Ekki má höggva tvisvar í sama knérunn barna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 1. júlí 2021 12:30 Reglulega berast fréttir af kvíða, þunglyndi og vanlíðan ungmenna á Íslandi. Margt bendir til versnandi líðan þeirra, drengjum gangi illa í skóla og þar fram eftir götunum. Upphlaup verður í samfélaginu þegar niðurstöður koma úr PISA könnunum, ekki síst vegna stöðu íslenskra drengja í lestri. Bertrand Andre Marc Lauth, geðlæknir á BUGL, var í viðtali við Rúv þann 23. maí sl. og kom þar fram að tilvísunum vegna alvarlega veikra ungmenna á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölgi hratt. Sömuleiðis fjölgi þeim sem þangað koma eftir sjálfsvígstilraunir og bráðaðainnlagnir hafa aukist um tugir prósenta á ári. Viðbrögð samfélagsins við fregnum sem þessum eru misjafnar. Sumir skella skollaeyrum við þeim en aðrir klóra sér í kollinum og velta fyrir sér hvað veldur þessari vanlíðan og/eða vankunnáttu íslenskra barna. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um ástæðurnar og margs konar patentlausnir og plástrar verið lagðir til. En getur ástæðan mögulega vera að finna í því áfalli sem íslenskt samfélag varð fyrir árið 2008 í kjölfar fjármálahrunsins og þeim ráðstöfunum sem gripið var til þá í kjölfarið? „Ég held að við séum öll sammála um það, sérfræðingarnir, að við séum núna að fá yfir okkur afleiðingar bankakreppunnar sem varð 2008”sagði Bertrand Andre Marc Lauth jafnframt í viðtalinu. Niðurskurður í grunnstoðum skólaumhverfisins, sérkennslu og félagsþjónustu barna og unglinga hafi haft mun alvarlegri áhrif en margan grunaði. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýstu á sínum tíma yfir áhyggjum sínum um að þessi niðurskurður í þjónustu við börn myndi hafa alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. Á árunum eftir hrun skoruðu samtökin ítrekað á stjórnvöld að skera ekki niður í málefnum barna, að líta á fjármagn sem varið er til þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra sem fjárfestingu. Í þeim áskorunum sem Barnaheill sendu frá sér kom m.a. fram að slíkur niðurskurður á sviði menntamála, heilbrigðis- og félagsþjónustu væri óafturkræfur sem og áhrif hans á þau börn sem fyrir honum verða. Þau ungmenni sem nú eru á aldrinum 15-19 ára voru árið 2008 í leik- og grunnskólum. Þau hafa alla sína skólagöngu alist upp í skugga bankahrunsins og niðurskurður í þjónustu hefur bitnað á þeim, þó að þau bæru svo sannarlega enga ábyrgð á því sem gerðist. Þau voru þolendur. Segja má að eftir hrunið hafi kerfið verið núllstillt og ný viðmið sett, viðmið sem voru byggð á stöðunni eftir niðurskurð. Börnin hafa þurft að súpa seiðið af því. Nú hefur nýtt áfall dunið yfir af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum um að aftur verði gripið til niðurskurðar í þjónustu við börn og þá frá þessum nýja núllpunkti sem settur var eftir bankahrunið. Ef sú verður raunin er ljóst að það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar, ekki bara fyrir börn og ungmenni, heldur fyrir samfélagið allt. Í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar sem birtist í blaðinu The Lancet Psychiatry um breytingar á andlegri heilsu unglinga á tímum heimsfaraldurs COVID-19 kemur fram að COVID-19 hefur haft skaðleg áhrif á andlega heilsu unglinga, sérstaklega stúlkur. Þetta er sá hópur sem var á barnsaldri við bankahrunið. Því er brýnt að forgangsraðað verði í þágu barna og ungmenna á næstu árum þannig að þeir einstaklingar sem eru að vaxa úr grasi hafi styrk og getu til að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Annað er óverjandi. Eitt sinn taldist það ekki góður siður að höggva tvisvar í sama knérunn. Það á svo sannarlega við hér. Barnaheill munu senda stjórnvöldum áskoranir og vera á vaktinni fyrir öll börn á Íslandi og skora á aðra að gera slíkt hið sama. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Sjá meira
