Hjóli sjálfs Hjólahvíslarans stolið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2021 14:06 Hjólahvíslarinn. Hiti virðist vera að færast í leikinn hjá honum og hjólaþjófum borgarinnar. vísir Hjóli Bjartmars Leóssonar var stolið í nótt. Sá hvimleiði og því miður nokkuð algengi atburður sem hjólastuldur er væri varla fréttnæmur nema vegna þess að Bjartmar hefur í um tvö ár staðið í hálfgerðu stríði við hjólaþjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann. Barátta Bjartmars gegn hjólaþjófunum náði líklega hámarki sínu í síðustu viku þegar hann mætti fylktu liði heim til manns sem Bjartmar segist viss um að sé alræmdur hjólaþjófur. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Og svo virðist sem hjólaþjófar borgarinnar hafi nú svarað fyrir sig. Þegar Bjartmar vaknaði í morgun og ætlaði að halda af stað hjólandi út í daginn var hans eigið hjól horfið úr anddyri heimilis hans. Hann greinir frá þessu á vinsælum Facebook-hópi sem hann heldur utan um. „Þetta er auðvitað bara mjög leiðinlegt. Ég gaf sem sagt vini mínum, sem var að fá sér rándýrt rafmagnshlaupahjól, lásinn af hjólinu mínu um daginn,“ segir Bjartmar. „Það stóð auðvitað til að kaupa nýjan lás en það hafði dregist aðeins. En hjólið mitt var samt læst með svona áföstum lás þannig sá sem hefur stolið því hefur þurft að halda á því í burtu eða klippa lásinn af með vírklippum.“ Hjól Bjartmars sem hvarf í nótt.aðsend Sá manninn fyrir utan hjá sér í gær Hann er spurður hvort honum þyki tímasetningin nokkuð grunsamleg; mættur í kvöldfréttirnar í gær þar sem sýnt var frá því þegar hann mætti heim til hjólaþjófs og degi síðar er hans eigið hjól horfið. „Jú tímasetningin er sérstök. Gæinn sem við heimsóttum var líka fyrir utan húsið mitt í gær. Hann var hérna hinum megin við götuna. Það gæti alveg hafa verið tilviljun en af einhverju ástæðum var maðurinn nálægt húsinu mínu í gær og í morgun var hjólið mitt horfið,“ segir Bjartmar. Hann mun nú að sjálfsögðu setja sama kraft í að leita að eigin hjóli og hann hefur lagt í leit sína að hjólum annarra síðustu tvö árin. „Já, það eru alltaf ákveðnir staðir í bænum þar sem stolnu hjólin eru ítrekað að finnast og ég á eftir að fara og kíkja á þessa staði.“ Hann segist þá hafa fengið ábendingu um að sést hafi til manns á eins hjóli og hann saknar nú í Hlíðunum klukkan fimm í nótt. Bjartmar er búsettur í Hlíðunum. Fréttastofa tók ítarlegt viðtal við Bjartmar í gær um hjólaþjófnafaraldur í borginni. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan: Hjólreiðar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Barátta Bjartmars gegn hjólaþjófunum náði líklega hámarki sínu í síðustu viku þegar hann mætti fylktu liði heim til manns sem Bjartmar segist viss um að sé alræmdur hjólaþjófur. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Og svo virðist sem hjólaþjófar borgarinnar hafi nú svarað fyrir sig. Þegar Bjartmar vaknaði í morgun og ætlaði að halda af stað hjólandi út í daginn var hans eigið hjól horfið úr anddyri heimilis hans. Hann greinir frá þessu á vinsælum Facebook-hópi sem hann heldur utan um. „Þetta er auðvitað bara mjög leiðinlegt. Ég gaf sem sagt vini mínum, sem var að fá sér rándýrt rafmagnshlaupahjól, lásinn af hjólinu mínu um daginn,“ segir Bjartmar. „Það stóð auðvitað til að kaupa nýjan lás en það hafði dregist aðeins. En hjólið mitt var samt læst með svona áföstum lás þannig sá sem hefur stolið því hefur þurft að halda á því í burtu eða klippa lásinn af með vírklippum.“ Hjól Bjartmars sem hvarf í nótt.aðsend Sá manninn fyrir utan hjá sér í gær Hann er spurður hvort honum þyki tímasetningin nokkuð grunsamleg; mættur í kvöldfréttirnar í gær þar sem sýnt var frá því þegar hann mætti heim til hjólaþjófs og degi síðar er hans eigið hjól horfið. „Jú tímasetningin er sérstök. Gæinn sem við heimsóttum var líka fyrir utan húsið mitt í gær. Hann var hérna hinum megin við götuna. Það gæti alveg hafa verið tilviljun en af einhverju ástæðum var maðurinn nálægt húsinu mínu í gær og í morgun var hjólið mitt horfið,“ segir Bjartmar. Hann mun nú að sjálfsögðu setja sama kraft í að leita að eigin hjóli og hann hefur lagt í leit sína að hjólum annarra síðustu tvö árin. „Já, það eru alltaf ákveðnir staðir í bænum þar sem stolnu hjólin eru ítrekað að finnast og ég á eftir að fara og kíkja á þessa staði.“ Hann segist þá hafa fengið ábendingu um að sést hafi til manns á eins hjóli og hann saknar nú í Hlíðunum klukkan fimm í nótt. Bjartmar er búsettur í Hlíðunum. Fréttastofa tók ítarlegt viðtal við Bjartmar í gær um hjólaþjófnafaraldur í borginni. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan:
Hjólreiðar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira