Hættustigi hefur verið lýst yfir á Norðurlandi eystra vegna vatnavaxta. Miklar skemmdir eru á vegum og hætta á að brýr skemmist. Fólk sem býr í Fnjóskadal fyrir innan Illugastaði er innilokað eftir að vegur fór í sundur.
Talsverður handagangur var í öskjunni í dag þegar bóluefni AstraZeneca kláraðist í Laugardalshöll. Fólki var boðið Pfizer í staðinn og er því komið með blöndu af tveimur bóluefnum, sem framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni segir vera alveg hættulaust.
Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem hún var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Lögmaður hjá Húseigendafélaginu á von á mörgum slíkum málum.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu hálf sjö, en þær má einnig heyra á Bylgjunni og Vísi.