Reglulega berast fréttir af kvíða, þunglyndi og vanlíðan ungmenna á Íslandi. Margt bendir til versnandi líðan þeirra, drengjum gangi illa í skóla og þar fram eftir götunum. Upphlaup verður í samfélaginu þegar niðurstöður koma úr PISA könnunum, ekki síst vegna stöðu íslenskra drengja í lestri. Bertrand Andre Marc Lauth, geðlæknir á BUGL, var í viðtali við Rúv þann 23. maí sl. og kom þar fram að tilvísunum vegna alvarlega veikra ungmenna á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölgi hratt. Sömuleiðis fjölgi þeim sem þangað koma eftir sjálfsvígstilraunir og bráðaðainnlagnir hafa aukist um tugir prósenta á ári. Viðbrögð samfélagsins við fregnum sem þessum eru misjafnar. Sumir skella skollaeyrum við þeim en aðrir klóra sér í kollinum og velta fyrir sér hvað veldur þessari vanlíðan og/eða vankunnáttu íslenskra barna. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um ástæðurnar og margs konar patentlausnir og plástrar verið lagðir til. En getur ástæðan mögulega vera að finna í því áfalli sem íslenskt samfélag varð fyrir árið 2008 í kjölfar fjármálahrunsins og þeim ráðstöfunum sem gripið var til þá í kjölfarið? „Ég held að við séum öll sammála um það, sérfræðingarnir, að við séum núna að fá yfir okkur afleiðingar bankakreppunnar sem varð 2008”sagði Bertrand Andre Marc Lauth jafnframt í viðtalinu. Niðurskurður í grunnstoðum skólaumhverfisins, sérkennslu og félagsþjónustu barna og unglinga hafi haft mun alvarlegri áhrif en margan grunaði. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýstu á sínum tíma yfir áhyggjum sínum um að þessi niðurskurður í þjónustu við börn myndi hafa alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. Á árunum eftir hrun skoruðu samtökin ítrekað á stjórnvöld að skera ekki niður í málefnum barna, að líta á fjármagn sem varið er til þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra sem fjárfestingu. Í þeim áskorunum sem Barnaheill sendu frá sér kom m.a. fram að slíkur niðurskurður á sviði menntamála, heilbrigðis- og félagsþjónustu væri óafturkræfur sem og áhrif hans á þau börn sem fyrir honum verða. Þau ungmenni sem nú eru á aldrinum 15-19 ára voru árið 2008 í leik- og grunnskólum. Þau hafa alla sína skólagöngu alist upp í skugga bankahrunsins og niðurskurður í þjónustu hefur bitnað á þeim, þó að þau bæru svo sannarlega enga ábyrgð á því sem gerðist. Þau voru þolendur. Segja má að eftir hrunið hafi kerfið verið núllstillt og ný viðmið sett, viðmið sem voru byggð á stöðunni eftir niðurskurð. Börnin hafa þurft að súpa seiðið af því. Nú hefur nýtt áfall dunið yfir af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum um að aftur verði gripið til niðurskurðar í þjónustu við börn og þá frá þessum nýja núllpunkti sem settur var eftir bankahrunið. Ef sú verður raunin er ljóst að það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar, ekki bara fyrir börn og ungmenni, heldur fyrir samfélagið allt. Í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar sem birtist í blaðinu The Lancet Psychiatry um breytingar á andlegri heilsu unglinga á tímum heimsfaraldurs COVID-19 kemur fram að COVID-19 hefur haft skaðleg áhrif á andlega heilsu unglinga, sérstaklega stúlkur. Þetta er sá hópur sem var á barnsaldri við bankahrunið. Því er brýnt að forgangsraðað verði í þágu barna og ungmenna á næstu árum þannig að þeir einstaklingar sem eru að vaxa úr grasi hafi styrk og getu til að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Annað er óverjandi. Eitt sinn taldist það ekki góður siður að höggva tvisvar í sama knérunn. Það á svo sannarlega við hér. Barnaheill munu senda stjórnvöldum áskoranir og vera á vaktinni fyrir öll börn á Íslandi og skora á aðra að gera slíkt hið sama. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun