„Þetta er grafalvarlegt mál“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2021 14:37 Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. VÍSIR/SIGURJÓN Á þriðja tug kvenna hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála. Um áramótin fluttust skimanir fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan þá hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðu úr leghálssýnatöku er þrír mánuði. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir að á þriðja tug kvartana hafi borist umboðsmanni vegna málsins. Telja að brotið hafi verið á sér „Frá þá bæði konum sem telja að brotin hafi verið á sér réttur og þeirra öryggi jafnvel ógnað og síðan þá ábendingar sem eru almennar eðlis og þeirra á meðal er ábending frá félagi kvensjúkdómalækna,“ segir Skúli. Málið hafi verið til skoðunar hjá heilbrigðisráðherra og Alþingi. Skúli lítur svo á að vandinn hafi verið viðurkenndur og að verið sé að bregðast við honum. Umboðsmaður Alþingis fylgist þó áfram vel með gangi mála. Í morgun hafi hann átt fund með Ernu Bjarnadóttur forsvarsmanni Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna og Gunnari Bjarna Ragnarssyni formanni félags krabbameinslækna. „Að mínu mati er þessi fundur til marks um það að umboðsmaður tekur þetta mál alvarlega. Við höfum verið að fylgjast með málinu og erum að því og munum gera það áfram,“ segir Skúli. Heilsa kvenna í húfi Ef vandinn verði áfram til staðar og ekki brugðist við af hálfu stjórnvalda hafi umboðsmaður úrræði til að bregðast við með. „Staðan er þannig að mínu mati að það er verið að vinna að lausn vandans og þá fylgjumst við með því í hæfilegri fjarlægð og gefum stjórnvöldum svigrúm til að vinna sína vinnu.“ Málið sé grafalvarlegt. „Þetta er grafalvarlegt mál. Hér er heilsa kvenna í húfi og þetta er mikill fjöldi sýna sem við erum að tala um þannig auðvitað er ekki annað hægt að segja en að þetta sé grafalvarlegt mál,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Kvenheilsa Tengdar fréttir Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. 30. júní 2021 13:05 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Um áramótin fluttust skimanir fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan þá hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðu úr leghálssýnatöku er þrír mánuði. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir að á þriðja tug kvartana hafi borist umboðsmanni vegna málsins. Telja að brotið hafi verið á sér „Frá þá bæði konum sem telja að brotin hafi verið á sér réttur og þeirra öryggi jafnvel ógnað og síðan þá ábendingar sem eru almennar eðlis og þeirra á meðal er ábending frá félagi kvensjúkdómalækna,“ segir Skúli. Málið hafi verið til skoðunar hjá heilbrigðisráðherra og Alþingi. Skúli lítur svo á að vandinn hafi verið viðurkenndur og að verið sé að bregðast við honum. Umboðsmaður Alþingis fylgist þó áfram vel með gangi mála. Í morgun hafi hann átt fund með Ernu Bjarnadóttur forsvarsmanni Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna og Gunnari Bjarna Ragnarssyni formanni félags krabbameinslækna. „Að mínu mati er þessi fundur til marks um það að umboðsmaður tekur þetta mál alvarlega. Við höfum verið að fylgjast með málinu og erum að því og munum gera það áfram,“ segir Skúli. Heilsa kvenna í húfi Ef vandinn verði áfram til staðar og ekki brugðist við af hálfu stjórnvalda hafi umboðsmaður úrræði til að bregðast við með. „Staðan er þannig að mínu mati að það er verið að vinna að lausn vandans og þá fylgjumst við með því í hæfilegri fjarlægð og gefum stjórnvöldum svigrúm til að vinna sína vinnu.“ Málið sé grafalvarlegt. „Þetta er grafalvarlegt mál. Hér er heilsa kvenna í húfi og þetta er mikill fjöldi sýna sem við erum að tala um þannig auðvitað er ekki annað hægt að segja en að þetta sé grafalvarlegt mál,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Kvenheilsa Tengdar fréttir Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. 30. júní 2021 13:05 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. 30. júní 2021 13:05
Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32