnir séu í meira áfalli en börnin. Ég held að þetta hafi verið svolítið trámatíserandi fyrir foreldrana.“ Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 1. júlí 2021 15:51 Bæjarstjóranum brugðið vegna Skrímslisins sem tókst á loft Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segist ekki vita mikið um stöðu mála sem stendur en mikill viðbúnaður er í bæjarfélaginu vegna hoppukastalans, sem ber nafnið Skrímslið, sem hófst á loft og í honum 108 börn. 1. júlí 2021 15:12 Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Tugir barna voru í hoppukastalanum þegar hann tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. „Ég var með þrjá sjö ára drengi með mér og við komum þarna að sölubás og þar voru tveir fjórtán eða fimmtán ára drengir sem voru að vinna þarna. Ég spurði hvort það væri þarna einhver fullorðinn og hann svaraði því til að „nei þarna væri enginn fullorðinn, foreldrarnir skrifuðu undir um að þeir beri ábyrgð á börnunum.“ Þannig að eins og ég skildi þetta var enginn fullorðinn á staðnum,“ segir Tómas Buchholz, foreldri, í samtali við Vísi. Kastalinn kastaðist fimmtán metra inn á sjálfan sig Drengirnir þrír sem voru í fylgd með honum stukku, eins og við var að búast, upp á kastalann og Tómas hélt sig nálægt þeim og fylgdist með. Hann lýsir því þegar vindhviðan feykti annarri hlið kastalans, og einu horni á loft. „Maður verður að gera sér grein fyrir því að þetta er risastórt. Þannig að þegar hann tekst á loft þá flettist hann saman, önnur hliðin og hornið lagðist yfir hinn hlutann af kastalanum,“ segir Tómas. Hann segist hafa rætt við föður sem var með tvær ungar dætur sínar á staðnum, fimm og sex ára, en þær voru á horni kastalans sem tókst á loft. „Hann segir að hann haldi að hliðin hafi henst einhverja fimmtán metra inn í kastalann. Hugsaðu þér að vera með fimm, sex ára dætur sínar í þessum aðstæðum.“ Vissu ekki hvort öll börn væru komin í leitirnar Hann segir mikla ringulreið hafa gripið um sig meðal foreldra. „Það grípur um sig alger ringulreið hérna og fullorðna fólkið, foreldrarnir hlaupa til og byrja að skríða undir kastalann til að leita að börnunum. Við hrópum og hrópum, það eru allir að hrópa ofan í hvern annan að leita að börnunum, og maður gerir sér enga grein fyrir því þegar maður er undir kastalanum hvort börnin mans eða annarra séu komin út,“ segir Tómas. „Á einhverju augnabliki kem ég undan og sé að strákarnir sem ég var með voru hólpnir en þá byrjum við á því, af því að við gátum ekki verið viss um að allir foreldrar væru á staðnum, sem þýddi það að við gátum ekki verið viss um það að þó við héldum að það væri búið að finna öll börnin að það væru öll börn fundin. Við vissum ekki hvort það væru öll börn komin í leitirnar.“ Skriðu í línu yfir kastalann til að tryggja að ekkert barn væri enn undir Foreldrarnir gripu á það ráð að reyna að fletta kastalanum aftur í sundur en það hafi gengið brösuglega vegna þess hve stór og mikill kastalinn sé. „Það var bara allsherjar ringulreið og þá þróast það þannig að við grípum til þess ráðs að við förum að fletta kastalanum til baka og þetta er mikið gúmmí og ótrúlegt flæmi þannig að bara það að grípa í kastalann til að toga í hann er eiginlega alveg ómögulegt,“ segir Tómas. Sú tilraun hafi í raun ekki gengið upp fyrr en viðbragðsaðilar komu á staðinn, sem voru með hnífa, og gátu rist op á kastalann. „Allt í einu voru komnir lögreglumenn þarna þannig að við gátum rist á kastalann til að ná allavega gripi. Okkur tókst einhvern vegin eftir dúk og disk að fletta kastalann að megninu út aftur. Það var samt ekki nóg þannig að þetta hefur örugglega tekið einhverjar 25 mínútur að ganga úr skugga um það að það væru ekki einhver börn sem væru þarna hjálparvana og jafnvel alvarlega slösuð einhvers staðar undir kastalanum.