Þrætur íbúa blokkarinnar töfðu viðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 12:23 Enn eru um 145 manns saknað eftir að álma Champlain-turnsins á Surfside hrundi laugardaginn 24. júní. AP/Emily Michot/Miami Herald Meirihluti stjórnar húsfélags blokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída sagði af sér í skugga deilna um hvort ráðast ætti í viðgerðir á byggingunni í kjölfar skýrslu verkfræðinga sem leiddi í ljós skemmdir. Að minnsta kosti átján eru látnir. Ein álma Champlain-turnsins, tólf hæða íbúðablokkar, hrundi aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Auk þeirra átján sem eru staðfestir látnir er á annað hundrað manns enn saknað. Greint hefur verið frá því að verkfræðingar sem fóru yfir bygginguna árið 2018 vöruðu við sprungum í bílakjallara. Nú segir Washington Post að forseti húsfélagsins hafi sagt af sér árið 2019, að hluta til vegna gremju með viðbrögð þess við skýrslu verkfræðinganna. Fjórir aðrir stjórnarmenn fylgdu honum út um dyrnar á tveggja vikna tímabili. Afsagnirnar komu í kjölfar átaka um viðgerðir á byggingunni sem áttu að hlaupa á milljónum dollara, jafnvirði hundraða milljóna íslenskra króna. Deilt var um kostnaðinn og umfang framkvæmdanna. Mörgum íbúðareigendum óx það í augum að ráðast í framkvæmdir sem urðu sífellt dýrari þrátt fyrir að varnaðarorð húsfélagsstjórnarinnar yrðu æ alvarlegri. Framkvæmdirnar drógust um þrjú ár vegna óeiningarinnar samkvæmt gögnum sem bandaríska blaðið hefur séð. Þannig var enn ekki byrjað á steypuviðgerðum þegar hluti byggingarinnar hrundi fyrir einni og hálfri viku. Ekki liggur þó fyrir hvað olli hruninu eða hvort að skemmdirnar sem húsfélagið fékk vitneskju um árið 2018 hafi átt þátt í því. Sérfræðingar hafa sagt að svo virðist sem að eitthvað hafi brostið á neðstu hæðum blokkarinnar eða í bílakjallaranum undir henni. Íbúi sem komst lífs af segist hafa séð að hluti af sundlaugarsvæði og bílastæðum hafi hrunið ofan í bílakjallarann skömmu áður en álman öll fylgdi á eftir. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru væntanleg til Surfside í dag en þar ætla þau að hitta viðbragðsaðila og leitar- og björgunarlið sem hefur lagt nótt við dag í leit að fólki í rústunum. Þau ætla einnig að hitta fjölskyldur þeirra sem létust og er saknað. Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30. júní 2021 16:13 Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28. júní 2021 20:29 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Ein álma Champlain-turnsins, tólf hæða íbúðablokkar, hrundi aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Auk þeirra átján sem eru staðfestir látnir er á annað hundrað manns enn saknað. Greint hefur verið frá því að verkfræðingar sem fóru yfir bygginguna árið 2018 vöruðu við sprungum í bílakjallara. Nú segir Washington Post að forseti húsfélagsins hafi sagt af sér árið 2019, að hluta til vegna gremju með viðbrögð þess við skýrslu verkfræðinganna. Fjórir aðrir stjórnarmenn fylgdu honum út um dyrnar á tveggja vikna tímabili. Afsagnirnar komu í kjölfar átaka um viðgerðir á byggingunni sem áttu að hlaupa á milljónum dollara, jafnvirði hundraða milljóna íslenskra króna. Deilt var um kostnaðinn og umfang framkvæmdanna. Mörgum íbúðareigendum óx það í augum að ráðast í framkvæmdir sem urðu sífellt dýrari þrátt fyrir að varnaðarorð húsfélagsstjórnarinnar yrðu æ alvarlegri. Framkvæmdirnar drógust um þrjú ár vegna óeiningarinnar samkvæmt gögnum sem bandaríska blaðið hefur séð. Þannig var enn ekki byrjað á steypuviðgerðum þegar hluti byggingarinnar hrundi fyrir einni og hálfri viku. Ekki liggur þó fyrir hvað olli hruninu eða hvort að skemmdirnar sem húsfélagið fékk vitneskju um árið 2018 hafi átt þátt í því. Sérfræðingar hafa sagt að svo virðist sem að eitthvað hafi brostið á neðstu hæðum blokkarinnar eða í bílakjallaranum undir henni. Íbúi sem komst lífs af segist hafa séð að hluti af sundlaugarsvæði og bílastæðum hafi hrunið ofan í bílakjallarann skömmu áður en álman öll fylgdi á eftir. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru væntanleg til Surfside í dag en þar ætla þau að hitta viðbragðsaðila og leitar- og björgunarlið sem hefur lagt nótt við dag í leit að fólki í rústunum. Þau ætla einnig að hitta fjölskyldur þeirra sem létust og er saknað.
Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30. júní 2021 16:13 Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28. júní 2021 20:29 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30. júní 2021 16:13
Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28. júní 2021 20:29
Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42