Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2021 13:05 Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir og Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Aðför að heilsu kvenna. „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. Með henni á fundinum var Gunnar Bjarni Ragnarsson, formaður Félags krabbameinslækna. Til umræðu var staða skimana fyrir leghálskrabbameini en skimanirnar fluttust um áramótin frá Krabbameinsfélagi Íslands og til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðum er enn þrír mánuðir. „Við ræddum málið í heild; allt frá því að ákvörðun var tekin um þessar breytingar á fyrirkomulaginu og til þeirrar stöðu sem núna er uppi,“ segir Erna. Fundurinn hafi verið mjög góður. Aðför að heilsu kvenna tilheyra nú um 17 þúsund meðlimir en þar ræða konur hin ýmsu álitamál varðandi skimanirnar. Augljóst er að konur hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála. Fyrir utan langan biðtíma hafa konur meðal annars greint frá því að heilsugæslan hafi neitað að rannsaka sýni og gagnrýnt að konur utan þess hóps sem er skilgreindur í skimunarleiðbeiningum geti ekki óskað eftir frumurannsókn. Þá hafa konur og heilbrigðisstarfsmenn gagnrýnt harðlega að rannsóknir á leghálssýnum hafi verið færðar úr landi. Landspítalinn hefur nú ítrekað svarað því til að hann geti sinnt rannsóknunum og heilbrigðisráðherra greindi frá því í dag að það væri í skoðun að flytja rannsóknirnar heim. Samningur Sjúkratrygginga við rannsóknarstofuna á Hvidovre-sjúkrahúsinu er uppsegjanlegur, með þriggja mánaða fyrirvara. Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30. júní 2021 11:16 Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Með henni á fundinum var Gunnar Bjarni Ragnarsson, formaður Félags krabbameinslækna. Til umræðu var staða skimana fyrir leghálskrabbameini en skimanirnar fluttust um áramótin frá Krabbameinsfélagi Íslands og til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðum er enn þrír mánuðir. „Við ræddum málið í heild; allt frá því að ákvörðun var tekin um þessar breytingar á fyrirkomulaginu og til þeirrar stöðu sem núna er uppi,“ segir Erna. Fundurinn hafi verið mjög góður. Aðför að heilsu kvenna tilheyra nú um 17 þúsund meðlimir en þar ræða konur hin ýmsu álitamál varðandi skimanirnar. Augljóst er að konur hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála. Fyrir utan langan biðtíma hafa konur meðal annars greint frá því að heilsugæslan hafi neitað að rannsaka sýni og gagnrýnt að konur utan þess hóps sem er skilgreindur í skimunarleiðbeiningum geti ekki óskað eftir frumurannsókn. Þá hafa konur og heilbrigðisstarfsmenn gagnrýnt harðlega að rannsóknir á leghálssýnum hafi verið færðar úr landi. Landspítalinn hefur nú ítrekað svarað því til að hann geti sinnt rannsóknunum og heilbrigðisráðherra greindi frá því í dag að það væri í skoðun að flytja rannsóknirnar heim. Samningur Sjúkratrygginga við rannsóknarstofuna á Hvidovre-sjúkrahúsinu er uppsegjanlegur, með þriggja mánaða fyrirvara.
Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30. júní 2021 11:16 Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30. júní 2021 11:16
Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43
Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40