“ Hann segir viðbragðsaðila þó hafa verið jafn ringlaðir og foreldrarnir til að byrja með. „En þeir voru raunverulega jafn ringlaðir og við í byrjun hvað ætti að gera þarna því þetta var bara ein stór klessa þessi hoppuborg. Svo var uppblásinn kastali einhvers staðar, hvernig fellur hann saman, er hann ofan á einhverjum, það er bara eitthvað hrúgald,“ segir Tómas. „Svo fyrir rest þegar þetta var tiltölulega flatt út þá mynduðum við eina langa línu og skriðum yfir borgina til að finna hvort væri eitthvað undir og ef að það fannst eitthvað undir og við gátum ekki flett ofan af því þá skáru þeir bita burtu til að finna út úr því að tryggja að þar væri ekki barn.“ Drengirnir í sjoppunni í miklu áfalli Tómas segist mjög hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum til að bera ábyrgð á kastalanum. Hann veltir því fyrir sér hvort regluverk um slík mál séu einfaldlega gölluð. „Það má hreinlega vera að regluverkið, ef það er til staðar eitthvað regluverk um þetta, að það sé eitthvað meingallað. En að mínu mati er það fyrir neðan allar hellur að það séu þrír drengir, sem sitja þarna og selja gos í sjoppunni, eru þeir ábyrgir fyrir þessu? Ég átta mig einfaldlega ekki á þessu,“ segir Tómas. „Þó ekki væri annað þá myndi ég halda að það þyrfti að vera fullorðin manneskja að vera til staðar til að bara meta hvernig veðrið er. Það þýðir ekkert að horfa á veðurspána og segja að það hafi verið tveir metrar á sekúndu. Það var ekki þannig. Mér finnst þetta ekki einhverjar útskýringar sem halda vatni,“ segir Tómas. Hann hrósar þó drengjunum í sjoppunni fyrir skjót viðbrögð. Þeir hafi báðir stokkið til og reynt að hjálpa foreldrunum. „En ábyrgðartilfinningin hjá þessum drengjum, þeir komu og þegar maður var að reyna að fletta ofan af þessu og sá að þetta var mjög erfitt, það voru einhverjir tuttugu þrjátíu foreldrar að reyna að fletta þessu til baka, að þeir komu og hlupu til drengirnir sem voru í sjoppunni og hjálpuðu til,“ segir Tómas. Drengirnir hafi verið í algeru áfalli. „Ég sá líka til þeirra eftir á og þeir voru í algeru áfalli drengirnir og finnst þeir örugglega bera einhverja ábyrgð en það er ekki hægt að leggja þessa ábyrgð á þessi börn. Það að starfsmennirnir séu þeir bestu sem völ er á, það lyktar af einhverju, ég veit ekki hverju.“ Sögðust hafa séð rotaða stelpu undir kastalanum Strákarnir þrír sem voru í fylgd Tómasar tóku atvikinu hræðilega með mikilli ró að hans sögn. Hann telur, ef eitthvað er, að foreldrarnir hafi verið í meira áfalli en börnin. „Þetta eru bara sjö ára strákar þeir voru að taka hlutunum tiltölulega með ró, einn grét og vildi fá mömmu sína sem eru ósköp eðlileg viðbrögð. En þeir meiddu sig ekkert alvarlega. En það er líka erfitt að meta sögurnar hjá þeim en þeir sögðust hafa séð einhverja stúlku sem var rotuð, eins og þeir orðuðu það, og þá geri ég það að ég tala við þá og leyfi þeim að fylgjast með hvernig þetta allt saman fór. Ef það kemur í ljós að varð eitthvað alvarlegt slys þá bara útskýri ég það fyrir þeim,“ segir Tómas. „Ég held meira að segja að þegar á er að líta, við erum þarna öll skríðandi undir hoppuborginni að reyna að finna börnin okkar, það er ekkert sérlega góð tilfinning, þannig að ég er ekki frá því að foreldrarnir séu í meira áfalli en börnin. Ég held að þetta hafi verið svolítið trámatíserandi fyrir foreldrana.“
Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 1. júlí 2021 15:51 Bæjarstjóranum brugðið vegna Skrímslisins sem tókst á loft Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segist ekki vita mikið um stöðu mála sem stendur en mikill viðbúnaður er í bæjarfélaginu vegna hoppukastalans, sem ber nafnið Skrímslið, sem hófst á loft og í honum 108 börn. 1. júlí 2021 15:12 Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
„Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 1. júlí 2021 15:51
Bæjarstjóranum brugðið vegna Skrímslisins sem tókst á loft Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segist ekki vita mikið um stöðu mála sem stendur en mikill viðbúnaður er í bæjarfélaginu vegna hoppukastalans, sem ber nafnið Skrímslið, sem hófst á loft og í honum 108 börn. 1. júlí 2021 15:12
Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28