Taívanskur drengur sem varpað var 27 sinnum í gólfið á júdóæfingu látinn Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 07:47 Drengurinn hafði verið í öndunarvél í um sjötíu daga eftir að hafa misst meðvitund eftir æfinguna í apríl. Getty Sjö ára drengur, sem varpað var 27 sinnum í gólfið á júdóæfingu í Taívan í vor, er látinn. Foreldrar hans ákváðu að slökkva á öndunarvél hans, en hann hafði verið í dái í um sjötíu daga. BBC segir frá því að drengurinn hafi fengið alvarlega heilablæðingu eftir að æfingafélagar hans og þjálfari æfðu köst sín á honum. Eftir æfinguna fór drengurinn í dá og var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann var settur í öndunarvél. Þjálfari drengsins, sem er á sjötugsaldri og hefur í taívönskum fjölmiðlum kallast Ho, hefur verið ákærður fyrir líkamsárás sem hafi leitt til alvarlegra áverka. Sömuleiðis fyrir að hafa fengið ólögráða einstaklinga til að fremja glæp. Þjálfaranum var fyrr í mánuðinum sleppt úr haldi gegn tryggingu. Drengurinn sótti júdóæfinguna þann 21. apríl, en það var frændi hans sem fylgdi honum. Tók frændinn myndir og myndskeið af æfingunni í þeim tilgangi að sýna móður drengsins að júdó væri ef til vill ekki rétta íþróttin fyrir drenginn til að stunda. Á myndböndum má sjá eldri drengi kasta þeim sjö ára í gólfið sem hrópar af sársauka. Þjálfarinn skipar honum svo að standa upp og að eldri drengurinn haldi áfram að kasta honum. Þjálfarinn heldur svo sjálfur áfram að kasta drengnum áður en hann misstir meðvitund. Fjölskylda drengsins segir að þjálfarinn hafi svo sakað drenginn um að hafa gert sér upp meiðslin. Í frétt BBC segir ennfremur að í ljós hafi komið að umræddur þjálfari hafi ekki verið með réttindi til að þjálfunar. Taívan Júdó Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
BBC segir frá því að drengurinn hafi fengið alvarlega heilablæðingu eftir að æfingafélagar hans og þjálfari æfðu köst sín á honum. Eftir æfinguna fór drengurinn í dá og var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann var settur í öndunarvél. Þjálfari drengsins, sem er á sjötugsaldri og hefur í taívönskum fjölmiðlum kallast Ho, hefur verið ákærður fyrir líkamsárás sem hafi leitt til alvarlegra áverka. Sömuleiðis fyrir að hafa fengið ólögráða einstaklinga til að fremja glæp. Þjálfaranum var fyrr í mánuðinum sleppt úr haldi gegn tryggingu. Drengurinn sótti júdóæfinguna þann 21. apríl, en það var frændi hans sem fylgdi honum. Tók frændinn myndir og myndskeið af æfingunni í þeim tilgangi að sýna móður drengsins að júdó væri ef til vill ekki rétta íþróttin fyrir drenginn til að stunda. Á myndböndum má sjá eldri drengi kasta þeim sjö ára í gólfið sem hrópar af sársauka. Þjálfarinn skipar honum svo að standa upp og að eldri drengurinn haldi áfram að kasta honum. Þjálfarinn heldur svo sjálfur áfram að kasta drengnum áður en hann misstir meðvitund. Fjölskylda drengsins segir að þjálfarinn hafi svo sakað drenginn um að hafa gert sér upp meiðslin. Í frétt BBC segir ennfremur að í ljós hafi komið að umræddur þjálfari hafi ekki verið með réttindi til að þjálfunar.
Taívan Júdó Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira