Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2021 10:43 Kristján Oddsson, framkvæmdastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuborgarsvæðinu. Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. Vísir hefur greint frá því að framkvæmdastjóri Samhæfingarstöðvarinnar, Kristján Oddsson, hafi neitað að rannsaka sýni, bæði í samskiptum við kvensjúkdómalækna og sjúklinga. Í tilkynningunni á síðunni kemur ekkert fram um það hvað verður um þau sýni sem ekki eru rannsökuð en á Íslandi gilda lög um varðveislu lífsýna. Vísir hefur sent Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, erindi þar sem spurt er hvað verður um þau sýni sem eru ekki send áfram á rannsóknarstofuna í Danmörku. Eru engin einkennasýni rannsökuð? Sum af þeim sýnum sem Kristján hefur neitað að rannsaka eru svokölluð einkennasýni en þau falla ekki undir svokallaða lýðgrundaða skimun sem heyrir undir Samhæfingarmiðstöðina. Enginn annar farvegur er þó til fyrir þau nema um miðstöðina, þar sem ekki hefur verið samið við aðra aðila um frumusýnarannsóknir en rannsóknarstofuna í Danmörku. Vísir birti fyrr í vikunni viðtal við Karen Evu Helgudóttur, sem fékk að vita að sýnið hennar yrði ekki rannsakað þrátt fyrir að hún væri búin að vera með einkenni frá leghálsi. Aðrir miðlar hafa síðan greint frá því að Kristján hafi hringt í Karen og tjáð henni að læknar ættu ekki að taka strok frá leghálsinum þegar um einkenni væri að ræða heldur senda konur í leghálsspeglun. Í tilkynningunni á vef heilsugæslunnar segir: „Skimun fyrir krabbameini í leghálsi er boð fyrir konur án einkenna. Mikilvægt er að konum með einkenni sé vísað í greiningarferli þar sem leitað er að orsök einkenna.“ Ekki er talað um hvað felist í umræddu ferli en ekki er hægt að lesa annað úr þessu en að Samhæfingarstöðin, og þar með heilsugæslan, telji það ekki sitt hlutverk að láta rannsaka einkennasýni. Í fyrirspurn Vísis til heilsugæslunnar er einnig spurt um þetta atriði. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00 Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47 Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Vísir hefur greint frá því að framkvæmdastjóri Samhæfingarstöðvarinnar, Kristján Oddsson, hafi neitað að rannsaka sýni, bæði í samskiptum við kvensjúkdómalækna og sjúklinga. Í tilkynningunni á síðunni kemur ekkert fram um það hvað verður um þau sýni sem ekki eru rannsökuð en á Íslandi gilda lög um varðveislu lífsýna. Vísir hefur sent Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, erindi þar sem spurt er hvað verður um þau sýni sem eru ekki send áfram á rannsóknarstofuna í Danmörku. Eru engin einkennasýni rannsökuð? Sum af þeim sýnum sem Kristján hefur neitað að rannsaka eru svokölluð einkennasýni en þau falla ekki undir svokallaða lýðgrundaða skimun sem heyrir undir Samhæfingarmiðstöðina. Enginn annar farvegur er þó til fyrir þau nema um miðstöðina, þar sem ekki hefur verið samið við aðra aðila um frumusýnarannsóknir en rannsóknarstofuna í Danmörku. Vísir birti fyrr í vikunni viðtal við Karen Evu Helgudóttur, sem fékk að vita að sýnið hennar yrði ekki rannsakað þrátt fyrir að hún væri búin að vera með einkenni frá leghálsi. Aðrir miðlar hafa síðan greint frá því að Kristján hafi hringt í Karen og tjáð henni að læknar ættu ekki að taka strok frá leghálsinum þegar um einkenni væri að ræða heldur senda konur í leghálsspeglun. Í tilkynningunni á vef heilsugæslunnar segir: „Skimun fyrir krabbameini í leghálsi er boð fyrir konur án einkenna. Mikilvægt er að konum með einkenni sé vísað í greiningarferli þar sem leitað er að orsök einkenna.“ Ekki er talað um hvað felist í umræddu ferli en ekki er hægt að lesa annað úr þessu en að Samhæfingarstöðin, og þar með heilsugæslan, telji það ekki sitt hlutverk að láta rannsaka einkennasýni. Í fyrirspurn Vísis til heilsugæslunnar er einnig spurt um þetta atriði.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00 Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47 Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00
Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47
Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33