Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 08:39 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að þörf sé á öflugri skjálftahrinu til að gosinu ljúki. Vísir/Vilhelm „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. Þorvaldur segir að hann telji að það þurfi mögulega aðra skjálftahrinu, sem drifin er áfram af plötuhreyfingum, til að stoppa þetta gos. „Slíkar plötuhreyfingar virðast hafa komið þessu gosi af stað og mig grunar að það þurfi kannski eitthvað svipað til að stoppa það.“ Á meðan jörðin skelfur ekki heldur gosið þá áfram? „Já, þá rennur kvikan bara upp um gosrásina. Þetta er bara eins og pípa sem er alltaf opin. Lekur alltaf jafnt og þétt úr henni. Og enginn krani til að skrúfa fyrir. Þeir gleymdu að kaupa hann,“ segir Þorvaldur léttur í bragði. Smá hiksti Nokkur umræða skapaðist fyrr í vikunni um hvort að eldgosinu væri að ljúka eftir að gosórói féll um stund á þriðjudagskvöldið. Þorvaldur segist þó ekki hafa haldið að eldgosinu væri eitthvað að ljúka. „Það hefur komið smá hiksti í þetta, en þetta hefur gerst áður þannig að maður átti nú alveg eins von á því að það myndi ná sér upp aftur.“ Mikil boðaföll Þorvaldur segir að þær séu orðnar ansi öflugar hrinurnar nú og með töluverðum kvikustrókum, þegar sést þá til gossins á annað borð. „Við sjáum í gærkvöldi, milli klukkan átta og níu, þá komu tvær fallegar hrinur með allmyndarlegum kvikustrókum og virkilega öflugt hraunflæði út úr gígnum. Mikil boðaföll þarna niður hlíðarnar. Svo tókum við eftir því að það var líka veruleg virkni á yfirborði, yfirhlaup eins og við myndum kalla það, í Meradölum. Þannig að stór hluti Meradala var að þekjast nýju hrauni og svo fór vesturendinn á hrauninu í Nátthaga af stað í gær líka,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Þorvaldur segir að hann telji að það þurfi mögulega aðra skjálftahrinu, sem drifin er áfram af plötuhreyfingum, til að stoppa þetta gos. „Slíkar plötuhreyfingar virðast hafa komið þessu gosi af stað og mig grunar að það þurfi kannski eitthvað svipað til að stoppa það.“ Á meðan jörðin skelfur ekki heldur gosið þá áfram? „Já, þá rennur kvikan bara upp um gosrásina. Þetta er bara eins og pípa sem er alltaf opin. Lekur alltaf jafnt og þétt úr henni. Og enginn krani til að skrúfa fyrir. Þeir gleymdu að kaupa hann,“ segir Þorvaldur léttur í bragði. Smá hiksti Nokkur umræða skapaðist fyrr í vikunni um hvort að eldgosinu væri að ljúka eftir að gosórói féll um stund á þriðjudagskvöldið. Þorvaldur segist þó ekki hafa haldið að eldgosinu væri eitthvað að ljúka. „Það hefur komið smá hiksti í þetta, en þetta hefur gerst áður þannig að maður átti nú alveg eins von á því að það myndi ná sér upp aftur.“ Mikil boðaföll Þorvaldur segir að þær séu orðnar ansi öflugar hrinurnar nú og með töluverðum kvikustrókum, þegar sést þá til gossins á annað borð. „Við sjáum í gærkvöldi, milli klukkan átta og níu, þá komu tvær fallegar hrinur með allmyndarlegum kvikustrókum og virkilega öflugt hraunflæði út úr gígnum. Mikil boðaföll þarna niður hlíðarnar. Svo tókum við eftir því að það var líka veruleg virkni á yfirborði, yfirhlaup eins og við myndum kalla það, í Meradölum. Þannig að stór hluti Meradala var að þekjast nýju hrauni og svo fór vesturendinn á hrauninu í Nátthaga af stað í gær líka,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira